Tölvumál - 01.12.1992, Síða 26

Tölvumál - 01.12.1992, Síða 26
Desember 1992 Ðreytt nethögun hjá Skýrr - Alnet Skýrr, opið net Heiðar Jón Hannesson, eðlisfræðingur, kerfisforritari hjá Skýrr Byggt á erindi semjlutt var á ráðstefnu SI um víðtengd tölvunet, 5. nóvember sd. í upphafi þessa árs var kynnt brey tt nethögun hjá Skýrr. I stað hefð- bundinnar SNA víðnetshögunar er nú lögð áhersla á opið net sem byggist á fjölsamskiptamáta beinum. Forsagan Víðnet Skýrr hefur hin síðari ár verið að mestu í samræmi við SNA nethögun frá IBM (Systems NetworkArchitecture). SNAnet- högun var fyrst gerð opinber árið 1974 (SNA 0). í frumútgáfu SNA var aðeins um að ræða eina móðurtölvu og eina framtölvu, sem SDLC leigulínur (Synchronous Data Link Control) tengdustvið. Merkastanýjungin var líklega sá möguleiki að notendur gátu flakkað á milli for- rita. Fram að þessu hafði umhverfið verið þannig að allir skjáir voru í fastri tengingu við tiltekin forrit. Notandi þurfti því einn skjá fyrir hvert forrit á móðurtölvu sem hann hugðist vinna í. SNA var (og er) hannað sem stigveldisnet, þar sem móðurtölva stjórnar framtölvu, sem aftur stjórnar skjástýritæki, sem sendir skjámyndir út á skyn- lausan skjá. Sagan segir að hönnuðir SNA hafi verið nokkuð ánægðir og bjartsýnir á ágæti þessararnethögunar, þannig hafi vinnuheiti SNA verið "Single Network Architecture", en því hafi verið breytt í "Systems Network Architecture" rétt fyrir opinberun. Þróun SNA var nokkuð hröð fyrstu árin. Þannig komu útgáfur 1 og 2 báðar út árið 1975. Helsta breytingin með útgáfu 1 fólst í því að hægt var að tengja fjarlæga framtölvu með SDLC leigulínu við nálæga framtölvu. Með út- gáfu 2 var opnað fyrir þann möguleika að tengja margar framtölvur inn á móðurtölvuna. Þær framtölvur gátu hvort heldur verið nálægar eða fjarlægar. Árið 1977 kom síðan útgáfa 3. Með þeirri útgáfu var loks opnað fyrir þann möguleika að hafa fleiri en eina móðurtölvu í SNA neti. Að auki varð mögulegt að nota X.25 í tengingum við framtöl vur. Loks árið 1978 kom lokaútgáfa SNAfram, útgáfa4. Þarmeðvar SNA orðið að fullvöxnu neti, þar sem hægt var að tengja tiltek- inn fjölda ntóður- og framtölva. Þrátt fyrir að ekki hafi verið um frh. affyrri síðu er hægt að kalla fram á tölvu- skjáinn. Slíkar myndir taka alla jafnan óhugnanlega mikið pláss á hörðum diskum og öðrum geymslumiðlum. ActionMedia II kortið notar tvær aðferðir við geymslu og afspilun lifandi mynda. Annars vegar er PLV (production level video) aðferðin en hinsvegar RTV (real time video). PLVaðferðinskilarmun betri gæðum en RTV, en til að taka inn videomyndir með PLV aðferðinni þarf sérhæfð tælci sem fáir aðilar búa yl'ir. Með því að stækka við videkortið má hins vegar taka inn og þjappa saman myndum með RTV aðferðinni, og þarf þá engan aukabúnað. Þjöppunaráhrif beggja aðferð- anna eru þó svipuð, um 100:1, og sem dæmi má nefna að 30-40 sekúndna videomynd geymd með þessum aðferðum tekureinungis um 6 MB. Vegna þessara eiginleika video- kortsins verður innan skamms boðið upp á lifandi myndir af völdum eignum í fasteigna- sýningakerfinu, sem eykur enn notagildi þess fyrir væntanlega kaupendur fasteigna. Framtíöin Eftir því sem tímar líða munum við sjá upplýsingakerfi sem byggja í ríkari mæli en áður á þeirri tækni sem kennd er við margmiðlun og er nú að slíta barnsskónum. Með þessu móti mun miðlun upplýsinga færast æ meir yfir á það form sem mannshugurinn skilur best, þ.e. myndrænt og hljóðrænt form. Kennsla, þjálfun, sölukerfi og alls kyns upplýsingakerfi, mögu- leikarnir eru óendanlegir. Margmiðlun er komin til að vera. 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.