Tölvumál - 01.12.1992, Síða 25

Tölvumál - 01.12.1992, Síða 25
Desember 1992 t.d. verðbil, en þá takmarkar kerfið Jeit sína að engu leyti við verð eigna. Þegar notandinn hefur lokið við að velja þá valfleti sem hann vill takmarka leit sína við leitar kerfið í gegnum eignaskrána að þeim eignum sem svara til þeirrar staðsetningar, tegundar og verðs sem notandinn skilgreindi. Að þeirri leit lokinni sýnir kerfið hve margar eignir það fann og birtir síðan fyrstu eignina á skjánum. Fyrst þegar flett er upp á eign birtist stór mynd af eigninni, en með þeim stýritökkum sem eru neðst á skjánum má fletta fram og til baka í myndum af viðkom- andi eign, og birtast þær þá fjórar í senn á skjánum (mynd 3). Undir myndum þessum eru síðan allar lielstu upplýsingar um eignina. Lengst lil hægri á skjánum eru stýritakkar til að fletta á milli þeirra eigna sem samsvara fyrrnefndri leitarlýsingu. Hafi notandinn áhuga á að sjá mynd betur getur hann á hvaða tíma sem er snert þá mynd og stækkar kerfið hana þá upp. Með því að nýta sér möguleika nútíma tölvutækni á þennan hátt Mynd 2 fær væntanlegur fasteignakaup- andi góða mynd af þeim eignum sem í boði eru. Hann getur þá fækkað til muna ferðum sínum út í bæ til að skoða eignir, þó endanleg kaupákvörðun verði ávallt tekin eftir nánari skoðun. Tæknin Fasteignasýningakerfið keyrir á venjulegri PC tölvu undir OS/2 2.0. Snertiskjárinn er 8516 skjár frá IBM, en hjartað í kerfinu er síðan svokallað ActionMedia II videokort, einnig frá IBM, sem sér um allar myndbirtingar. Kort þetta hefur þá eiginleika að geta tekið við videomyndum og geymt kyrrmyndir jafnt sem lif- andi myndir á samþjöppuðu formi á hörðum disk eða öðrum geymslumiðli. Þessi þjöppunar- eiginleiki kortsins er nauð- synlegur ef raunhæft á að vera að geyma nrikið magn mynda. Tökum fasteignasýningakerfið sem dæmi: Segjum að fasteigna- sala sé búin að setja inn 250 eignir og um 6-8 myndir af hverri eign. Undir venjulegum kringum- stæðum myndi hver kyrrmynd takaum 150Kogheildarplássþörf allra eigna yrði því um 1750 myndir * 150K pr. mynd = 262.500K eða 262,5 MB. Með því að notfæra sér samþjöppunar- eiginleika videokortsins myndi hver rnynd með svokallaðri JPEGþjöppuntakaeinungis 15K og heildarplássþörfin þess vegna verða 1750 myndir * 15K pr. mynd = 26.250K eða 26,25 MB. JPEG þjöppunin er gífurlega áhrifarík hvað þjöppun kyrr- mynda varðar, en eins og áður sagði býr videokortið einnig yfir þeim eiginleika að geta þjappað saman lifandi myndum sem síðan EO SuSurlandsbraut 52, 108 Reykjavik BH 20.000.000 Súrliiiið. 41U rri2 mxm Velja eignir Næstu eign Til b;ik;i Hjálpf Mynd 3 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.