Tölvumál - 01.12.1992, Page 15

Tölvumál - 01.12.1992, Page 15
Desember 1992 verðið lækki fljótlega. Þar sem myndin er send yfir venjulegar símalínur þá "hreyfist" hún hægar Mynd 2. Myndsími fyrir einkasímstöð en æskilegt væri. Það eru um 10 myndrammar á sekúndu á móti 30 sem eru í venjulegu vídeói. Jafnframt ætlar AT&T að bjóða upp á sjálfsala af þessari gerð. Árið 1990 voru samþykktir hjá CCITT jfimm staðlar sem fjalla um samþjöppun tals og myndar, samskiptareglur og fleira. Áður höfðu verið til staðlar um vídeó- ráðstefnur. Þeir gera ráð fyrir það miklu gagnastreymi (2Mbit/ sek fyrir 625 línu 50 riða mynd) að ekki er hægt að nota þá fyrir almenning. Þegar kóðunar- aðferðir þróuðust þá var farið að staðla flutning miðað við 64kbit/sek og 384kbit/sek. Þessi vinna miðaðist við það að hægt væri að nota venjulegar ISDN (Integrated Services Digital Network) notendalínur. Þannig væri hægt að nota margfeldi af 64kbit/sek línum til að fá meiri myndgæði þar sem þeirra er þörf. í ISDN er gert ráð fyrir því að búnaður frá mismunandi fram- leiðendum geti unnið saman án vandræða. Því þarf ekki eingöngu að staðla form, hljóð og myndmerki heldureinnig samskiptareglur og stýr- ingu. í CCITT staðli H.261 er ljallað um kóðun mynd- merkis. Þar er gert ráð fyrir því að hægt sé að senda tal og mynd á einni 64kbit/sek línu. Fyrir meiri myndgæði er hægt að fara allt upp í 2Mbit/sek. í hon- um er gert ráð fyrir einu sameiginlegu formi myndmerkis. Þannig er losnað við hin mismun- andi kerfi fyrir sjónvarp sem eru í gangi í dag. Gert er ráð fyrir 30 mynd- römmum á sek. og engri samtvinnun mynda (í sjónvarpi er hver mynd búin til úr tveim sam- settum myndum). Notast er við blandaða kóð- unaraðferð sem byggir á ágiskunum um mynd- breytingu á milli ramma til að nota tímabundið ónotaða flutningsgetu og umbreyta kóðun þess merkis sem eftir er þannig að sem sjaldnast verði eyða í flutningi. Með ágiskun um myndbreytingu þá má til dæmis nefna sem einfalt dæmi að ef einhver hlutur á myndinni hefur verið að hreyfast til hægri síðustu þrjá myndramma þá er líklegt að hann haldi áfram að hreyfast á sama hátt í næsta ramma. Því sem kemur út úr kóðaranum (aðalmerki og hliðarmerki) er síðan þjappað saman með svokallaðri breytilegri-lengd kóðun sem notar jafnframt líkindi við útreikninga. Allt er síðan sent út á línuna sem einn bitastraumur. Alþjóðlegar tilraunir hafa verið gerðar sem sýnt hafa fram á að staðallinn virkar í raun. En til að allt virki nú saman þá verða tveir myndsímar að koma sér saman í byrjun um það hvað tilheyri hverju. Það er hvað er hljóð, hvað er mynd og hvað eru önnur gögn og beinaþeim á réttan áfangastað. Staðlar H.221 og H.242 lýsa þessu. Þar er upp- lýsingum á 64kbit/sek línu skipt niður í 80 bæta ramma. Hver Mynd 3. Myndsími fyrir "venjulegar" símalínur 15 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.