Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1992, Qupperneq 36

Tölvumál - 01.12.1992, Qupperneq 36
Desember 1992 samskipti við. Það má segja að hugmyndaflug þitt og sá tími er þú hefur séu einu takmörkin á því sem hægt er að gera. Hægt er að forrita þetta afar ná- kvæmlega og sumir hafa eytt alveg ótrúlegum tíma og mikilli þolinmæði í að forrita hreinustu snilldarverk sem nýta möguleika gervigreindar til hins ýtrasta. Forritunarmál það sem notað er, er afar sniðug hlutbundin útgáfa af C, sem kallast LPC eftir höfundi þess Lars Pensjö. Hefur forritun í þessu máli reynst mörgum góð undirstaða fyrir forritun í C++ og öðrum álíka málum enda er þarna hægt að kynnast hugtökum í hlut- bundinni forritun á afar skemmti- legan og áhugaverðan hátt. Forritun fer fram í skel sem svipar til unix þar sem hver öldungur hefur sitt heimasvæði fyrir sínar skrár og jafnframt aðgang að sameiginlegum skráarsöfnum er innihalda ýmsar upplýsingar og þá grunnhluti sem hann þarf að nota. Þarna er einnig um að ræða hópvinnu þar sem hópar fólks taka sig oft á tíðurn saman um að þróa í sameiningu stærri og tímafrekari verkefni. Þegar þessu æðra stigi leiksins er náð hefur þú ekki lengur áhyggjur af veraldlegum hlutum svo sem peningum og líkamlegu atgervi, heldur getur einbeitt þér að því að bæta leikinn og jafnframt að eiga samskipti við aðra leik- menn. Samskipti við aðra eru einmitt afar stór og jafnvel stærsti þáttur- inn þegar MUD er spilað og er félagslegi þátturinn ekki síst það semfólkeraðsækjasteftir. Þarna gefst möguleiki á því að kynnast fólki frá íjarlægum heimshlutum og eru mörg dæmi um vináttu- sambönd sem hafa orðið til í gegnum þennan leik. Þó nokkur fjöldi útlendinga hefur komið til íslands til að hitta vini sína sem þeir hafa kynnst í þessum leik og jafnframt eru þeir orðnir æði margir staðirnir erlendis þar sem íslenskir muddarar eru velkomnir gestir. Þessir menn hafa að sjálfsögðu hrifist ákaflega af landi og þjóð og margir ákveðið að korna aftur síðar með fleira fólki. Því má segja að þetta kerfi hafi þó nokkuð landkynningarhlutverk. Þarna gefst möguleiki á því að ræða hreinskilnislega um lífið og tilveruna án þess að aðrir þættirtrufli. Hefurfólkþvíeinnig kynnst afar náið þarna og eru rnörg dæmi þess að fólk hafi jafnvel kynnst lífsförunautum sínum í gegnum þetta kerfi. íslendingar á erlendri grundu hafa einnig haft þarna velkominn möguleika á því að hafa samskipti við landa sína móðurmálinu góða og halda þannig tengslum við föðurlandið. Einnig má minnast á það að forritunarmálið LPC býður að sjálfsögðu upp á fleiri nröguleika en skrýmslaútrýmingar. Ein afar athyglisverð nýjung er í Hollandi, þar sem háskóli einn rekur MUD kerfi sem er nákvæm eftirlrking af skólanum. Þar gefst verðandi nemendum kostur á því að tengjast kerfinu ogkynnast fyrirkomulagi skólans á frumlegan og skemmtilegan hátt. Þeir geta gengið um, rölt inn í stofur, hlustað á kennara og séð skólann í þessum gerviheimi áður en þeir verða raunverulegir nemendur þar. En víkjum nú að sögu muddsins. Þetta fyrirbæri varð upphaflega til út frá tilraunum Richard Bartle og Roy Trubshaw í gervigreind í byrjun níunda áratugarins við Háskólann í Essex og keyrði þar í VAX umhverfi. Síðar meir þróuðust svo aðrar tegundir af muddum, t.d. AberMUD, Tiny- MUD og það sem hefur náð mestri útbreiðslu á síðari árum LPMUD. Þessi kerfi eru öll í almenningseigu og er hægt að fá þau og setja upp án nokkurrar gjaldtöku. LPMud er það MUD sem lýst er í þessari grein. Það er kennt við Svíann Lars Pensjö, upphafsmann þess. Hann stofnaði LPMuddið Genesis í Gautaborg fyrir nokkr- um árum og dreifðist síðan þetta snjalla kerfi hans vítt og breitt unr heiminn. Er nú hægt að finna það íöllum heimsálfum. A nokki'- um stöðum í heiminum hafa þó sérstaklega myndast mudsamfél- ög þar sem áhuginn virðist vera sérstaklega mikill. Þarmá meðal annars nefna Amsterdam, Gauta- borg, Singapore og nú er Reykjavík að bætast í þann hóp. I dag eru um 200 stór, opin MUD íheiminum. A Islandi ereinungis eitt kerfi sem opið er öllum, starfrækt í dag, en eru þó uppi áform um uppsetningu á fleirum. Þó nokkuð er hinsvegar um það að áhugamenn um MUD séu með smærri kerfi á sínum heimilis- tölvum og á smærri fyrir- tækjakerfum, en þau eru þó ekki opin fyrir utanaðkomandi aðila og yfirleitt einungis ætluð sem þróunarumhverfi fyrir fólk sem hefur svo sett sköpunarverk sín fullkláruð inn á íslenska muddið. Islenska kerfið varð til fyrir um tveimur árurn og var notkun í fyrstu takmörkuð við vissa tíma dags, en nú er kerfið opið allan sólarhringinn. Þetta kerfi er á DecStation vél sem nefnist complex.is og er hægt að tengjast 36 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.