Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR Föstudagur 31. ágúst 1962. Harka í Bikarnum: Keflvíkingar aftur í /. deild eftir tveggja ára fjarveru HAUKUR ÞORVALDSSON - iiorkhæstir í 2. deild > Haukur Þorvaldsson, Þrótti, 19 ( mörk. i Reynir Jónsson, Breiðabliki, 12 \ mörk. |Jón Jóhannsson, Keflavík, 10] mörk. | Högni Gunnlaugsson, Keflavík, J 10 mörk. ► Axel Axelsson, Þrótti, 9 mörk. | Ragnar Jónsson, Hafnarfirði, J 8 mörk. S/WSAAAAAAAAA/VWVSAA Yfirburðasigur þeirra yffir Þrótti í gærkvéidi — 3:1 Ágengir og ákveðnir sóttu Keflvíkingar að marki Þróttar í gærkvöldi og hvað eftir annað lá við að boltinn fengi aðgang að netinu, — en aðeins þrisvar þurftu varnarmenn Þróttar að ná í knöttinn, og var það vel sloppið, því lið Keflavíkur átti allan leik- inn að undanskildum 15 fyrstu mínútum síðari hálf leiks, en þá lék Þróttur vel og skoraði sitt eina mark. Greinilegt var strax i byrjun, að taugaóstyrkur var mikill meðal leikmanna Þróttar og Keflavíkur, er þeir hófu leik á döggvotum Laugardalsvellinum klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Þetta tókst Kefl- víkingum að harka af sér, en Þrótt- urum ekki. Keflvíkingar gáfu sjaldnast þumlung eftir, er barizt var um knöttinn, og tókst að ná einkayfirráðum á miðju vallarins, og þaðan dreifðu þeir spilinu til beggja handa og náðu oft ágætum leik, einkum þó framlínuleik, með Hólmbert Friðjónsson og Jón Jó- hannesson sem langhættulegustu menn, eldsnögga, ákveðna og lagna. Þróttarar gátu í fyrri hálfleik lít- ið gert annað en horft á hamfarir Keflvíkinga og í þau fáu skipti, sem þeir komust í taifæri við bolt- ann urðu þeir að láta í minni pok- ann í viðureign sinni við þungan og hálan völlinn, enda fæstir á knattspyrnuskóm sem ætlaðir eru fyrir grasvelli, heldur á skóm með Iitlum tökkum, ákjósanlegir á harðan malarvöll. Strax fyrstu mínúturnar dundu skotin á mark Þróttar og var skot Karls Hermannssonar hættulegast þessara skota. Hólmbert komst einnig í gott færi, en skot hans hitti illa og boltinn fór í boga að endamörkum inn á völl aftur, en þar var bjargað naumlega. Þróttar- ar komu ekki svo langt að til af- skipta markvarðar Keflavlkur leiddi fyrr en á 22. mínútu, þegar þeir áttu opið tækifæri við mark Keflavíkur, en það var varið naum- lega f horn af öðrum bakverðinum. Eftir 30 mínútna leik bar leikur Keflavíkur loksins ávöxt með marki sem Hólmbert skoraði lag- lega. Hann notfærði sér eyðu í vörn Þróttar og með boltann á tánum komst hann rétt inn fyrir vörnina og skaut óverjandi fyrir Þórð. Það var Jón Jóhannsson, sem gaf Hólm bert böltann laglega inn í eyðuna. í byrjun síðari hálfleiks var sem nýtt lið Þróttar gengi til leiks, menn sem að vísu börðust ekki ekki eins og um úrslitaleik væri að ræða, en léku fallega knattspyrnu, og héldu boltanum tímunum sam- an, þó án þess að veruleg hætta stafaði af, til þess vantaði meiri hraða og hreyfanleik í framlínuna. í 15 mínútur léku Þróttarar þann- ig, án þess að Keflvíkingar gætu komizt í nokkurt færi að ráði, en segja má að framlína Þróttar hafi unnið vörninni gott gagn með þvi að halda boltanum. Varnarmistök ollu marki Þróttar, en markvörðurinn hljóp út á teig- inn og ætlaði að kasta sér fyrir boltann, en varð of seinn, því Þrótt- arar höfðu náð boltanum og Jens Karlsson skoraði örugglega í mark- ið, sem varnarmenn reyndu að verja án árangurs. Markið var skorað á 16. mfnútu. Átta mínútum síðar voru Kefl- víkingar búnir að ná yfirhöndinni á ný og búnir að ógna marki Þrótt- ar hvað eftir annað. Jón Jóhannes- son lék á heldur Iélega varnarmenn Þróttar og skoraði glæsilega 2:1 Framhald á bls. 6. " ,;;,v,v.inhúu**u> J- ' - • * / (''W • •• . .. . ’ ■ .... . /I•' - >> H- ....* " ^ '■ '"♦Míah+'-m..............'"*• . ..: ' . / : :: ; ................./ .... ' ■:: • >: Þróttarar verjast ásókn Keflvíkinga. Hólmbert að skjóta. Tvö jafntefli hjá Breiðabl. og Vtking í fyrrakvöld fór fram f Hafnar- firði, óháðum Ieikvelli, annar leikur 2. deiidarliðanna Breiðabliks og Vík ings í Bikarkeppninni. Var leikur- inn háður á hlutlausum velli þar eð aðilarnir höfðu skilið jafnir í Ieik í Reykjavík fyrir nokkru. Enn lauk leiknum með jafntefli og varð að hætta við svo búið, og verður að koma þriðja leiknum á til að fá úr því skorið hvort liðanna fær að halda áfram í keppninni. Víkingar skoruðu fyrsta markið í leiknum, en Kópavogspiltarnir jafna fljótlega og komast svo marki yfir. í hálfleik var staðan 2:1 fyrir Breiðablik. Víkingar jöfnuðu I síð- ari hálfleik, en Breiðablik skorar 3:2 og Víkingar jöfnuðu aftur 3:3. Víkingar skoruðu að vísu tvivegis eftir þetta, en bæði voru þau mörk dæmd ógild. Leikurinn var oft harður og glannalegur á báða bóga og undir lokin var harkan orðin svo mikil að engu munaði að upp úr syði. 1 kvöld verður reynt að fá úrslit úr öðrum svipuðum leik, milli Þróttar (b) og Vals (b), en þau lið skildu einnig jöfn, 4:4. Það lið sem þá sigrar leikar svo daginn eftir við A-lið ÍBK, en verði jafntefli getur leikurinn ekki farið fram fyrr en eftir að ÍBK kemur úr ferðalagi sínu til Færeyja, en þeir halda utan á sunnudag og verða 3 vikur í ferðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.