Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 6
6 V 1 S / R Miðvikudagur 12. sept. 1962 Menntamálaráðuneyti Sovétríkj- anna hefir boðið Menntamálaráðu- neyti Islands að halda sýningu á málverkum eftir Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjar- val í Moskvu. Þessu hefir verið j tekið, að sögn blaðafulltrúa sendi- j ráðs Sovétríkjanna hér í Reykjavík j og verður þessi sýning haidin í i Pushkin-safninu í Moskvu, einum stærsta sýningarsal borgarinnar.1 Ekki er fastákveðið hvenær sýn- ing þessi verður opnuð, en að öll- um líkindum verður það í nóvem- bermánuði í haust. Ákveðið mun hafa. verið að Ragnar Jónsson forstjóri sjái um þessa sýningu og mun hann vænt- anlega fara sjálfur til Moskvu þeirra erinda. Kjarval hefir verið boðið persónulega til Moskvu í sambandi við sýninguna. Húsbændur staðarins, hjónin fyrir innan borðið deila sviðum og öðru góðgæti til gesta.' Frá skáiunum við Geitháls Lögreglan í Reykjavik og bæjarfógetinn í Hafnarfirði létu fyrir nokkru til skarar skriða vegna óreglu við veitingaskála á Gcithálsi eins og skýrt var frá f blaðinu nýlega. Þar var í skjóli þess að hann var stað- settur um átta metra frá borg- armörkum Reykjavíkur. í fyrstu þótti þessi greiða- sala þægileg þjónusta við fcrða- fólk, sem átti leið um þjóðveg- inn, en bráðlega kom að þvi að Herbergið i gamla húsinu hefur upp á ýmis konar þægindi að bjóða, m.a. legubekk og svefnpoka. unglingar tóku að flykkjast þangað til svalllífis og stuðlnði m. a. að því að eigendurnir komu glymskratta „juke box“ fyrir í skálanum. En auðvitað er óeðlilegt að viðhalda slíkri veitingasölu að næturlagi án þess að gæta þess að sterkri löggæzlu sé haldið uppi. Nú hefur það orðið úr, að veitingaskálanum verður lokað kl. 11 á kvöldin og verður hanti við það eins og aðrir veitinga- skálar, sem veita þjónustu með venjulegum lokunartíma og ætti svallorðið þá að hverfa af hon- um. Myndirnar, sem hér fylgja, sýna afgreiðslu í skálanum, þtr sem ferðafólk fær þjónustu. Hin myndin sýnir hinn einkennilega næturgististað í gamla Geitháls- skálanum, þar sem allur almenn ingur vlrðist hafa aðgang að herbergi með dívan. KVEIKT í HÚSI k BLÖNDUÓSI? Aðfaranótt mánudagsins 3. sept. s.l. kviknaði I húsi, sem var í bygg- ingu norður á Blönduósi og hlut- ust verulegar skemmdir af völdum eldsins. Hús þetta var byggt á vegum ríkisins og var ætlað sem ibúðar- og skrifstofuhús fyrir rafveitustjór- ann á Blönduósi. Það var einnar hæðar og nokkuð á 2. hundruð fer- metra að flatarmáli. Búið var að ganga frá múrhúðun hússins að utan og plasteinangra það að inn- an, auk þess sem búið var að ein- angra loftið með steinull. Eldsins varð vart síðari hluta ► Þýzki hlauparinn Heinz Schu- lann fékk tlmann 10.1 í 100 m. á íiklu frjálsíþróttamóti í Bremen á unnudaginn. Ekki verður árangur ans þó talinn metjöfnun, þar eð leðvinds gætti um of. nætur, eða um kl. 3.30 og var slökkviliðinu þegar gert aðvart, en það fékk ekki ráðið við neitt, þvi einangrunin fuðraði öll upp í einni svipan og varð af mikið bál. Greinilegt var þegar að þarna var um mikið tjón að ræða, en gæti þó verið nokkru meira en j virtist í fyrstu. Er eftir að rann-1 | saka að hve miklu leyti eldurinn j hefur haft áhrif á steypuna í veggj- ' um hússins. Sáust merki þess, að ! þeir höfðu sprungið en hvort hægt , er að gera við þá með auðvelau móti eða ekki, er eftir að rann- saka. Ekki þótti neitt benda til að þarna gæti verið um sjálfsíkveikj- un að ræða og ekki annað sýnna en kveikt þafi verið í húsinu af mannavöldum. Óskaði sýslumaður Húnvetninga eftir því að rannsókn- i arlögreglumenn yrðu sendir héðaní úr Reykjavík til að taka að sér rannsókn málsins. Fóru þrlr lögreglumenn frá rann- sóknarlögreglunni norður, tóku skýrslu af fjölda manns og féll þá j grunur á ungan mann á staðnum, | sem verið hafði ofurölvi umrædda | nótt, en hann kvaðst ekkert muna j af því, sem skeð hafði um nóttina j og heldur engir, sem sannað gátu j á hann verknaðinn. Varpað út úr bifreið í fyrrinótt kvörtuðu íbúar við Berg staðastræti undan því við Iögregl- una að ófriðsamlegt væri þar f götunni og svefnfriður naumur. Hafði komið þar til einhverra átaka í eða við bifreið og sást er manni nokkrum var hrint eða varp að út úr bifreiðinni með þeim af- leiðingum að hann féll við og rot- aðist. Að því búnu hélt bifreiðin áfram. Lögreglan kom á staðinn, en þá hafði maðurinn raknað til með- vitundar á meðan og komizt höim til sln af sjálfsdáðum. Málið er nú rannsókn. Laugarásbfó sýnir um þessar, mundir mynd, sem er /í algerum sérflokki. Nefnist hún á ensku Ana- tomy of a murder og hefur á ís- lenzku hlotið nafnið Sá einn er sekur. Myndin gerist I smábæ I Michigan og fjallar um réttarhöld, sem stafa af því, að hermaður nokkur myrðir mann, sem nauðg- að hafði konu hans. Lögfræðingur- inn, sem tekur að sér vörn her- mannsins, er leikinn af James Stew art. Leysir hann hlutverk sitt af hendi með stakri prýði. Lee Re- mick leikur eiginkonuna, sem nauðgað var. Hún hafði tilhneig- ingu til að ganga í þröngum bux- um og þröngri peysu, enda falleg mjög. Leaurinant Mannion sem morðið framdi, leikur Ben Gazarra I og fara þau bæði ágætlega með hlutverk sín. Einna mesta athygli mun þó vekja Joseph, Welch I hlutverki dómarans. Welch er sjálfur dóm- ari og hefur aldrei leikið fyrr. Ekki verður þess þó vart, því að leik- ur hans er með mestu snilld. Það er óvenjulegt að sjá mynd, sem er vel gerð af öllum aðilum, leik- stjóra, höfundi og leikurum, en það er þessi mynd. Að lokum er ástæða til að minnast á undirleik- inn I myndinni, sem er saminn og fluttur af Duke Ellington og hljóm- sveit hans. Er þar um að ræða eitt það bezta, sem völ er á I „mod- ern jazz“. Mynd þessa skyldu sem flestir sjá. ós. Tveir eldsvoðar Mikill hluti Slökkviliðs Rvíkur var kallaður út s.l. mánudag. Var hér um að ræða tvo minniháttar bruna. Það var kl. 10,30 sem slökkviliðið var kallað að Hraðastöðum í Skerjafijjði, en þar hafði kviknað I olíufýringu og var eldurinn slökktur á skömmum tírna. Myndin sýnir brunaliðsmann búinn reyk- grímu sem býr sig undir að fara inn I reykfylltan miðstöðv- arkjallara. Kl. 10,46 var slökkviliðið kallað að Saurbæ I Kjós, en þar var eldur laus í gamla bæn- um. Einn brunabiil var sendur á vettvang, ásamt fimm mönn- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.