Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 31
Desember 1992 Beinaþjónusta/ Leiðstjóraþjónusta Póstþjónusta Samskiptareglur AppleTalk, IPX, SNA TCP/IP, NetBios, DECnet Tungumál íslenska, enska, kínverska, rússneska Beinir hjá notanda Póstkassi Beinir á netmænu Pósthús/Pósthólf Netmæna 2Mb(E2) Frame Relay ATM FDDI ISDN SONET "Póstmæna" Póstmaður Flestar Bifreiðar Flugvélar Skip Bátar Möskvanet Gatnakerfi Eins og sjá má af þessum tölum þá er tenging í gegnum háhraða- netið sambærileg í netsvartíma við 56 Kbita SDLC línu. Hér skal hafa í huga að sýsluskrif- stofur eru tengdar með 64 Kbita línum við háhraðanetið (TCP/ IP umferðin) en Arnarhváll er tengdur með 128 Kbita línu (IPX og megnið af AppleTalk umferð- inni). Þessar tölur sýna að TCP/ IP umferð er hraðvirkari en IPX og AppleTalk yfir háhraðanetið. Við því er að biiast þar sem TCP/ IP er móðurmál beinanna í háhraðanetinu. Annarri umferð þurfa beinarnir að pakka inn í TCP/IP pakka, sem kostar tíma. Hvað er framundan? Ljóst er að tölvuheimurinn er og verður misleitur. I gangi munu verða nokkrir samskiptamátar, AppleTalk, DECnet, IPX, NetBios OSI, SNA/APPN og TCP/IP o.fl. Það eru engar líkur til þess að tölvuheimurinn verði nokkurn tíma einsleitur. En það gerir ekk- ert til, því víðnet munu verða byggð upp af fjöl- samskiptamáta beinum, sem gerir okkur kleift að tala um OPIN NET. Háhraðanet Pósts og sírna er mik- ilvægtskref íþessa átt hér á landi. Framhaldið verð- ur vonandi það að háhraðanetið þró- ist yfir í möskvanet með næga band- breidd, sem verður aðgengilegt öllum landshlutum. Sii virkni sem er í háhraðanetinu er best að skilja með samanburði við póstþjónustu. Nú er það svo að menn hafa verið að senda hver öðrum póst í mörg hundruð ár. A þessum tíma hefur "póstmænan" tekið miklum breytingum og orðið sífellt hrað- virkari og afkasta- meiri. Frá sendanda séð hefur lítið breyst; póstkassinn og bréfalúgan eru enn á sínum stað. Eins verður það með beinanet fyrir tölvusamskipti. Beinir hjá notandi verður á sínum stað hvernig sem burðarmænan þró- ast. Burðarnetið getur byggst á Frame Relay, ATM, FDDI, ISDN eða hverju öðru sem á eftir að koma fram. Notandanum má standa alveg á sama, svo frerni að hann fá þann svartíma í netinu sem hann býst við (og borgar fyrir). 31 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.