Vísir - 27.08.1962, Síða 3

Vísir - 27.08.1962, Síða 3
Mánudagur 27. ágúst 1962. VISIR Aldaríjórðung í kasthríng Gunnar Huseby heiðruður í aldarfjórðung hefur Gunn- ar Huseby iðkað íþróttir af sinni alkunnu elju og á þeim tíma unnið fjölmargar vegsemd ir sem hafa glatt þjóðina alla, ekki sízt er hann varð Evrópu- meistari, fyrst í Osló 1946 og síðan í Briissel 1950. Fyrir 10-12 árum sfðan voru frjálsíþróttirnar stolt Islend- inga og heiður, þá áttum við marga af snjöllustu íþrótta- mönnum Evrópu og áttum tvo meistara á EM f Briissel meðan stórveldi eins og Rússar fengu aðeins eirm meistara. Á laugardaginn var blaða- mönnum boðið til kaffidrykkju að Hóte! Borg, en þar var Gunn ari Huseby afhentur fagur bik- ar frá Albert Guðmundssyni og Jakob Hafstein, tveim fyrrver- andi formönnum ÍR, „óvina" félags kappans Huseby, sem alltaf hefur verið KR-ingur, eins og kunnugt er. Er það rnæsta óvanalegt hér í togstreytunni milli félaga að Gunnar Huseby tekur við hinum fagra grip, sem þeir félagar Albert Guðmundsson og Jakob Hafstein gáfu honum í tilefni 25 ára afmælis hans í kasthringnum. forvígismenn félags heiðri mann úr öðru félagi fyrir vel unnin störf í þágu iþróttanna. „Pað var ekki siður gleðiefni okkur ÍR-ingum, þegar Gunnar vann stór afrek, við fögnuðum engu að siður, enda þótt marg- ur sigurinn hafi farið yfir til KR, í stað þess að falla i okk- ar hlut fyrir atbeina Gunnars", sagði Jakob er hann gerði grein fyrir bikarnum, sem Albert af- henti Huseby. Albert og Gunnar voru um árabil tveir mestu afreksmenn okkar í íþróttum, og voru á unglingsárum sínum beztu kunningjar, áttu við svipuð kjör að búa, höfðu ekki of mikið handa á milli, og völdu sér því iþróttirnar til viðurværis með- an kunningjarnir „skemmtu sér“. Albert sagði frá kynnum sínum og Gunnars og sagði með al annars að Gunnar hefði verið stórgóður knattspyrnumaður, en hefði ákveðið að helga sig kúluvarpi og kringlukasti og þá hætt öðrum íþróttum. Gunnar Huseby er fæddur 4. nóvember 1923 og er því 38 ára gamall. Mönnum varð brátt ljóst þvílikt gifurlegt efni var í Gunnari og 14 ára gamall setti hann sveinamet sem .seint eða aldrei verður slegið í kringlu- kasti. Þeir, sem héldu í mál- bandið stóðu við 50 metra strik ið og héldu sig vera í hæfilegri fjarlægð, þvi metið var aðeins 43 metrar rúmir. Kringlan flaug hins vegar yfir þá og i 56,77. Á Drengjameistaramótinu sýndi Gunnar fjölhæfni sína bezt. Þar gekk hann milli greina og vann í öllu. Var fjölhæfni hans við- brugðið, mjög fljótur með 11,4 í 100 m hlaupi, þolinn með 4: 50,0 í 1500 metrunum og ágæt- ur stökkvari, t.d. með rúma 6 metra í langstökki. Var hann talinn öruggur með að taka bæði met Sigurðar Friðfinns- sonar í þrautunum, en aldrei fór hann út í það enda ráðlagt af þjálfara að einbeita sér að köstunum. Árið 1955 var Gunn ar einn af 10 beztu kúluvörpur um í heimi og eins og fyrr greinir vann hann tvívegis á EM í kúluvarpi. íslandsmeist- ari hefur hann orðið 10 sinnum í kúluvarpi, 6 sinnum í kringlu kasti og tvisvar í sleggjukasti. Verðskuldaður sigur Akureyringa Reykjavíkurúrval tapar 0:3 i í tilefni 100 ára afmælis Akur- eyrarbæjar buðu norðanmenn knattspyrnumönnum frá höfuð- borginni til bæjarkeppni og fór sá leikur fram í gærdag. Akureyringar sýndu leik þessum mjög mikinn á- huga og virðingu. Lúðrasveit lék á undan, forystumenn héldu ræður og áhorfendur fjölmenntu á völl- inn. Hins vegar er skemmst frá því að segja, að áhugi- reykvískra knattspyrnumanna var jafnlítill eins og áhugi heimamanna var mikill. Það kom líka fram í úrslitunum, 3 — 0, stór ósigur Reykjavíkur. Bar- áttuvilji Reykjavikurmanna var enginn, viðleitni til samleiks sára- lítill og viljinn til sigurs kom aldrei fram í leik þeirra. Akureyringar sýndu alla þessa eiginleika í þessum leik sínum, og ef þeir leika á sama hátt gegn íslandsmeistarakandidötum Fram eftir hálfan mánuð, þá mega Fram- arar taka á honum stóra sínum. Frammistaða Akureyringa var með ágætum allan leikinn og sigur þeirra var fyllilega verðskuldaður, þó tvö síðustu mörkin og sérstak- lega það þriðja hefðu verið ódýr mjög. Leikurinn hófst með allgóðri sókn Reykvíkinga, sem þeir héldu uppi fyrstu 10 mfnútumar og fengu þá tvö allgóð tækifæri sem ekki nýttust. Eftir það náðu Akureyringar brátt tökum á leiknum, oft prýðilegu spili, þótt þeim reynd- ist nokkuð erfitt að finna leið- ina að marki. Eitt sinn léku þeir þó mjög skemmtilega í gegn, Skúli og Páll, sem endaði með því að Steingrímur fékk knött- inn, frír inni á markteig, en spyrnti i fátinu fram hjá opnu markinu. Þeir héldu þó sókn- inni uppi og er fimmtán mínútur voru eftir af hálfleiknum skor- aði Skúli með föstu skoti frá vítateig, f stöng og inn. Seinni hálfleikurinn leið að mestu stórtíðindalaust, og jafnaðist leikurinn nokkuð, þótt Akureyring- ar væru alltaf hættulegri, og oft var eins og markið lægi í loftinu. Þegar um 5 mínútur voru eftir kom það. Steingrímur einlék upp að markinu vinstra megin, gegnum 3 — 4 varnarleikmenn, missti af knettinum en fylgdi vel eftir og tókst að pota knettinum inn. Vel gert. Aftur sóttu Akureyringar og eftir hrapalleg mistök í vörn Reykvík- inga fékk Skúli knöttinn á víta- teigspunkti og var fljótur að not- færa sér tækifærið, með hörku- skoti, alls óverjandi fyrir Geir. Liðin. Akureyrarliðið átti góðan leik þennan dag. Þeim virðist stöðugt vera að fara fram, hafa enn bætt við sig frá leiknum við KR. Einar var öruggur 1 markinu, og Jón var sterkur, þótt honum yrði á nokkur mistök, sem hefðu getað orðið dýr- kgypt. Jakob var drjúgur sem fram- vörður og Skúli var bezti maður framlínunnar, ásamt Páli á hægri vængnum. Reykjavíkurliðið mætti jafnvel kalla B-lið. 4 landsliðsmenn KR tryggja sterkt efni og gott snið við hvert tækifæri STÓRAUKIN SALA SANNAR VINSÆLDIR VÖRUNNAR Útsala Tvíbreitt alullarefni í kjóla og buxur 127.00 kr. m. Léreft tvíbreitt 128.00 í sængurver. Lakaléreft 34.00 kr. meter. Kjólaefni 75.00 kr. í kjólinn. VERL. GUÐBJÖRGAR BERGÞÓRSDÓTTIR Öldugötu 29 —Sími 14199. í Evrópubikarinn | strandaðí hjá HSÍ-manni! j • „Við vissum ekkert fyrr en við lásum laugar-! dagsblað Vísis“, sagði Sveinn Ragnarsson, formað- • ur handknattleiksdeildar Fram, um þátttöku Fram! í Evrópubikarkeppninni í handknattleik, „hið sanna; mun vera að einn stjórnarmanna HSÍ átti að bjóða! okkur boðsbréfið um þátttöku í keppninni, en hjá; þessum góða manni strandaði það, og við verðum! að segja að við erum dálítið „súrir“ út af þessu, því; þa hefði e. t. v. verið athugandi að taka þátt í! keppninni“. ; Málið gerist nú nokkuð spennandi, einkum þar! eð franska handknattleikssambandið sem á að sjá; um keppnina, gefur út tilkynningu með þátttöku-S aðilum, og við sumar þjóðirnar er getið um lið það; sem keppir fyrir landið og er ísland þar á meðal,! þó ekki sé þess getið að Fram verði þátttakandi. Er; það leitt ef Framarar hafa þarna „misst af lestinni“í því öruggt má telja að við eigum erindi í keppnij sem slíka, því í engri grein íþrótta standa Íslend-I ingar jafn framarlega á alþjóðlegum vettvangi sem! í handknattleik. * komu ekki til greina í úrvalið vegna meiðsla og fjögur forföll önnur voru boðuð eftir að búið var að velja liðið. Ekki hefði það þó átt að koma að sök, og afsökun þeirra var engin. Geir stóð sig allvel I markinu, en öðrum leik- mönnum er vart hægt að hrósa. Þess skal getið, að Reykja\ og Akureyri hafa nú þrisvar le saman hesta sína í bæjarkeppn knattspyrnu og hafa Akureyring alltaf borið sigur úr býtum, sa: tals skorað 12 mörk gegn einu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.