Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. sept. 1962 VISIR Fararstjóri kommúnist- anna týndi vegabréfunum Hópur íslenzkra komm- únista er nú í mikilli lysti- reisu með rússneska lúxus skipinu Kalinin um Eystra saltið. Er förinni síðan heitið víða um Sovétríkin til Moskvu og Svartahafs- ins, Kákasus og loks til Berlínar. Þegar Kalinin kom til Stokkhólms fyrir nokkrum dögum munaði minnstu að illa færi fyrir íslendingun- um, því að fararstjóri þeirra týndi öllum gögn- um einhvers staðar í borg- inni. Fararstjórinn varð skelfingu lost inn, þegar hann varð þess allt í einu var, að hann hafði týnt ferðaáætlun, 1200 sænskum krón- um í peningum og öllum vegabréf- um íslenzku þátttakendanna. En án vegabréfanna var útilokað að íslendingamir fengju að koma aft- ur um borð í skipið og hefðu þeir þá misst af allri Iystireisunni. t öngum sínum sneri fararstjór- inn sér til sænsku lögreglunnar. Það voru aðeins þrjár klukkustund- ir, þar til skipið skyldi sigla úr höfn svo nú vom góð ráð dýr. Lög reglan spurði hvar fararstjórinn héldi að hann hefði tapað plögg- unum. Líklegast í sporvagni sem gengur eftir línu-52. Lögreglan setti allt af stað. Hún sendi bíla með sirenum og rauðu ljósi til að Ieita uppi alla spor- vagna sem ganga eftir línu 52, en þeir eru æði margir. Sporvagn- arnir voru stöðvaðir og vagnstjór- ar spurðir út úr og leitað í vögn- unum. Rækileg leit var gerð í endastöðinni í Hjorthagen, sem íslendingurinn hafði staðið í um tíma og sporvagnavörðurinn sendi bíla af stað til áð leita að plögg- unum. Stundarfjórðung áður en skipið skyldi leggja úr höfn komu plöggin Ioksins I leitimar. Það var þrettán ára stúlka að nafni Kerstin Olsson sem hafði fundið þau við blaðaturn einn í Hjorthagen skammt frá enda stöð sporvagnanna. Nú sendi lög- reglan sírenubíl af stað til að sækja þau og ók íslendingnum nið ur að skipi. Hann og ferðahópur- inn íslenzki komst um borð f skip sitt þremur mínútum áður en Kalin in átti að leggja af stað. Svo að nú geta þeir haldið áfram ferðinni suður eftir steppum' Rússlands. Hun f rænka mín fyrsta leikrit Þjóðieikhússins Æfingar hófust hjá Þjóðleikhús- inu um s.l. mánaðamót á leikritinu „Auntie Mame“, sem hefur hlotið nafnið Hún frænka mín, í ís- Ienzkri þýðingu. Leikritið verður frumsýnt um 20. þ. m. Höfundar leiksins eru Jerome Lawrence og Robert Lee, en þeir sömdu leikinn eftir samnefndri skáldsögu Patricks Dennis. Leik- ritið var fmmsýnt í New York ár- ið 1956 og var sýnt þar samfleytt í þrjú ár. Hin þekkta kvikmyndaleik- kona, Rosalind Russell, lék titil- hlutverkið, og talið er, að leikur- inn hafi verið skrifaður fyrir hana. Það er skemmst frá því að segja, að gamanleikur þessi varð með af- brigðum vinsæll og hefur síðan farið sigurför um allan heim. Árið 1958 var gerð kvikmynd eftir leiknum, og lék Rosalind Russell þar einnig aðalhlutverkið. Kvik- myndin hefur að undanförnu verið sýnd í Austurbæjarbíói við mikla hrifningu. Höfundur sögunnar „Hún frænka mín“ er sem fyrr segir Patrick Dennis. Hann hefur skrifað þrjár metsölubækur í Bandaríkjun- um, og er frænkan“ ein af þeim Hinar eru The Pink Hotel og Love and Sargent. Patrick Dennis er einnig bókmenntagagnrýnandi við New Republic í Bandaríkjunum. Gunnar Eyjólfsson setur leikinn á svið í Þjóðleikhúsinu. Leiktjöld eru gerð af Lárusi Ingólfssyni, en Bjarni Guðmundsson hefur þýtt leikinn. Aðalhlutverkið „frænkan" verður leikið af Guðbjörgu Þor- bjarr "dóttur, en alls koma fram um 25 — 30 leikarar í leiknum. Sautjánda brúðan. Um næstu mánaðamót verður svo önnur frumsýning hjá Þjóð- leikhúsinu á ástralska leikritinu Sautjánda brúðan, eftir Ray Lawier. Leikrit þetta var æft á s.l. vori, og er Baldvin Halldórsson leikstjóri, en aðalhlutverk verða Ieikin af Jóni Sigurþjörnssyni. Róbert irr.finnssyni, Herdísi Þor- valdsdóttur og Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur. Kerstin litla skilaði einnig sam- vizkusamlega 1200 krónum, en ís- lenzki fararstjórinn var stúlkunni mjög þakklátur og gaf henni 10 krónur í fundarlaun. Kerstin litla kvaðst vera mjög glöð yfir að vinna sér inn 10 krónur. Sagðist hún ætla að fara f bíó seinna um daginn fyrir peningana. Helgi Dan. — Framh. af 16. síðu: Varla er að efa að Helgi með sína 20 landsleiki, reynslu og hæfi leika, falli Skotunum vel f geð með markvörzlu sinni, svo allt eins má nú búast við þvf að Skotarnir hafi þarna krækt í annan íslenzkan knattspyrnumann. Motherwell, félagið sem býður Helga er mjög gott 1. deildar lið og er sagt leika beztu knattspyrnu þar í landi f dag. Síldin - Framhald af bls. 1. Iega að sú tala sé nærri sanni. Eins og fyrr segir fengu aðeins 6 skip afla í gærdag. Öll þau skip sem enn eru fyrir norðan voru á miðunum í gærdag. Urðu flestir varir við allmikla síld, en hún var stygg og lá djúpt svo illmögulegt var til veiða. Skipin sem fengu afla voru: Vfðir II. 1000, Jón Garð- ar 500, Náttfari 850, Steinunn 400, Bergvfk 650 og Skarðsvfk 400. í morgun höfðu aðeins tvö skip kastað en ekki orðið vör. Allt út- lit er nú fyrir að slldveiðinni sé að mestu lokið. Veðurspá er slæm nyrðra og eystra og horfur því síður en svo góðar. Þrátt fyrir þetta er allt fullt af síld á Raufarhöfn og víðar, og bræðsla í fullum gangi. Væntan- Iegt er til Raufarhafnar stórt lýsis skip sem mun taka þar 500 tonn af lýsi. Samkomulag — Framhald af bls. 1. þau grundvallaratriði, sem sam- komulag náðist um í nótt, það hefir ekki verið látið uppskátt ennþá. Það skiptir mestu, á þessu stigi málsins, að geta sagt þær fréttir, að fulltrúar bænda og neytenda muni ná samkomulagi. Það þýðir að sjálfsögðu að afstýrt verður þeirri sölustöðvun á Iandbún- aðarvörum, sem komið hefir til orða og ályktun var gerð um á fundi Stéttarsambands bænda nýlega. VerðlagsgrundvöIIur sá, sem nú er samið um, gildir frá 1. september þessa árs til 1. sept- ember 1963. Strætisvagnastjórarnir hafa einnig nóg að gera í dag, því þeir þurfa að afhenda hverjum og einum farþega umferðarspjald. Við afturdyr situr svo annar maður sem tekur við spjöldunum þegar farþegamir fara út og merkir inn, hvar viðkomandi fer út. Umferðarkpnnunin Framhald af bls. 1. miðunum og merkir á þá útkomu- stað. Hjá leigubílstjórunum er einnig nóg að gera. Þéir verða að merkja ef vel á að vera, við alla þá staði og hvern farþega sep um getur í dag. . Þetta kann í fyrstu að vera nokkuð verk, en allir þeir sem við áttum tal við í morgun voru sam- mála um að „þetta væri ósköp fyrirhafnarlítið þegar maður er kominn af stað“. vegna Ben-Gurion íslenzka lögreglan hefur gert allmiklar öryggisráðstafanir vegna komu Ben-Gurions, enda ævinlega venja að gera slíkar ráðstafanir til að tryggja öryggi erlendra þjóð höfðingja. Þetta á þó kannski enn frekar við í sambandi við Ben- Gurion, vegna þess að þráfaldlega hafa verið gerðar tilraunir til að ráða hann af dögum. Það er öllum kunnugt, að Arabaríkin eru svarn- ir óvinir ísraels og hafa strengt þess heit að tortíma ríki þeirra. Það kom fram f samtali, sem Vísir átti við lögreglustjóra, Sigurjón Sigurðsson f morgun, að það er einkum vegna þessarar hættu, sem öryggisráðstafanirnar eru gerðar. Menn muna ef til vill einnig eftir því, að nokkrir óspektarunglingar með nazistatilburði reyndu að hafa sig í frammi, þegar utanríkisráð- herra ísraels, frú Golda Meir, kom hingað í fyrra, en þá tók lögreglan þá úr umferð, og sagðist lö.greglu stjóri ekki óttast, að þeir hefðu sig í frammi nú, enda hefði þeirra ekki orðið vart síðan í fyrra. Auk hinna íslenzku lögreglu- manna, sem munu fylgja hinum er- lendu gestum eftir, verður einnig með í för þeirra flokkur öryggis- varða frá ísrael, og hingað er þeg- ar kominn starfsmaður öryggis- ráðs ísraels. Gabriel að nafni, og hefur hann kynnt sér ýmsar að- stæður á þeim stöðum, sem Ben- Gurion og föruneyti hans mun fara um. Afmæli 60 ára er í dag Dagbjört Ás- geirsdóttir, Laugavegi 69. Verður hún stödd á heimili systur sinnar Háuhlíð 10. Patrick Dennis. Sýnmgarhöllin — Framh. af 16 síðu: og frost verða úr sögunni með vorinu, og síðan tekið til við önn ur verkefni í sambandi við bygg- inguna, svo að unnt ætti að verða að láta þá áætlun standast, sem gerð var 1 öndverðu að verktak inn, Almenna byggingafélagið, skili byggingunni í hendur eigendum 1. september næsta ár. Jafnvel hefir komið til orða, að rsta sýningin. sem haldin verður í byggingunni verði á næsta hausti, en um það verður ekkert sagt nán ar að svo stöddu. Brezkur togari tek- inn við Austurland Brezkur togari var tekinn að ólöglegum veiðum fyrir Aust- fjörðum í nótt. Hann gerði til- raun til að komast undan, en hún misheppnaðist og er hann nú kominn til Seyðisfjarðar. Þetta var togarinn Northem iewel frá Grimsby. Varðskipið Jðin:: kon a£ honum þar sem hann var að veiðum um 1 % sjómilu fyrir innar landhclgi út af Glettinganesi. Togarinn var með talsverðan afla eða um 900 kassa og gerði skipstjórinn tilraun til að kom- ast undan. Hjó hann af sér vörpuna og stefndi til hafs. En Óðinn hafði fullkomlega við honum og nam togarinn staðar eftir nokkur aðvörunarskot. Síðan fylgdi Óðinn honum inn til Seyðisfjarðar, þar sem mál skipstjórans verður tekið fyrir seinna í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.