Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 2
VISIR Föstudagur 31. ágúst 1962. £ðfc V&0 ti=i ^ izæzææa mmm fi æa ^ Kefívíkingar aftur í 1. eftir tvegg/a ára fjarveru Yfirburðasigur þeirra yfir Þrótti í gærkvöldi — 3:1 Ágengir og ákveðnir sóttu Keflvíkingar að tnarki Þróttar í gærkvöldi og hvað eftir annað lá við að boltinn f engi aðgang að netinu, — en aðeins þrisvar þurftu varnarmenn Þróttar að ná í knöttinn, og var það vel sloppið, því lið Keflavíkur átti allan leik- inn að undanskildum 15 fyrstu mínútum síðari hálf Ieiks, en þá lék Þróttur vel og skoraði sitt eina mark. Greinilegt var strax I byrjun, að taugaóstyrkur var mikill meðal leikmanna Þróttar og Keflavíkur, er þeir hófu leik á döggvotum Laugardalsvellinum klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Þetta tókst Kefl- víkingum að harka af sér, en Þrótt- urum ekki. Keflvlkingar gáfu sjaldnast þumlung eftir, er barizt var um knöttinn, og tókst að ná einkayfirráðum á miðju vallarins, og þaðan dreifðu þeir spilinu til beggja handa og náðu oft ágætum leik, einkum þó framlinuleik, með Hólmbert Friðjónsson og Jón Jó- hannesson sem langhættulegustu menn, eldsnögga, ákveðna og lagna. Þróttarar gátu í fyrri hálfleik lít- ið gert annað en horft á hamfarir Keflvíkinga og í þau fáu skipti, sem þeir komust í talfæri við bolt- ann urðu þeir að láta í minni pok- ann 1 viðureign sinni við þungan og hálan völlinn, enda fæstir á %"Jr w' W^^jié » Sigurvegarar í 2. deild 1962, — lið Keflavíkur ásamt þjálfaranum Guðbirni Jónssyni. knattspyrnuskóm sem ætlaðir eru fyrir grasvelli, heldur á skóm með Iitlum tökkum, ákjósanlegir á harðan malarvöll. Strax fyrstu mínúturnar dundu skotin á mark Þróttar og var skot Karls Hermannssonar hættulegast þessara skota. Hólmbert komst einnig í gott færi, en skot hans hitti illa og boltinn fór í boga að endamörkum inn á völl aftur, en þar var bjargað naumlega. Þróttar- ar komu ekki svo langt að til af- skipta markvarðar Keflavíkur leiddi fyrr en á 22. mínútu, þegar þeir áttu opið tækifæri við mark Keflavíkur, en það var varið naum- lega í horn af öðrum bakverðinum. Eftir 30 mínútna leik bar leikur Keflavíkur loksins ávöxt með marki sem Hólmbert skoraði lag- lega. Hann notfærði sér eyðu í vörn Þróttar og með boltann á tánum komst hann rétt inn fyrir vörnina og skaut óverjandi fyrir Þórð. Það var Jón Jóhannsson, sem gaf Hólm bert böltann laglega inn í eyðuna. í byrjun síðari hálfleiks var sem nýtt lið Þróttar gengi tii leiks, menn sem ' að vfsu börðust ekki ekki eins og um úrslitaleik væri að ræða, en léku fallega knattspyrnu, og héldu boltanum tímunum sam- an, þó án þess að veruleg hætta stafaði af, til þess vantaði meiri hraða og hreyfanleik 1 framlínuna. 1 15 mlnútur léku Þróttarar þann- ig, án þess að Keflvíkingar gætu komizt í nokkurt færi að ráði, en segja má að framlína Þróttar hafi unnið vörninni gott gagn með þ'ví að halda boltanum. Varnarmistök ollu marki Þróttar, en markvörðurinn hljóp ut á teig- inn og ætlaði að kasta sér fyrir boltann, en varð of seinn, því Þrótt- arar höfðu náð boltanum og Jens HAUKUR ÞORVALDSSON - ftNarkhæstir í 2. deild • Haukur Þorvaldsson, Þrótti, 19 mörk. , Reynir Jónsson, Breiðabliki, 12 mörk. jJón Jóhannsson, Keflavík,'10 mörk. [Högni Gunnlaugsson, Keflayík, 10 mörk. tAxel Axelsson, Þrótti, 9 mörk. [ Ragnar Jónsson, Hafnarfirði, 8 mörk. Karlsson skoraði örugglega í mark- ið, sem varnarmenn reyndu að verja án árangurs. Markið var skorað á 16. mlnútu. Átta mínútum síðar voru 'Kefl- víkingar búnir að ná yfirhöndinni á ný og búnir að ógna marki Þrótt- ar hvað eftir annað. Jón Jóhannes- son lék á heldur lélega varnarmenn Þróttar og skoraði glæsilega 2:1 Framhald á bls. 6. Harka í Bikarnum: Tvö jafntefli hjá reiðabl. og Víking Þróttarar verjast ásókn Keflvíkinga. Hólmbert að skjóta. í fyrrakvöld fór fram í Hafnar- firði, óháðum leikvelli, annar leikur 2. deildarliðanna Breiðabliks og Vík ings í Bikarkeppninni. Var leikur- inn háður á hlutlausum velli þar eð aðilarnir höfðu skilið jafnir i Ieik f Reykjavík fyrir nokkru. Enn lauk leiknum með jafntefli og varð að hætta við svo búið, og verður að koma þriðja leiknum á til að fá úr því skorið hvort liðanna fær að halda áfram í keppninni. Víkingar skoruðu fyrsta markið í leiknum, en Kópavogspiltarnir jafna fljótlega og komast svo marki yfir. í hálfleik var staðan 2:1 fyrir Breiðablik. Víkingar jöfnuðu I síð- ari hálfleik, en Breiðablik skorar 3:2 og Víkingar jöfnuðu aftur 3:3. Víkingar skoruðu að vísu tvívegis eftir þetta, en bæði vpru þau mörk dæmd ógild. Leikurinn var oft harður og glannalegur á báða bóga og undir lokin var harkan orðin svo mikil að engu munaði að upp úr syði. í kvöld verður reynt að fá úrslit úr öðrum svipuðum leik, milli Þróttar (b) og Vals (b), en þau lið skildu einnig jöfn, 4:4. Það lið sem þá sigrar leikur svo daginn eftir við A-lið IBK, en verði jafntefli getur leikurinn ekki farið fram fyrr en eftir að ÍBK kemur úr ferðalagi sínu til Færeyja, en þeir halda utan á sunnudag og verða 3 vikur í ferðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.