Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 12. sept. 1962 Þak sýningarhallarinnar ekki steypt fyrr en að vori Mjög er nú talið vafa- samt, að unnt verði að Ijúka þeim áfanga sýning- ar- og íþróttahallarinnar við Suðurlandsbraut á þessu hausti, sem gert hafði verið ráð fyrir — nefnilega að steypa hvolf- þak byggingarinnar. Helgi Daníelsson atvinnumaður? Miklar líkur eru á að ís- lenzk knattspyrna missi félagið Motherwell hefur boðið Helga Danielssyni Vísir átti tal við Gísla Halldórs- son arkitekt, sem teiknaði bygging una, um þetta mál. Kvað hann vinnu við mótauppslátt hafa tafizt vegna verkfalls trésmiða í sumar, og hefði þessi töf verið mjög til- finnanleg, þar sem ekki er hægt að vinna við steypuvinnu hvenær sem er, sízt við slíkt þak, sem hér er um að ræða. Vegna verk- fallsins mun mótauppslætti ekki verða lokið fyrri en eftir tvo mán- uði, eða þegar komið verður fram i nóvember, en þá er kominn sá tími árs, þegar allra veðra er von, en nauðsynlegt er, að frostlaust verði í viku, þegar steypuvinnan sjálf hefst, svo að steypan þorni og harðni eðliléga. Sjálf mun steypuvinnan standa i þrjá sólarhringa samfleytt hvíldarlaust, því að það er ekk ert smáræði af steypu, sem þarf i þakið, hvorki meira né minna en um 500 teningsmetrar. Þótt svo kunni að fara, að ekki verði talið ráðlegt að hefja steypu vinnu, þegar mótauppslætti verður lokið, ætti það ekki að þurfa að tefja heildarframkvæmd verksins. Gengið mun frá öllu, svo að steypuvinna geti hafizt jafnskjótt Framhald á bls. 5. Krakkar vaidir að íkveikju Krakkar voru valdir að íkveikju í vinnuskúr við Stóragerði í fyrra- dag. Skúrinn stóð við byggingu sem er í smíðum við Stóragerði. Not- uðu krakkar tækifærið á meðan skúrinn var mannlaus og kveiktu í honum. Það sást fljótlega til eldsins og kom slökkviliðið strax á vettvang. Hafði eldurinn komizt í þakið og urðu slökkviliðsmennirnir að rífa þakplötur til að komast að eldin- um, en úr því tókst fljótlega að slökkva og varð tjón lítið. Ben-Gurion kemur í kvöld Forsætisráðherra Israels, David Ben-Gurion, kemur til Reykjavíkur með flugvél frá Flugfélagi Islands klukkan 22,15 í kvöld. Á flugvell- inum fer fram hátíðleg móttaka, Ólafur Thors forsætisráðherra flyt ur Ben-Gurion ávarp, þegar 'nann stígur út úr flugvélinni, en síðan mun forsætisráðherra Israel svara með öðru ávarpi. Hinir erlendu gestir munu síðan aka til ráðherra bústaðarins, en þar dvelst Ben- Gurion ásamt konu sinni, meðan á heimsókn hans hér stendur. Annað föruneyti þeirra verður að Hótel Sögu og Hótel Borg. I fyrramálið munu forsætisráðherrarnir ræðast við í stjórnarráðshúsinu klukkan 9,30, en að því loknu verður hinum erlendu gestum sýnt Þjóðminjasafn ið. Um hádegið heldur Ólafur Thors forsætisráðherra boð inni að Hótel Borg, en annað kvöld verða hinir erlendu gestir í kvöldverðarboði að Bessastöðum. nú aftur emn af sínum beztu mönnum til Skot- lands í atvinnumennskuna þar. Skozka knattspyrnu- Akureyrarskip að hætta síldveiðum Akureyri í morgun. Nokkur Akureyrarskip eru hætt síldveiðum að fullu f sumar og sum byrjuð á upsaveiðum eins og Gylfi og Garðar frá Rauðuvík. Önnur Akureyrarskip, sem hætt eru síldveiðum eru m.a. Hrefna og Hannes Hafstein, en það síðar- nefnda er gert út frá Akureyri og Dalvík sameiginlega. Þau Akureyr- arskip, sem halda síldveiði áfram eru Snæfell, Sigurður Bjarnason, Súlan, Akraborg og Ólafur Magn- ússon. Mörg síldveiðiskip leituðu hafnar á Akureyri í norðangarran- um í vikunni sem leið, en þau eru nú fárin. landsliðsmarkverði után með það fyrir augum að gera honum tilboð ef grundvöllur skapast. „Því er ekki að neita, að ég hef áhuga á þessu og mundi gjaman vilja spreyta mig í atvinnumennsk unni í 1-2 ár. Ég er nú að verða i þrítugur og bráðum kemur að þvf I að mnður verður að leggja skóna á hilluna. Það væri því gaman að reyna sig á nýjum slóðum svona í Iokin“. Það er fyrir milligöngu séra Ro- berts Jack, sem Motherwell hefur haft samband við mig. Þeir bjóða ; mér allt frítt, vilja fá mig f hálfan ] mánuð til reynslu og bjóða mér ; svo að skrifa undir ef þeim lízt á j gripinn“, sagði Helgi og hló við. ! ] þegar við náðum tali af honum i ; í morgun. „Málið er á byrjunarstigi og ég , j veit ekki enn hvenær ég fer út, ! það verður væntanlega ákveðið um : næstu helgi“. Framhald á bls. 5. Kjósa fulltrúa á ASÍ-þingið Á laugardaginn kemur hefjast lega í KR-húsinu, seinni hluta nóv- kosningar til Alþýðusambands- embermánaðar. þings um land allt. Um 150 félög í sambandinu kjósa samtals 340— 350 fulltrúa á þe^su hausti, kosið verður um fjórar helgar og lýkur þessu fiulltrúakjöri 7, október. Þing ið verður haldið í Reykjavík, senni- Um næstu helgi verður kosið í ýmsum félögum í Reykjavík. Meðal þeirra eru Múrarafélag Reykjavík- ur, Félag járniðnaðarmanna, Starfs stúlknafélagið Sókn og ASB, félag afgreiðslustúlkna í Brauða- ög mjólkurbúðum. Gerður og Jean Leduc sýna í Bogasalnum Þau hjónin frú Gerður Helga- dóttir myndhöggvari og Jean Leduc listmálari opna sameigin- lega listsýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins kl. 20 f kvöld. Á sýningunni eru 11 höggmyndir’ úr bronzi eftir frú Gerði, og eru þær allar unnar með logsuðutækjum og mjög ólíkar því, sem áður hef- ur sézt eftir hana. Allar þessar höggmyndir eru unnar f Frakk- landi á siðustu tveimur árum. Gerður hefur eins og kunnugt er gert gluggaskreytingar fyrir Kópavogskirkju, og hún vinnur einnig að gluggaskreytingum í kirkju í Köln í Þýzkalandi. Frú Gerðu/ sýndi seinast á Islandi ár- ið 1956, þá einnig í Bogasalnum. Jean ,educ, eiginmaður frú Gerðar, sýnir 21 málverk, allt abstraktmyndir, og eru sex þeirra málaðar á Islandi. Leduc hefur aldrei sýnt hér áður og segist vera mjög spenntur að vita, hvernig við tökurnar verða. Hann segir, að sér finnist íslendingar sýna listum miklu meiri lifandi áhuga en hann hafi átt að venjast erlendis og slíkt hljóti að verka örvandi á alla skapandi listamenn. Hann hefur mikla löngun til að kynnast íslenzku listalífi sem bezt. Á mynd inn'i sjást þau hjónin vinna að því að hengja upp myndir, en þetta er f fyrsta skipti, sem þau halda sameiginlega sýningum á verkum sínum. Sýningin verður opin kl. 14 — 22 daglega til 23. þ. m.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.