Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 7
Júní 1994 fyrst fram, fyrir tæpum sextíu árum síðan. Sama mun verða uppi á teningnum hvað örgjörvatækn- ina og stafræn samskipti varðar. Þeir eru áreiðanlega mjög fáir sem hafa raunhæfa möguleika á að segjafyrir hvemig sú tækni, ásamt gagnvirku sjónvaipi, muni breyta nánast öllu á næstu sextíu, sjötíu árum. Við þessa þróun, og þær breytingar sem af henni leiða, skapast miklir möguleikar á svo til öllum sviðum, og þá ekki síst hjá fámennri þjóð í stóru landi. En einmitt vegna fámennis, og dreifðrar búsetu er okkur hér á landi meiri nauðsyn en mörgum öðrum að nýta þá möguleika er þessi tækni býður uppá. Þjóðfélagslegar breytingar Það eru áreiðanlega ekki ýkja mörg ár þar til að við byggingu húsa þyki jafn sjálfsagt að lagt sé fyrirn.k. staðarneti,þarsemkom- ið verði fyrir tenglum fyrir sírna, sjónvörp og tölvur auk annars búnaðar sem tengdur verður við aðaltölvu heimilisins, og að lagt sé fyrir rafmagni. Hlutverk slíkrar heimilistölvu verður miklu víðtækara en við þekkjum í dag, þegar almennt upplýsinganet um ljósleiðara, og gagnvirk sjónvarpstækni verða orðin að veruleika. Aðaltölvu heimilisins munum við geta látið stjóma flestu því á heimilinu sem við kjósum. Hún mun hafa stjórn á öllum samskiptum út fyrir heimilið, skrá niður öll símtöl hvert er hringt eða hvaðan símtöl koma, taka við skilaboðum sé ekki svarað innan ákveðins tíma o.s.frv. o.s.frv. Hún mun einnig verða nokkurskonar póstkassi fyrir rafeindapóst, hvort sem um er að ræða hinn sívinsæla glugga- póst eða önnur boð, þar sem hver heimilismaður getur haft sitt eigið lokaða pósthólf. Sama mun gilda um allt sem við sendum frá okkur, það verður sent frá tölvunni, sama hvort um greiðslur eða önnur erindi er að ræða, því augljóst er að í mjög vaxandi mæli munu samskipti fara fram beint á milli tölva, hvort sent þar eiga í hlut fyrirtæki, stofnanir eða einstak- lingar. Frá þessari tölvu verður einnig hægt að hafa samband við allar þær tölvumiðstöðvar fyrir- tækjaog stofnana sem leyfa slíkan aðgang, hvort sem er hérlendis eða erlendis. Ljósleiðaravæðing mun hafa mikla breytingu fyrir alla miðlun í för með sér. Dagblöðin munu smám saman draga úr útgáfu í formi prentaðs máls. I stað þess munu þau senda inná tölvur áskrif- enda, og þá munu allir heimilis- menn er hafa skjái, sem innan tíðar verða snertiskjáir með há- gæðaupplausn og ekki mikið fyrir- ferðarmeiri en eintak af vikublaði eins og t.d. Tinre eða Newsweek, geta lesið sama blaðið samtímis. Innan tíðar mun svo verða hægt að fletta upp í hinum ýmsu upp- flettibókum s.s. alfræðibókum, orðabókum o.þ.h., og þá óháð því hvar þær er að finna. Síðan mun fylgja að hægt verður að fá inná tölvuna einstaka greinar, eða skrif er varða heila málaflokka, hvort sem er úr innlendum eða erlendum blöðum. Sama mun gerast með bókasöfn, það er aðeins spurning um tíma h venær menn geta fengið nánast hverja þá bók sem þeir vilja inná sína tölvu. Eftir að menn hafa fengið það sem þeir óska eftir inná sína vél, mun hver og einn geta aðlagað leturgerð og leturstærð eftir því sem honurn best hentar. Þeir sem eru ljósvaka- miðlar munu jafnframt dreifa efni sínu um hið almenna upplýsinga- net, og auk þess bjóða þeim sem því eru tengdir uppá ýmiskonar efni bæði innlent og frá erlendum stöðvum. Jafnframt munu not- endur geta valið, til viðbótar því sem verið er að senda út, kvik- myndir, leiki og annað þess hátt- ar,sem gæti fallið undir hugtakið "Horfðu á þegar hentar". Því mun hver og einn geta fylgst með því sem hann hefur áhuga á, hvort sem það eru einhverjir þættir eða fréttir í beinni útsendingu, urn leið og annar er að skoða íþrótta- fréttirnar frá því í gær, og sá þriðji er að nema stjörnufræði við háskóla í fjarlægu landi. Hjá okkur er ástandið núna aftur á móti þannig, í dreifingu sjónvarpsefnis, að mun fleiri en möguleikar eru fyrir virðast hafa áhuga á að dreifa, jafnt innlendu efni sem og efni frá erlend-um stöðvum, þannig að úthluta verður þeim sjónvarpsrásum sem til ráð- stöfunar eru. A þessu sviði, sem og flutningi um koparvír, er þó um miklar framfarir að ræða, sem gerir mögulegt að koma fyrir mun fleiri rásum en áður hefur verið hægt, þótt ekki sé hægt að bera það saman við ljósleiðarann, sem getur flutt 150.000 sinnum það sem venjulegur koparvír flytur. Hvernig kemur þetta til að verða þegar ljósleiðari, sem getur flutt hundruðir sjónvarpsrása, er kominn inná heimili landsmanna, og gagnvirk sjónvarpsnotkun orðinn almenn? Hvemig þróun viljum við helst sjá. Viljum við gera einhverjar ráðstafanir til verndar tungu okkar og menn- ingu. Hvaða áhrif mun það hafa á okkar skólakerfi þegar jafnvel verður hægt að stunda nám við erlenda skóla á þennan máta, eða höfum við hug á að nýta þessa tækni fyrir okkar menntakerfi. Hvaða áhrif mun það hafa þegar menn geta nýtt sér hin geysi öflugu tölvukerfi sem víða erlendis er boðinn aðgangur að. Munu ísl- ensk fyrirtæki og stofnanir ganga til samvinnu við erlenda aðila og nýta sér háþróuð tölvukerfi og gagnbanka þeirra, í stað þess að 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.