Vísir


Vísir - 27.08.1962, Qupperneq 1

Vísir - 27.08.1962, Qupperneq 1
YISIR úst. 1962. — 200 tbl. Dúna bjargaði barninu Nýju skattstjórarnir skipaðir í embætti Nýlega hafa nokkrir hinna nýju skattstjóra verið skipaðir. Er með- al þeirra skattstjórinn í Reykjavík. — Gagnger skipulagsbreyting var gerð í þessum efnum með nýju skattalögun- um í vetur og fer útnefn- ing hinna nýju skatt- stjóra fram í samræmi við hana. Skattstjóri í Reykjavík var skipaður Halldór Sigfússon. Hef ir hann sem kunnugt er gegnt embættinu langa hríð. Skattstjóri yfir Suðurlandi var skipaður Filippus Björgvins son viðskiptafræðingur. Filipp- us er ungur maður, ættaður af Suðurlandsundirlendi. Stundaði hann framhaldsnám við háskól- ann i Beifast, en hefir síðustu tvö árin unnið hjá Verklegum framkvæmdum. Skattstjóri yfir Vestur- landi var skipaður Jón Eiríks- son lögfræðingur. Jón gegndi skattstjóraembættinu í Vest- mannaeyjum. Skattstjóri á Akureyri var skipaður Hallur Sigurbjömsson. Hallur hefir gegnt skattstjóra- embætti á Akureyri í nær ára- tug eða síðan dr. Kristinn Guð- mundsson lét af störfum þar. Aðrir skattstjórar munu verða skipaðir á næstunni en samkvæmt lögum þá skulu þeir hafa verið skipaðir fyrir 1. okt. Það skilyrði var sett í lögunum að skattstjórarnir skyldu ann- að hvort vera viðskiptafræð- ingar eða lögfræðingar eða hafa langa reynslu að baki í þessum efnum. Það er fjármálaráðherra sem útnefnir skattstjórana, sam- kvæmt fyrirmælum hinna nýju laga. Banaslys í fyrrinótt Hér sjást Bjarni Bjarnason lög- bjarga barninu sem týndist í regluþjónn og sporhundurinn gær vestur við Hellissand. Lög- Dúna, sem hjálpuðu til við að Framhald á bls. 5. í fyrrinótt varð maður fyrir bif- reið á Grensásvegi móts við Breiðagerði með þeim afleiðingum að hann lézt af völdum meiðsla sinna í gærdag. Maðurinn hét Hall- dór Gunnar Sigurðsson til heimilis að Sigtúni 59. Hann var prentari að iðn og vann í prentsmiöju Vísis að Laugaveg 178. Halldór heitinn var fæddur 1936 og Iætur eftir sig konu. Um klukkan 2.30 í fyrrinótt, eða skömmu síðar var sex manna fólksbifreið ekið norður Grensás- veg og virðist hafa verið ekið all- hratt. Við stýrið sat ungur piltur, tuttugu og eins árs gamall og var hann einn í bllnum. Bifreiðarstjórinn segir sjálfur svo frá, að hann hafi ekki orðið Halldórs' var fyrr en rétt um það bil sem hann skall' á bifreiðinni, kveðst þó hafa séð til hans í ljós- geislanum frá bílnum rétt fyrir framan sig og hafi Halldór þá kom- ið á móti sér. Ökumaður hemlaði, en um seinan, enda bifreiðin á mikilli ferð, hve mikilli kvaðst bíl- stjórinn ekki geta gert sér grein fyrir, en lögreglan mældi 37 metra hemlaför á götunni á eftir, og gef- ur það nokkra hugmynd um að hraðinn hefur verið mjög mikill. Áreksturinn varð mjög harður og varð Halldór heitinn fyrir vinstra framhorni bifreiðarinnar, kastaðist upp á vélarhúsið og braut framrúðu bílsins auk þess sem bíll- inn dældaðist og skemmdist að öðru leyti að framan. Halldór kast- aðist að því búnu niður af vélar- húsinu vinstra megin og lá þar á götunni. Eftir þvi sem hemlaförin gáfu til kynna hefur bifreiðinni ver ið ekið á vesturhelmingi götunnar en nálægt miðju. Við slysið kom þvílíkt fát á öku- manninn, að hann hélt umsvifalaust af staðnum, en þegar hann var kominn á Sogaveginn við Réttar- holtsveg, hélt hann að bílasíma sem bifreiðastöðin Bæjarleiðir hafa þar og bað bifreiðarstjóra að gera lögreglu og sjúkraliði aðvart, en fékk að því búnu Ieigubíl af stöð- inni til að flytja sig á slysstaðinn, þar sem hann beið lögreglunnar. Er á staðinn kom var bifreiðar- stjóri frá Hreyfli kominn þangað, en rétt á eftir kom lögregla og sjúkrabifreið. Halldór var mjög illa leikinn, einkum á höfði og taldi lög reglan að þá þegar hafi verið auð- sætt að honum myndi ekki hugað líf. Hann var fluttur í Landakots- spítala og þar Iézt hann af völdum meiðsla sinna um kl. 2 í gærdag. ökumaður bifreiðarinnar, sem Framhald á bls. 5. / glampanum frá kastljósi sóst iítil hvít barnshönd Tveggja ára drengur fannst í djúpri holu eftir víðtæka leit Tveggja ára drengur týndist í gærdag við Lor anstöðina skammt frá Hellissandi. Var hafin geysiviðtæk leit að hon- um, sem stóð langt fram á nótt og tók á annað hundrað manns þátt í henni. Drengurinn sem heitir Sævar Pétursson fannst Ioksins með undursam- legum hætt niðri í djúpri gjótu skammt frá stað þeim sem hann hafði verið að leika sér. Var klukkan þá að verða 3 um nóttina. Hann hefði aldrei kom- izt sjálfur upp úr þessari gjótu og er því um björg un á lífi hans að ræða. Hann hafði sofið á botni holunnar. Þegar honum var hjálpað upp var honum orðið kalt en það eina sem hann sagði var: — Ég var bara að lúlla. Sporhundur hjálpaði Hér var um að ræða eina víðtækustu leit, sem gerð hefur verið. Á annað hundrað manns frá Loran-stöðinni og Hellis- sandi tóku þátt í henni. Auk þess var fjölmennur flokkur leit- arfólks frá Ölafsvík að bætast í hópinn um nóttina. Þá var flug- vél notuð við leitina, Ijóskastar- ar og gjallarhorn. Loks var kom ið með sporhund úr Reykjavík. UnnHnrinn hpfnði af nærfatnaði Sævar Pétursson. drengsins og rakti slóð hans út i hraunið. Ekki fann hundurinn þó drenginn, heldur missti af sporum hans. En segja má að hundurinn hafi hjálpað til, þvi að nú var hert leitin þar sem sporin týndust. Og þar skammt frá fannst drengurinn í holunni, sem er iy2 meters djúp en grasi gróið yfir opið svo að hol- an sést ekki. Lýst niður í holuna. Það var sem fyrr segir kol- Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.