Tölvumál - 01.06.1994, Page 3
Júní 1994
TÖLVUMÁL
TÍMARITSKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS
3. tbl. 19. árg. Júní 1994
Frá ritstjóra
I þessu síðasta tölublaði Tölvumála
fyrir sumarfrí kennir ýmissa grasa.
Nokkrar greinar eru um tölvunotkun í
iðnaði hér á landi. Af þeim má sjá að
töluvert hefur verið gert af því að nota
eða búa til innlend kerfi. Sýnir það að
íslenskur tölvuiðnaður hefur alla
möguleika á að vera að fullu sam-
keppnisfær við erlenda framleiðslu.
Einnig eru nokkrar greinar sem
byggðar eru á erindum sem flutt voru á
ráðstefnu sem haldin var nýlega um
greiningu oghönnun hugbúnaðar á
vegum SÍ. Athyglisvert er að bera saman
reynslu þeirra hjá ÍSAL og Lands-
bankanum af Case en um það er fjallað
í tveimur greinum. Vert væri að fá að
heyra önnur sjónarmið en þau sem þar
koma fram.
I næsta tölublaði verður sérstaklega
fjallað um tölvur og nám enda er, eins
og annarsstaðar er getið um, fyrirhuguð
ráðstefna um það efni á vegum SI. Þeir
sem kunna að hafa frá einhverju for-
vitnilegu að segja sem tengist tölvum
og námi eru hvattir til að hafa samband
við ritstjóra eða skrifstofu SÍ.
Magnús Hauksson.
Ritnefnd 3. tölublaðs 1994
Magnús Hauksson ritstjóri og ábm.
Ingibjörg Jónasdóttir
Ólafur Halldórsson
Efnisyfirlit
Tölvur og nám '94 5
Faghópur um greiningu og hönnun
hugbúnaðarkerfa ..............................5
A næsta leiti
Jakob Sigurðsson ..........................6
Tölvunotkun í iðnaði:
íslenska álfélagið hf.
Björn Jónsson ..........................9
Tölvunotkun í iðnaði:
Prensmiðjan Oddi hf.
Guðmundur Rúnar Benediktsson
og Baldur Þorgeirsson .....................14
Tölvunotkun í iðnaði:
Islenska járnblendifélagið hf.
Sigurður Guðni Sigurðsson 19
Reynsla Landsbankans af
notkun CASE verkfæra
Bemt Roar Kaspersen 24
Nokkrar aðferðir til að lýsa
hugbúnaðarkerfum
Ebba Þóra Hvannberg 27
Notkun frumgerða í hugbúnaðargerð
Bergþór Skúlason
.........................31
Punktar .............................26, 30, 34
3 - Tölvumál