Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1992, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.12.1992, Qupperneq 19
Desember 1992 Upplýsinganet sparisjóðanna Jón Ragnar Höskuldsson, framkvæmdastjóri Byggt á erindi semflutt var á ráðstefnu SI um víðtengd tölvunet, 5. nóvember s.l. Ég mun fjalla um töl vukerfi spari- sjóðanna, þróun þess og fyrirsjá- anlegar breytingar og gera grein fyrir hvers vegna víðtenging tölvuneta er þeim svo mikið áhugamál. Eins og fram kemur í kynningu, er hér um áform og hugleiðingar að ræða en ekki tæknilegaútfærslu sem hrinthefur verið í framkvæmd. Erindið mun því snúast um væntingar fremur en lausnir. Ég mun í fyrstu gera lauslega grein fyrir sparisjóðunum, stærð þeirra og umfangi innan banka- kerfisins, lýsa því tölvuumhverfi sem þeir hafa tekið þátt í með bönkunum sl. 20 ár og skýra frá hræringum, tæknilegum og mark- aðslegum, sem bankar og spari- sjóðir standa frammi fyrir, lýsa lauslega tölvuumhverfi þeirra og þeim breytingum sem fyrirsjáan- legar eru á þeim umbrotatímum sem við höfum þegar gengið inn í og ekki sér fyrir endann á. Viðskiptabankarnir eru nú þrír auk sparisjóðanna, Landsbankinn var með 38% innlána í lok síðasta árs, íslandsbanki með 23%, Búnaðarbankinn með 22% og sparisjóðirnir með 17%. Heildarljöldi starfsmanna banka- kerfisins skiptist með svipuðu hlutfalli, þeir voru samtals 2910 í þessum stofnunum í lok síðasta árs, þar af í sparisjóðunum um 460. Sparisjóðirnir eru 33 að tölu og eru 55 afgreiðslur þeirra erdreifðirumalltland,þeirvinna mjög náið saman og eiga sameigin lega fjórar stofnanir sem sinna sameiginlegum hagsmuna- málum þeirra. Samband íslenskra sparisjóða fer með sainræmingarmál ýiniss konar, l.d. á sviði markaðsmála, Lánastofnun sparisjóðanna sér um millibankaviðskipti og gjald- eyrismál, Tryggingasjóður spari- sjóðanna er sameiginlegur fjár- hagslegur bakhjarl þeirra og Tölvumiðstöðsparisjóðannasér um þá þætti tölvumála sem ekki þykir ástæða til að vinna sam- eiginlega með bönkunum á vett- vangi Reiknistofu bankanna. Af þessu má sjá að sparisjóðirnir eru sameiginlega stórt og þýð- ingannikið afl í íslenskri banka- starfsemi. Þeir er að vísu 33 sjálfstæðar stofnanir en þeir telja að styrkur þeirra sé einmitt fólginn í dreifingu valdsins, að þeim sé hverjum og einum stjórn- að heima í héraði en ekki miðstýrtfráhöfuðstöðvum. Þeir hafa engu að síður viðurkenn- ingu kóngs og prests fyrir því að vera eitt sameiginlegt afl og þannig vilja þeir starfa saman, nýta annars vegar eiginleika hins frjálsa og sjálfstæða og hins vegar þess stóra og sterka. Reiknistofa bankanna er sam- starfsvettvangur banka og spari- sjóða um rekstur tölvukerfa og samræmingar á starfsháttum. Reiknistofan hóf starfsemi sína árið 1974 á blómaskeiði stór- tölvanna þegar augljóslega var hagkvæmt að samnýta þessi dýru og flóknu tæki. Bankastarfsemi var þá í grundvallaratriðum eins, og ekki minnist ég þess að hug- takið samkeppni hafi oft komið upp í hugann á þeim tíma. Mikil- vægur þáttur í samstarfinu var einnig að samræma ýmis útfærsluatriði, t.d. við vaxta- útreikning, reiknireglurog vinnu- gang. Þá er daglegt uppgjör milli banka og sparisjóða einstakt fyrirbrigði á byggðu bóli. I Reiknistofu bankanna eru því unnin öll helstu bókhalds- og við- skiptakerfi banka og sparisjóða og máþarnefna ávísanareikninga, sparisjóðsbækur, skuldabréf og víxla svo nefnd séu viðskiptaform sem allir kannast við. Afgreiðslukerfi banka og spari- sjóða sem tekið var í notkun 1985 vareinnig samstarfsverkefni banka og sparisjóða með und- antekningum þó. Fyrir valinu urðu sérhönnuð tæki frá þýska fyrirtækinu Kienzle, rándýr en sterkogvönduðáallanhátt. Það má því segja að tölvu- og upp- lýsingavinnslu banka og spari- sjóða hafi verið miðstýrt frá Reiknistofu bankanna. Þótt bankar og sparisjóðir hafi í orði kveðnu stjórnað Reiknistofunni, þá er því ekki að leyna að hún bar oft keim þess volduga mið- stýringavalds sem annars staðar og síðar átti eftir að einangrast og flosna upp. Ný viðhorf í bankastarfsemi Með minkandi verðbólgu og minni vaxtamun hafa stjórnendur beinl athyglinni að einstökum rekstrarliðum, hvaðan tekjurnar koma og í hvað kostnaðurinn fer. Samkeppni á fjármagns- markaðinum hefur harðnað frá 19 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.