Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 12. sept. 1962 \/1SIR SKJÓLI iÆllði „Mánudagur til mæðu“ er ís- lenzkt viðkvæði. Fyrsti virki dagur vikunnar að endaðri mislangri helgi, flestir komnir í sín hversdagsföt, byrjaðir á sínu daglega brauðpuði: Ein- mitt að kvöidi þess dags renn- ur upp veiðitími í partí-haidi hjá mörgum, sem hafa það að atvinnugrein. Mánudagskvöld á vissum stöðum í borginni eni með sér- stökum hætti. ÐRUGÐIÐ er á leik, þegar húma tekur, og stefnt að gleðihúsi í austurhverfi. Á mörkum Brautarholts og Nóatúns er Þórscafé — ætli það sé ekki kennt við heiðna goðið eins og ýmislegt, sem á að minna á kraft og döngun — — eða kannski er staður- inn bara skírður í höfuðið á einhverjum ótíndum manni, sem hét Þór og var kannski Jónsson, drabbari eins og geng- ur — hver veit? Kattaraugun á bifreiðunum, sem streyma að húsinu, lýsa eins og hættumerki. Neónljós- merkið af elgdýrinu yfir rúss- neska bílaumboðinu á blá- horninu víð hliðina á danshús- inu glottir við. Rútubíl með X- númeri frá Selfossi hefur verið lagt við Sælacafé. Maður í vondu skapi, með vín í kolli, reynir að komast inn f þennan almenningsvagn úr Flóanum. Nokkrar hræður eru í bílnum og neita að hleypa honum inn. Hann sparkar. Brothljóð. Lög- reglan komin á vettvang óðara. Þannig byrjar ballið hjá þess- um. Þröng er við dyrnar. Staður- inn dregur að eins og segull. Barnungar stúlkur, sem virðast flýta sér að vera fullorðnar, skjóta upp kollunum í hópnum, kökusmurðar f andliti, stífmál- aðar, og varla farnar að kunna ennþá að ganga á háum hælum, blessaðar litlu. Þær eru eins og brúður, sem hafa villzt hingað að heiman úr barnaher- berginu af óskiljanlegum á- stæðum, breyttar í eitthvað, sem líkist manneskju, og nú fruntaiega leiknar af tízkunni og fullorðna fólkinu í tímans rás. Það er eins og einhver vondur kall sé að selja þær og færa þær sér í nyt eins og búð- arvörur. Þær eru alltof litlar og ungar til að eig? nokkurt er- indi á svona staði. Hvar er mamma þeirra? Hvar er pabb- inn? Kannski f hópnum hér, eða við aðrar viðlíka dyr. © lyrOKKRIR laganna verðir gæta dyra, tveir klæddir borgaralegum' klæðnaði með einkennishúfu merkta Þórs- café, á höfði, sem klæðir drengilegt upplit eins og hrafnshamur á snjóskafli. Tveir einkennisbúnir lögreglumenn eru og við staðinn. Gengið er inn f húsið. Einn úr fylgdarliði blaða- manns skáskýtur sér að miða- sölunni, kaupir sér aðgöngu- miða með kurt og pf. Hann er alsgáður f augnablikinu. Eruð þér með vín? spyr annar lög- reglumannanna þann, sem keypti sig inn. Hann svarar engu, er ekki blaðamaður og hefur bara and- litið á sér sem passa. Hann lyftir höndum eins og gerist í bíómyndum. Lögreglumaðurinn þuklar á honum f bak og fyrir, upp og niður eftir honum öllum, bank- ar léttilega hér og hvar á hon- um, leitar faglega á honum. Vínleitin fer fram í þögn og með kunnáttusemi. Á meðan stendur maðurinn eins og myndastytta með uppréttar hendur, æðrulaus. Þegar þessu er lokið, gengur lögreglumaðurinn frá honum, hlutlaus eins og tollþjónn frá ferðaskjóðu, en maðurinn, sem keypti miðann, lítur til blaða- manns og svo á eftir verði lag- anna og gefur frá sér lágt hnusskennt hljóð, og um leið bregður fyrir svolitlum sárs- auka og móðgun í augnaráðinu. FYRSTA GREIN Lögreglumaðurinn hafði gert skyldu sína og tekur sér nú stöðu á ný til að leita á þeim næsta. Þrjátíu og níu þrep eða meira liggja upp á loft inn í salar- kynnin. Tveir skrýtnir fuglar koma í flasið á okkur. Þeir eru auðkennanlegir, hvar sem þeir fara. Þeir hanga saman eins og tvístirni. Annar gefur tóninn. Hinn hlýðir. Þeir eru með svip, sem sýnir, að þeir hafa hlotið borgaralegt uppeldi að vissu marki. Þeir þykja töluvert eft- irtektarverðir, því þeir hafa „fjöld of farið“ og kunna frá ýmsu að segja. Þeir venja kom- ur sfnar í Þórscafé, einkum á mánudagskvöldum. „Við erum með stórt borð á i bezta stað,“ segir undirgefni vinurinn. © T JÓSMYNDAVÉLARNAR höfðu verið hlaðnar áður en inn var gengið. Maðurinn, Framhald á bls. 10. MANUDA6SKV0LD I ÞÓKSCAFÉ Síðasti dans. Plastbelgur, sem kann að hafa verið notaður undir blóðgjöf á sjúkrahúsi, var gerður upptækur síðar um nóttina í Þórs- café. Rúmar þrjár merkur af vökva. — „Smyglarinn“ hafði hann framan á kviðnum undir skyrtunni, þrýsti á, svo að ýrðist út um slönguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.