Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1992, Qupperneq 20

Tölvumál - 01.12.1992, Qupperneq 20
Desember 1992 því sem áður var og innan skamms opnast væntanlega brýr til meginlands Evrópu sent auðveldar þátttöku erlendra fyrirtækja á innlendum markaði en opnar jafnframt möguleika íslenskra sparisjáreigenda að leita fyrir sér erlendis. Það er því íslensku efnahagslífi mjög mikil- vægt að hér sé hægt að reka fjármálaþjónustu á ódýran og hagkvæman hátt sem er að öliu leyti samkeppnisfærviðerlendar stofnanir. Bankar og sparisjóðir standa nú frammi fyrir því að búa þurfi til nýtt afgreiðslukerfi. Kienzle verksmiðjurnar hafa hætt fram- leiðslu þeirra tækja sem nú eru í notkun og sagt upp viðhaldi og framleiðslu varahluta frá 1997. Fimm ár kunna að þykja langur tími til stefnu en svo er þó ekki. Þarfagreining, hönnun og smíði nýs kerfis tekurnokkuráreneinnig má færa rök fyrir því að það sé fjárhagslega hagkvæmt að flýta gerð nýs kerfis með það í huga að leggja dýrum tækjum, hætta að greiða háan viðhaldskostnað og í þess stað nýta einmennings- tölvur sem hvort eð er verða á hvers manns borði. Starf bankastarfsmanna breyttist mjög þegar afgreiðslukerfið var tekið í notkun fyrir sjö árum og þaðáenneftiraðbreytast. Þvíer spáð að bankastarfsmönnum eigi eftir að fækka verulega, en kröfur til þeirra aukist. Þeir verði að hafa góða innsýn í alla þætti bankastarfsemi, geti með góðri þekkingu og dómgreind lekið virkan þátt í fjármálastarfsemi viðskiptavinanna, hvort heldur um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Starfsfólk sem áður sinnti fábrotinni afgreiðslu verða nú að taka þátt í rekstrinum sem samábyrgir sölumenn fyrir stofnun sína. Til að stjórnendur og starfsmenn geti staðið undirþessumkröfum verða þeir að hafa ítarlegar upplýsingar um starfsemi sinnar stofnunar, viðskiptasögu við- skiptavinarins og getað skynjað breytingar helstu hagstærða. Öflugt upplýsingakerfi og sam- skiptakerfi til viðbótar þeim bókhaldskerfum sem nú eru í notkun, eru grundvallarforsenda fyrir árangri. Ný viðhorf í tölvuvinnslu Með tilkomu einmenningstölv- unnar fyrir tíu árum fór á stað skriða sem gjörbreytt hefur af- stöðu til tölvutækninnar og gert hugbúnaðarframleiðslu að stór- iðnaði. Stórtölvurogmiðlungstölvureru á undanhaldi. Nettengdar ein- menningstölvur munu taka við sem ný tækni, öflugri og ódýrari. Þótt stórtölvur og miðtölvur hafi á sinn hátt verið ráðstjórn í tölvuvinnslu,þábareinmennings- tölvuvæðing oft merki um stjórn- leysi og agaleysi sem ekki gat þrifist til lengdar. Á tölvuneti er vonir bundnar við að hægt sé að nýta kosti skipulags og aga stór- tölvanna en samtímis frjálsræðis og hraðrar þróunar einmennings- tölvanna. Fram undir 1990 treystu notendur einstökum framleiðendum fyrir tölvuvæðingu sinni, en með auk- inni þekkingu, verðfalli á vél- þbúnaði og síðast en ekki síst mikilli samræmingarþörf komu fram sterkar kröfur um opinbera staðla á sviði tölvutækni. Þótt hugtakið "opin kerfi" sé túlkað á mjög mismunandi hátt, lýsirþað þó þeirri afstöðu notandans að hægt sé að samnýta tæki, gögn og reynslu óháð framleiðendum tölvubúnaðar. Með kraftmiklum einmennings- tölvum, myndrænni framsetn- ingu, öflugum gagnagrunnsmiðl- urum og biðlara/miðlara kerf- isgerð hafa forsendur fyrir upp- byggingu tölvukerfa gjörbreyst. Stefnumörkun sparisjóðanna í upplýsingatækni Fyrir tveimur árum var lögð fram og samþykkt tæknistefna spari- sjóðanna í tölvumálum. Með 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.