Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 12.09.1962, Blaðsíða 7
7 Miðvikudagur 12. sept. 1962 «/ISIR Sagt fró bókinnS „Við þiéðveuinn" Ferðaskrifstot'a ríkisins hefur í ið á vaðið með útgáfu leiðarlýsinga bæði á Noröurlandsleið til Akureyr ar og ins á leiðinni frá Reykjavík til Þingvalla og norðut í Borgar- fjörð. Höfundur beggja bækling- anna er Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur, en bær hafa hlotið sam heitið „Við þjóðveginn“. Daniel Bruun hinn danski forn- Ieifafræðingur, ferðalangur og rit- höfundur gaf fyrir mörgum árum út leiðarlýsingar um ýmsar byggð- ir og eins óbyggðir Islands. Þetta voru ágætar bækur, stuttorðar en skorinorðar óg gáfu upplýsingar um margt sem fyrir augun bar á leiðinni. Var þar einnig sagt hvern ig haga skyldi ferðum um landið, hvað varast bæri og hvað skoðun- arvert væri. Þessar leiðbeiningar voru prýddar fjölmörgum ljósmynd um og auk þe bráð skemmtileg- um teikningum eftir bókarhöfund sjálfan. Þær komu tvívegis út, og seinni útgáfan sem var mun fyllri og ítarlegri kom út í fimm bók- um eða heftum, löngu en mjóu broti, einkar hentugar til að stinga í vasa. Þessar bækur voru miðaðar einungis við hesta- eða skipaferða lög og að því leyti eitthvað úreltar orðnar, en margt þó í fullu gildi ennþá. Hitt er verra að þær eru löngu uppseldar orðnar og ófáan- legar með öllu. Þær tvær leiðarlýsingar, sem Björn Þorsteinsson hefur sámið fýr ir Ferðaskrifstofu ríkisins eru að ýmsu Ieyti sniðnar eftir leiðarlýs- ingum D. Bruun bæði hvað brot og fyrirkomulag snerur, en etnið, að sjálfsöfðu allt annað. meira snið ið eftir* hugðarefmu nútifna j lesenda og ferðalangn Þegat ég tok mér þessi bókar kver í hönd kveið ég fyrir þurri or- nefnaupptalningu og skýrslukennd j um fróðleik unt jarðfærði og sögu. ! Þarna var þó öðru til að dreifa, j því ég las bækurnar sem skemmti- j lestrarefni og hefði kosið á það að ; fá meira að heyra og lesa. Björn | Þorsteinsson hefur sérstakt lag á j því að segja skemmtilega frá, jafn j hliða því sem frásögnin er skil- j merkileg og fróðleg. Þann lesanda, sem hefur tileinkað sér allan þann fróðleik, er Björn segir frá í bókum sínum, myndi ég kalla býsna fróð- an og góðan Ieiðsögumann um þess ar slóðir. Og það er bókunum ein- mitt aitlað að vera. Að sjálfsögðu er til urmull af sögum og sögnum og hvers konar fróðleik um staði og örnefni á þessum leiðum, sem þarna er sleppt. Mér er það líka ljóst að sumt af því ætti a. m. k. jafn mikið erindi í þessar leiðar- lýsingar eins og sumt sem þar er tekið. Það fer að sjálfsögðu eftir mati hvers eins. Hitt má svo öllum Ijóst vera, að það er ekki unnt að gera öllum til hæfis og það er held ur ekki unnt að gera leiðarlýsngu að margra binda riti. Björn er stutt orður og gagnorður, en höfuðkost- ur hans er sá að hann hefur Iag á því að glæða þessar stuttu setn- ingar sínar lífi. Leiðarlýsingarnar verða enn líflegri og enn fjölbreyti legri fyrir það hversu margra grasa kenni. í þeim, þar eru sagðar kynjasögur og þjóðsögur frá eldri og yngri tímum, þar er stiklað á nokkrum höfuðdráttum íslenzkrar menningar, hetjusögum íslendinga Happdrætti DAS Hinn 3. þ.m. var dregið í 5. fl. Happdrættis DAS og féllu vinn- ingar þannig: 2ja herb. íbúð Ljósheimum 20, 7. hæð (D) tilb. undir tréverk kom á hr. 54985. 2ja herh. íbúð Ljós- heimum 20, 7. hæð (B), tilb. undir tréverk kom á nr. 49753. Taunus bifreið kom á nr. 21595. Opel bif- reið á nr. 42080. Volkswagen bif- reið á nr. 7203 Húsbúnaður fyrir 10 þús. kr. kom á nr.: 1713, 2453, 14484, 21098, 23914, 26911, 29273, 37997, 61597, 63702. Húsbúnaður fyrir 5 þús. kr.. 2285, 2319, 2750, 3270, 3704, 4197 5147, 5832, 6359, 7017 8275, 8694, 8967, 9850, 9944, 12128, 12369, 12537, 13528, 14557, 15918, 15994, 1629, 18196, 20089, 20183, 20340, 21074, 22336, 22881, 24680, 24775, 25141, 25144, 25475, 28433, 31349, 31360, 31494, 33371, 33844, 33908, 35651, 35663, 36445, 36539, 37131, 37247, 37429, 37432, 37899, 38066, 39514, 40528, 41665, 42308, 43333 43456, 43466, 43973, 44390, 44507, 46504, 46772, 47223, 47694, 47984, 48791, 50336, 50627, 51924, 52162, 53094, 53406, 56079, 57057, 58907, 58959, 59560, 59817, 60390, 61512, 62833, 63599, 64532. (Birt án ábyrgðar). sagna og arainatískum atburðum úr miðaldasögunni. Lýst er lands lagi jöfnum höndum og jarðfræði- myndun landsins, dregnai upp myndir úr atvinnusögu þjóðarinnar, sagt frá merkum eða einkennileg- um mönnum og oft og einatt fljóta með vísur eða stökur sem á ein- hvern hátt verða heimfærðar upp á landið eða byggðina sem verið er að lýsa. Mikill kostur við leiðarlýsingar þessar er fólginn í handhægunv landabréfum, sem skotið er hvar- vetna inn á milli, þar sem aðal þjóðvegirnir eru dregnir upp og helztu sögustaðir eða merkisstaðir í umhverfinu sýndir. Þessi landa- bréf eru prentuð í litum og eru mjög handhæg til glöggvunar. Jón Víðis hefur teiknað kortin, en Hall dór Pétursson listmálari teiknað nokkran skemmtilegar myndir. Enn fremur eru nokkrar ljósmyndir til glöggvunar.. Auglýsingum er dreift hingað og þangað inn í leiðarlýsingar, eink- um gætir þess í Norðurleiðarbækl-, ingnum. Þær eru óneitanlega til i lýta. Þá er prófarkalestri nokkuð | ábótavant, enda þótt meinlegustu villurnar , í Norðurleiðarlýsingunni séu leiðréttar á sérstökum leið- réttingarmiða. Fæstar prentvillurn ar eru saknæmar, eða þannig að ekki sé unnt með velvild að lesa þær í málið, eins og t. d. þegar frá því er skýrt að Jón kammerráð á Melum hafi búið þar í 135'ár samfleytt: Þ. Jós. Sr. Jóhann Fredriksson. Maraþonsund V-ísiendings I ágústmánuöi ..ioastliðnum vann 61 árs ganvall Vestur-Islend- ingur það afrek að synda tvisvar sinnum yfir Clear Lake, 19 mílna langt vatn. Sundið tók hann 9y2 tíma og hefur vakið geysiathygli í Kanada. Sundmaðurinn heitir Jóhann Fredriksson og er prestur í Erickson, Kanada. Jóhann er ættaður frá Austur- landi, fæddur árið 1900 en fór með föður sínum vstur 1918. Hefur hann dvalizt þar síðan. Afrek sitt vann Jóhann fimmtudaginn 16. ágúst sl. Sundið hófst kl. 5,30 um morguninn og Iauk 2.30. Vatnið, Clear Lake er mjög kalt og til rnarks um það má geta þess, að tveir ungir menn, báðir undir þrí- tugt gerðu tilraun til að fylgja Jó- haiini. Þeir gáfust upp eftir hálf- tima. Að víí- voru þeir ekki smurðir eins og Jóhann, enda sagði hann eftir á, „að hann væri svo mikið smurður, að hann hefði sokkið ef hann hefði ekki verið sífellt á hréyfingu". Mikill öldugangur var, svo mik- ill að Jóhann þurfti að taka stóran krók fyrir kletta nokkra, vegna bátanna sem fylgdu honum. Það var of áhættusamt fyrir þá að fara nærri! Það sem mesta athygli vekur þó við þetta sundafrek Jóhanns er að þegar hann var yngri var hon- um spáð af Iæknum að hann ætti stutt eftir ólifað. Þjáðist hann af veiki f baki og gat ekki gengið. Gekk undir marga uppskurði og synti þá mikið til að fá styrkinn aftur. Hann hefur ótal sinnum synt styttri vegalengdir í ýmsum vötn- um Kanada. Nú segir kona hans, að hann sé hættur, sé orðinn of gamall. „Þó er hann betur á sig kominn likamlega en flestir menn yngri honum“, segir hún. Eins og fyrr er sagt fylgdust þúsundir manna með sundinu og fögnuðu Vestur-Islendingnum eftir Maraþonsund hans. Ýmsar nýjungar á fundi Sfjórnunarfélags Um siðustu mánaðamót néli Stiórnunarfélag íslands ráðstefnu að Bifröst í Borgarfirði. Rúmlega 60 þáttakendur frá ýmsum fyrir tækjum og opinberum, stofnunum sátu ráðstefnuna. .Viðfangsefni fél- agsins er allt sem viðkemur starfs mannamálum fyrirtækja og stjórn starfsliðsins og í því sambandi skipulae fiölmennra fvrirtækia. Á ráðstefnu þessari fluttu þess- ir erindi m.a.: Lars Mjös, fram- kvæmdastjóri um kennslu og þjálf- un í starfi, Sveinn Björnsson, framkvstj. um starfsmat, Ólafur Helgason læknir um heilbrigðis- mál starfsmanna, Guðmundur Ein- arss. framkvstj. um skipulagsmál, Benedikt. Gunnarsson, byggingar- verkfræðingur um timaathuganir og tímarit og flutt var erindi eftir Otto A. Michelsen um tímamæla. Það var einróma skoðun ráð- stefnunnar að vinr.a þurfi að þvi að koma á kerfisbundnu starfs- mati hér á landi. Þá var það skoð- un fundarins að það myndi stuðla að heilbrigðri þróun í atvinnumál- um þjóðarinnar að tekið væri í vax andi rnæli tillit til menntunar, revnrdu, ábyrgðar, erfiðis og vinnu skilyrða i ákvörðun launakjara og að það yrði bezt gert með kerfis- bundnu starfsmati. Talið var æskilegt að sem allra víðast yrði komið á heilbrigðis- eftirliti með starfsfólki i stofnun- um og fyrirtækjum og sérstakir trúnaðarlæknar ráðnir til að ann- ast það. Þá var talið æskilegt að fyrir- tækjum og stofnunum yrðu gerð- ar aðgengilegar fyrirmyndir að ráðningarsamningum, starfsmanna spjaldskrám og starfslýsingum Voru starfsmannahandbækur tald- ar til mikilla hagsbóta fyrir skiln- ing starfsmanna á stefnu og rekstri fyrirtækisins. Fundarstjórar voru Björgvin Sig urðsson, Gunnar J. ' Friðriksson, Kristján Jóh. Kristjánsson og Vil- hjálmur Þ. Gíslason. Forseti ráð- stefnunnar var formaður félagsins Jakob Gislason, aðalritari Glúmur Björnsson. Ráðstefnan var undir- búin af stjórn félagsins og fram- kvæmdastjóra þess Áma Þ. Áma- syni. Nýtt skipbrotsmanna- skýli á Hornströndum í vikunni sem leið var nýtt skip brotsmannaskýli byggt í Barðsvík á Homströndum. Það er 7. skipbrotsmannaskýlið í röðinni sem Slysavarnafélag ís- lands lætur byggja á Homströnd- um, enda er þörfin hvergi brýnni en þar, fyrst og fremst vegna þess hve langt er til byggða eftir að Hornstrándabyggðin lagðist í eyði. Á vetrum, þegar hættan er mest er yfir háa og mikla fjallgarðá að fara og óravegu til næstu mannabyggða. Það gekk fljótt og vel að koma upp skýlinu í Barðsvík. Veggina hafði Sigurlinni Pétursson, bygg- ingamestari steypt í byggingarstöð sinni við Hafnarfjörð. Voru þeir og annað byggingarefni flutt með „Al- bert“ norður á Hornstrandir og þar tók það aðeins tvo daga að koma skýlinu upp, bolta saman veggina, setja tvöfalda einangmn í skýlið og ganga frá öðrum út- búnaði þess. Erfiðast var að koma efninu í land og draga það upp malarkambinn að staðnum þar sem húsið var byggt. Auk Barðsvikurskýlisins em slysavarnaskýli á eftirtöldum stöð- um á Hornströndum, Hornvík, Hælavík, Fljótav., sín hvomm meg in við Aðalvíkina og á Sléttu við Hestfjörð. Með þessu nýja skýli má segja að komið sé upp net af skipbrotsmannaskýlum þar sem þörfin er mest fyrir þau á Horn- ströndum. Skipbrotsmannaskýli á Vestfjörðum eru undir Stigahllð við sunnanvert ísafjarðardjúp, þ. e. milli Bolungavikur og Skálavlkur, og er það það skýlið sem næst er við Hornstrandaskýlin. Þá er skip brotsmannaskýli við Fjallaskaga norðanvert við Dýrafjörð og loks I Keflavík við Látrabjarg. Falskur læknir handtekinn í Noregi íbúunum 1 bænum Vardö i Norð- ur-Noregi hefur brugðið I brún. Það hefur komizt upp um það, að ungur maður, sem gegnt hefur þar héraðslæknisstarfi I nokkra mán- uði 'hafði ekki læknismenntun. — Hinn ungi maður heitir Poul Houe og er frá Thisted I Danmörku. Fyr- ir nokkrum ámm stundað hann nám við læknadeildina I Árósum, en hætti námi eftir tvö ár. Síðan starfaði hann sem hjúkrunarmaður í nokkrum sjúkrahúsum. Það þykir gegna hinni mestu furðu, að ólærður maður skyldi komast gegnum eftirlit norskra heil brigðisyfirvalda og vera skipaður héraðslæknir I Noregi. En það mun stafa I og með af hinum ægilega læknaskorti í landinu. Þennan tímá, sem Hou hefur gegnt læknisstörfum hefur hann unnið að öllum venjulegum lækn- ingum, framkvæmt uppskuroi í sjúkrahúsi bæjarins og gefið út lyf- seðla. Það vekur nokkra athygli, að honum hefur ekki mistekizt neinn uppskurður. Sjúklingar hans gefa einróma það álit, að hann hafi verið góður læknir. Lögregluyfirvöldin I Vardö hafa nú handtekið þennan unga mann og situr hann I fangelsi bæjarins. Vilja ekki greiða í jólamánuðinum Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja kom nýlega saman til fundar og mótmælti því að sú breyting hefur verið gerð á inn- heimtu opinberra gjalda að draga hluta af gjöldum launamanna frá desemberlaunum. Telur stjórnir að þetta muni valda launþegun erfiðleikum í jólamánuðinum ojr vill að innlieimtunni verði' aftur breytt í það horf sem áður var.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.