Tölvumál - 01.06.1994, Side 8

Tölvumál - 01.06.1994, Side 8
Júní1994 reka sín eigin, þegar fjarlægðir skipta ekki máli, og rekstraröryggi er tryggt. Þannig mætti lengi spyrja, en samt er ljóst að spumingar okkar geta aldrei orðið tæmandi. Því verður að skapa ramma utanum þá þróun sem við viljum helst að verði, og innan þess ramma, og eftir settum leikreglum, starfi menn síðan. Hér eru aðeins nefnd nokkur atriði í þeim stórkostlegu breyt- ingum sem augljóslega eru fram- undan, ekki í fjarlægri framtíð heldur má segja að þetta sé við bæjardyrnar hjá okkur, því það sem hér hefur verið minnst á er í sjálfu sér ekkert nýtt, tæknin sem til þarf er nánast öll fyrir hendi, og margt af þessu víða komið í framkvæmd og sumt meira að segja fyrir alllöngu. Fyrir okkur er því aðeins spumingin hvemig við ætlum, eða getum nýtt okkur þessa tækni. Ef við segjum, að við það að fá ljósleiðara, sem tengir okkur við fjarskiptanet bæði Evrópu og N- Ameríku hverfi fjarlægðir, þá hljóta fjarlægðir hér innanlands ekki síður að hverfa við eflingu innlenda fjarskiptakerfisins, og skiptir þá staðsetning ekki máli, menn geta þess vegna verið á sitthvoru landshorni, hvort sem um vinnu, nám eða annað er að ræða. Spurningin er þá aðeins hvemig uppbyggingu okkar og aðgangi að tölvukerfum og sjón- varpi verður hagað, og þá hvort eða í hve miklum mæli verður um samvinnu við erlenda aðila að ræða, en síðast en ekki síst hversu mikla færni við höfum til að nýta okkur það sem þessi tækni býður uppá. Það var ekki ætlunin með þessu spjalli að flytja einhverja lofræðu um þessa tækni, nóg er nú af gert, heldur að varpa fram þeirri spurningu hvort ekki sé rétt að menn fari nú strax að reyna að gera sér grein fyrir á hvem hátt sé best hægt að nýta hana, og þá auknu möguleika sem innan skamms verða fyrir hendi, til hagsbóta fyrir íslenskt þjóðfélag. Getum við, eða viljum við á einhvem hátt reyna að stýra því hvemig þetta muni þróast, eða eigum við aðeins að láta sam- keppni erlendra og innlendra aðila ráða hvemig til tekst. Því væri vissulega áhugavert ef nú þegar yrði stigið fyrsta skrefið, með því að koma af stað málefnalegri umræðu um það, á hvem hátt við íslendingar gætum best nýtt þá möguleika sem tölvu- sjónvarps- og fjarskiptatæknin býður uppá, á nánast öllum svið- um, og ekki síst eftir að áðurnefnd ljósleiðaratenging er komin til landsins. Ef vel tækist til er ekki vafi á að mjög athyglisverðarhug- myndir kæmu fram, og þó ekki sé mjög sennilegt að fljótlega fengist niðurstaða er allir gætu verið sammála um, er ekki vafi á að slík opin málefnaleg umræða myndi víkka sjóndeildarhring og auka skilning margra, og lyftaþekkingu á þessari tækni á örlítið hærra plan, því megin forsenda farsællar þróunar á þessu sviði, sem og öðrum, er þekking. Undanfarið virðist umræðan um þessi mál, líkt og mörg önnur, átt lítið skylt við máefnalega umræðu, heldur hefur hún um of markast af hástemmdu lofi um sjálfa tæknina, þar sem sjaldnast er rætt um á hvern hátt megi með þessari tækni ley sa verkefni á hag- kvæmari máta, og síðan yfirlýs- ingum og fullyrðingum, þar sem alhæfingar hafa verið mjög áberandi. Við skulum þó ekki loka aug- unum fyrir því, að það er að hluta til með því að nýta nýjustu tækni og aukinni menntun, sem okkur hefur tekist að byggja upp það velferðarþjóðfélag sem við búum við í dag, og viljum öll varðveita og vera stolt af. Vegna þeirra miklu brey tinga, er hér hefur verið drepið á, og sem munu á mörgum sviðum kalla á víðtæka endur- skipulagningu og mikið fjármagn, er rétt að minna á nauðsyn þess að skynsamlega sé að allri fjárfest- ingu staðið, og er því ekki úr vegi að menn hugleiði, að nreð óarð- bærri fjárfestingu er verið að draga úr möguleikunum á því að hér verði rekið það velferðarríki sem við búum við í dag. Því er ekki seinna vænna en að nú þegar verði farið að huga að því hvernig þess- um málum verði best fyrir komið, og mun ekki veita af allri okkar fyrirhyggju og framsýni, ef von á að vera til að árangur geti orðið í samræmi við væntingar. Jakob Sigurðsson, sem hefur nýlega látið af störfum sem deildarstjóri tölvudeildar Flugleiða hf. var kjörinn heiðursfélagi Skýrslu- tœknifélagsins 11. maí s.l. Leiðrétting í síðasta tölublaði Tölvumála birtist ágæt grein eftir Steinunni Jakobsdóttur, Tölvutengt jarð- skjálftamœlanet. Því miður slæddust nokkrar villur inn í blaðið. Eru þær algjörlega á ábyrgð setjara. Á bls. 13, ofarlega í 3. dlk. stendur 3ja ára jarðskjálftanemi. Þetta á að sjálfsögðu að vera 3ja ása jarðskjálftanemi. Nokkrum línum neðar er vísað í mynd 3, þetta á að vera mynd 2. Ofarlega í 1. dlk. á bls. 14, er setning sem hefst á orðunum: Þetta er sífellt... Urþeirri setningu hefurfallið heil lína í vélritun. Setningin er rétt svona: Þetta er gert á þann hátt að gögn eru skráð samfellt í "hringskrá" semgeymirgögnin í 25 tíma, en síðan er sífellt skrifað ofan í elstu gögnin. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.