Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 2
t:;.'-.. ¦¦>< ¦ ' i / VISIR /2% Fimmtudagur 20. sept. 1962. LISTON TWISTAR. — Eftir erfiöan dag við æfingarnar twistar Sonny Liston viö konu sfna Geraldfnu. Æfingakerfi Listons þykir furðulegt, og minnir það nokkuð á það sem sagt var uni æfingar Ingemars Johanssonar áður en hann varð melstari. Liston tvistnr eftir æfíngar og er sagður vinna Patterson í næstu viku, nánar tiltekið næsta þriðjudag, fer fram f Com- iskey Park í Chicago keppni um titilinn heimsmeistari f hnefaieik- um, en þá slást kempurnar Patter- son, núverandl meistari og Sonny Liston, sem hefur unnið sér rétt til aö skora & íneistarann, en haft er fyrir satt að framkvæmdastjóri Pattersons hafi f mbrg ár reynt að komast hjá þessari keppni, enda Liston ekki árennilegur. Comlskey Park verður vissulega IroðfuIIur á þriðjudaginn, og við milljónlr sjónvarpstækja um þver og cndilöng Bandarfkln mun lölk fylgjast með bardaganum. Patterson skal ekki lenda f bófa- höndum, sagSi Cus D'Amato, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Patter- 'sona og vitnaði þá til félagsskapar þess, sem Liston var f áður, en cinmitt vegna afskipta hans af glæpafélögum f Chicago hefur Llston ekkl fyrr en nú vcrið leyft aS fá keppni um heimsmeistara- tignina. „Knock-out"-kóngurinn Liston hcfur barizt 34 sinnum en unniS 33 sinnum. Sagt er þo aB sakavottorS hans sé ekkl styttra en sigraskýrslan. Eini maðurinn, sem hann hefur tapað fyrir er Marty Marshall, sem hann hefur unnið tvivegis síðar. Sfðan 1956 hafa aðeins tveir af andstæðingum Listons haldið út tímann gegn honum, en þeir voru Eddie Machen og Bert Whitehrust, en hinir hafa fengið rothögg. Samt segja sumir að hann sé seinn, aðrir að hánn sé klossaður, en alltaf er árangurinn sá sami: Andstæðingurinn borinn burtu úr hringnum. PATTERSON ÞVINGAÐUR TIL KEPPNI? Vitað er að Patterson ber ótta- blandna virðingu fyrir keppinaut sinum og halda sumir að hann hafi verið þvingaSur til aS skrifa undir samninga um keppni þessa, a. m. k. er Cus D'Amato ekki lengur framkvæmdastjóri hans og ætlar ekki cinu sinni að vera viðstaddur keppnina. Ekki vill hann né heldur Patterson tilgreina ástæðuna. Liston er nú talinn nokkuð ör- uggur sigurvegari þrátt fyrir hina góðu tækni heimsmeistarans og gætir þess mikið hjá veðmálastofn- unum. Liston fær þó aðeins 12.5% af ágóða keppninnar, þar sem Patt- erson fær hins vegar 42.5%. Það sem eftir er, 45%, fá fram- kvæmdastjórarnir til sinna um- ráða. Bæjarkeppni í handknattleik: ópavogur sigraíi wrana sigrar og hreppir bikar, sem Þor- varður Arnason hefur gefið. 1 fyrra vann Kópavogur bikarinn, vann þá alla útileikina og 2. flokksleikinn inni, hlaut 10 stig gegn '6. Fyrstu leikjunum nii lauk með sigrum Kópavogs 8:6 í meistara- flokki og 7:3 í 2. flokki og fær Kópavogur þar 4 stig á heimavelli sínum. Innan skamms leika liðin i Hafna.firði, en í vetur verður svo leikið innanhúss. Hafin er Bæjarkeppni Hafnar- fjarðar og Kópavogs í handknatt- leik Fyrstu leikir keppninnar fóru fram s.l. sunnudag og fóru leikar svo, að Kópavogur vann bæði I meistaraflokki og 2. flokki, en Hafnafjarðarstúlkurnar eru Is- landsmeistarar úti, í meistarafl Keppni þessari er hagað þannig, að keppt er i þessum tveim flokk- um kvenna, bæði úti og inni, heima og heiman, alls 4 leikir á lið, 8 léikir talsins, en það liðið, sem fær fleiri stig út úr keppninni Bikarkeppnin: Kópavogur vann Hafnarfjörð 5:4 Kópavogur vann f Hafnarfirði leik slnn f Blkarkeppninni í knatt- spyrnu, en leikur liðanna fór fram í fyrrakvöld. Eftir harðan bardaga lauk leik 5:4 fyrir Breiðablik. Það voru Hafnfirðingar sem skoruðu 1. markið, en Breiðablik bætti tvívegis við fyrir lcikhlé. í síðari hálfleik komu svo tvö Kópavogsmörk til viðbótar, 4:1 og virtist sigur Kópavogs blasa við. Svo var ekki þvf Hafnfirðingar sóttu sig jafnframt þvf sem Kópa- vogur slakaði á sókninni og von bráðar var staðan 4:3, en Kópa- vogur skoraði 5:3 og á siðustu mínútunum kom 5:4, en leikurinn gerðist mjög harður og spennandi þrátt fyrir Ieiðindaveður sem var meðan leikurinn fór fram, en Kópa vog tókst að halda forystunni og heldur því áfram í Bikarkeppninni. Hleypur 16 kílórnetra til vinnu sinnar Skrifstofumaburinn Kilby, ervann Maraþonið á EM Það kemur oft fyrir í Maraþonhlaupum hinna meiriháttar keppna eins og Olympíuleika, Evrópu- meistaramóta o.s.frv. að alls óþekktir menn komast fram í sviðsljósið. Þannig var þetta, er Spiridon Lou is vann Maraþonhlaupið á fyrstu Olympíuleikum nú- tímans í Aþenu 1897, en Louis var einfaldur geita- hirðir og ekki talinn koma til greina að sigra. Bikile Abeba, berfættur lífvörður Haile Selassie, Abbysiníukeisara varð sigurvegari í Róm á síð- ustu OL, gjörsamlega ó- þekktur og nú á dögunum varð „hlaupandi skrifstofu maður" sigurvegari á EM í Belgrad. Brian Kilby, hinn 24 ára skrif- stofumaður frá Coventry , Eng- landi var ekki „nafn" þegar spek- ingar á sviði frjálsíþróttanna bolla- lögðu úrslit EM fyrirfram. Helzt var hallazt að nafninu Popov, sem var langþekktast en mörg önnur komu frekar tii greina en Kilby, sem enginn hafði heyrt nefnt. Kilby tók snemma þátt í hlaupinu með fyrstu mönnum, hljóp sem mest hann mátti í skugg um trjánna, til að forðast brenn- andi heita sólina og neitaði svala- drykkjum, til að vera öruggur um að veikjast ekki. Popov, Síberíu- maðurinn í rauðum bol með sigð- armerki Sovétríkjanna, var mað- urinn sem Kilby bar djúpa virð- ingu fyrir. Kilby, ásamt Skotanum Wood, hljóp með öllum 3 þátttakendum Rússa lengi ve1, en fyrst eftir 32 kílómetra hlaup tók Kilby for- ystuna, sem hann hélt síðan út hlaupið. Kilby var fagnað gífurlega af Iöndum sínum sem' og öðrum áhorfendum, er hann hljóp létti- lega inn á leikvanginn og flutti Bretum 5. sigurinn á EM, en þeir unnu einn sigur hvern dag keppn- innar. Aðspurður um æfingar og annað Frh. á 5. síðu. iwópubikarinn: Brian Kilby — hleypur á skrifstofuna — mferð >> Esbjerg heldur áfram í 2. umf erð Evrópubikarsins eftir Njafntefli í gær við írska liðið Linfield, 0:0. Leikurinn fór fram í Kaupmannahöfn, en fyrri leikinn í Dublin vann Es- bjerg með 2:1 og sá sigur reið baggamuninn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.