Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 8
8 Otgetandi Blaðaútgdtan \/lSIR Ritstiórar Hersteinn PaLson Gunnar G Schram Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Porstemn ö Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingóltsstræti 3 Áskriftargjald er a5 kró..ur á mánuði I lausasölu 3 kr eint — Sími 11660 (5 llnur). Prentsrhiðja Vísis. — Edda h.f. Hvað á búvaran oð kosta? Í septembermánuði á ári hverju er lögum sam- kvæmt ákveðinn verðlagsgrundvöllur landbúnaðar- vara, og verð búvörunnar reiknað samkvæmt því og gildir það síðan verðlagsárið á enda, eða til næsta september-mánaðar. Nú stendur fyrir dyrum að taka ákvörðun í máli þessu, og verður að líkum gert fyrir lok þessarar viku. Samkomulag hefir ekki náðst milli fulltrúa neyt- enda og bænda um hið nýja verð, og ber að sögn mikið á milli. Framleiðendur munu fara fram á sem \ næst fjórðungs hækkun eða 24 af hundraði, en full- trúar neytenda aðeins fáanlegir til að bjóða fjórðung þess, eða sex af hundraði. Þar stendur hnífurinn í kúnni, og geti þessir tveir aðilar ekki orðið sáttir um verðlagið, mun málinu verða skotið til yfirdóms. Fyrir því hefir verið mikill áróður að undanförnu, að bændur sé svo illa haldnir, að annað eins hafi aldrei þekkzt hér á landi. Hefir einn þeirra sárafáu bænda, er Framsóknarflokkurinn sendir á þing, sagt í grein, að viðreisnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar séu búnar að gera jarðir bænda verðlausar, svo að enginn hafi leng- ur áhuga á búskap. Annar áróður Framsóknarflokks- ins er mjög í samræmi við þessa gáfulegu staðhæf- ingu, og miðast allur við að reyna að æsa bændur og reita þá til reiði. í þessu máli, sem öllum öðrum, er snerta kaup- gjald og verðlag í landinu, verða menn að koma fram af skynsemi, gætni og þegnskap. Það er alltaf affara- sælast. En Framsóknarflokkurinn hugsar ekki um það. Hann á sér aðeins eitt áhugamál — að gera núverandi ríkisstjórn sem erfiðast fyrir og sem mesta bölvun, hverjar sem afleiðingarnar verða um síðir og jafnvel verstar fyrir þá, sem sá flokkurinn telur sig sérstak- an málsvara fyrir. Umferðarkönnunin í dag og á morgun er gerð tilraun til að komast að því með nokkurri nákvæmni, hvemig höfuðstraum- ar liggja í umferðinni í Reykjavík og grennd. Skipu- lagsnefndir gangast fyrir athugun þessari, og er hún í sambandi við undirbúning gatnakerfis framtíðarinn- ar eða um tveggja áratuga skeið. Umferðarmálin eru svo mikilvægur þáttur í öllu lífi manna, þegar búið er í þéttbýli eða á næstu grös- um við það, að mjög er mikilvægt, að vel sé séð fyrir samgönguæðum. Til þess að það sé hægt, er nauðsyn- legt að þeir, sem leggja eiga á ráðin, fái sem réttasta mynd af helztu straumum í umferðinni. Til þess að það megi verða, eru vegfarendur allir hvattir til góðr- ar samvinnu við þau yfirvöld, sem gangast fyrir um- ferðarkönnuninni. 'i11niij ix J 11A.11 a!l k L í i i i i l i. i i i< i \ . VISIR Miðvikudagur 12. sept. 1962 Teikaing þessi sýnir hvemig hugsanlegt er að Þjóðhildarkirkja hafi litið út. Býli Eiríks : sést við ströndina vinstra megin á myndinni. Fyrsta kristna kirkja V estur heims Fyrir nokkru er lokið rann- sóknum danskra fomleifafræð- inga í Bröttuhlíð í Grænlandi, þar sem grafin var upp hin forna Þjóðhildarkirkja. Wale's- maðurinn Gwyn Jones, sem er mjög kunnur hér á landi skrif- aði fyrir fáum dögum grein um Þjóðhildarkirkju ( Berlingske Aftenavis) og fara hér á eftir kaflar úr greininni: Stærð kirkjunnar. Aðalverkefni fornleifaleið- angursins til Bröttuhllðar var að grafa upp Þjóðhildarkirkju og kirkjugarðinn umhverfis hana. Menn komust að því við uppgröftinn, að kirkjan \hefur verið minni en menn ætluðu í fyrstu. Ummál hennar hefur verið um sex metra lengd og fimm metra breidd. Innanmál hefur verið 5 metrar á lengd og breiddin um 3% metri í aust- urenda og um 4 metrar I vest- urenda. Norður, suður og aust- urveggir hafa verið um 4 fet á þykkt og hafa verið upphlaðnir úr torfi um 5 fet á hæð. Allar þessar tölur eru áætlaðar, þvi að það er erfitt að fá fram hvaða stærðir hafa upphaflega verið á 1000 ára gömlum torf- vegg. Ósamræmið í lengdarhlut- föllum að utan og innanmáli stafar af þeirri einkennilegu uppgötvun, að vestasti hluti suður og norðurveggja svo og öll vesturhliðin virðist hafa verið úr tréþili. Þar fundust uppistandandi borð um 50 sentimeti ' há í norðurveggn- um, en engar leifar eru eftir um þilið í Vesturgaflinum né af þekjunni. Svo virðist sem þak- ið hafi verið hvasst mænisþak, en engar leifar finnast af mæninum. Kórglugginn. Það hefði mátt ætla fyrst torfveggirnir voru svo sterk- legir, að sperrurnar hvíldu á veggjunum, en það er ekki því að undir sperrurnar hafa verið reistar sérstakar tréstoðir eða súlur og finnast holur eftir stoðirnar í grunninum. Þessar súlur hljóta að hafa verið ó- þægilegar fyrir söfnuðinn þeg- ar hann fjölmennti í kirkjuna og hljóta þær því að hafa verið taldar nauðsynlegar til að halda þakir.u uppi. Loks hafa fundizt utan við austurgaflinn hlutar úr tré- ramma, se:a sex stórir járn- naglar hafa verið negldir l. Rammi þessi er um fimm tommu breiður, en lengdina er ekki hægt að ákveða, þar sem borðið er brotið. Þetta stykki er í sjálfu sér merkilegt, þar sem það er sjaldgæft smíða- stykki frá því fyrir árið 1000, en það er aðeins tilgáta að þetta séu leifar af litlum glugga- karmi í kórnum sem hefur ver- ið ætlaður til þess að ljós gæti skinið inn á altarið. Reynist það rétt vakna upp ýmis vanda- mál, sem menn geta ekki enn svarað um gerð og byggingar- efni kórsins. Þó það sé þannig margt ó- ljóst og ruglingskennt í hinum fundnu leifum, þá er einnig margt sem fannst þar, sem eyk- ur þekkingu manna. Lítil og fátæk kirkja. Við skulum athuga tvennt í sambandi við Þjóðhildarkirkju. Leifarnar sýna, að hún hef- ur verið líí!l og látlaus bygg- ing í eyðilegu og fátæku hér- aði. Hún hefur verið fátæklega útbúin og vegna hins óvaran- Iega efnis hefur hún verið dæmd til að tortímast eftir skamma notkun. Hún er elzta kirkja 1 Atlants- hafslöndum norrænna manna, (J sem fundizt hefur og hægt er að -aldursákvarða nákvæmlega. Og jafnvel þó hún hefði enga aðra þýðingu, þá er hún tví- mælalaust fyrsta kristna kirkj- an sem byggð hefur verið í Nýja heiminjm, sem við síðar höfum kallað Ameríku. Engin beinagrind þekktist. Það olli okkur vonbrigðum, að við fundum enga gröf inni í sjálfri kirkjunni. Það þýðir, að Eiríkur rauði landnámsmaður Grænlands, Þjóðhildur kona hans og Leifur Eiríksson sonur þeirra, sem fann Vínland eru grafin í sjálfum kirkjugarðin- um. Þetta i afa orðið vonbrigði, því að ákveðin og allsterk rök bentu til þess, að beinagrindur þeirra myndu finnast f sjálfri kirkjunni. Nú þegar það reynd- ist ekki svo er engin ástæða til að endurtaka gömlu rökin. í kirkjugarðinum fannst ekk- ert grafarfé sem geti hjálpað til við að manngreina hinar þrjá tíu beinagrindur sem grafnar hafa verið upp og það er mjög ósýnilegt að nokkuð finnist á þeim 70 — 80 beinagrindum sem eftir er að grafa upp, er auð- kenni þ :r. Hér er þó um að ræða fyrstu kristnu greftranir í Grænlandi og gera verður ráð fyrir því að meirihluti þeirra, sem þarna liggja konur og karlar hafi áð- ur verið heiðin en tekið kristni. Er þetta Leifur heppni? < Þetta eru vafalaust jarðnesk- ar leifar fyrstu landnámsmanna Grænlands og barna þeirra og við sjáum það að þetta hefur verið frábærlega fallegt, stór- vaxið og sterklegt fólk. Meðal þeirra fyrstu sem voru grafnir Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.