Tölvumál - 01.06.1994, Síða 15
Júní 1994
nálaprentara. Við kerfið voru
tengdir 9 skjáir þar sem texti var
sleginn inn og settar inn skipanir
um letur ofl. Þessa vél varð að
vera í sérstöku vel loftræstu her-
bergi með yfirþrýstingi og disk-
arnir við hana, tveir 80 Mb diskar,
voru geymdir í sérstökum kæli-
kössum. Þegar búið var að vinna
textann var hann keyrður út á
ljósnæman pappír á setningarvél
af gerðinni Linotronic 202 CRT.
Setningarvélin sótti letur á disk-
ettur og lýsti á pappírinn með
ljóstúbu, svipaðri og er í skjám í
dag. A þessari vél mátti hafa
nokkratugiletravirkíeinu. Þegar
textinn var tilbúinn á ljósnæma
pappímum tók við handavinna
sem fólst í að skera spaltann með
textanum til og líma upp til að ná
fram endanlegu útliti síðunnar.
Einkatölvur
Fyrsta einkatölvan var keypt
árið 1984 og var hún af gerðinni
Victor Sirius 128K með 600K
einhliða diskettudrif. Með
tilkomu þessarar vélar var í fyrsta
skipti hægt að senda texta inn á
setningarkerfið, en það var gert
með raðtengingu. Þar með hófst
það skeið að viðskiptavinir gætu
skilað texta á tölvutæku formi til
prentsmiðjunnar. Textaflæðið í
gegnum prentsmiðjuna marg-
faldaðist við þessa breytingu og
var þetta slík bylting að áður en
áriðvarliðiðvarbúið aðkaupa 10
einkatölvur, af gerðinni IBM-PC,
til setningar á texta og voru þær
ýmist lánaðar viðskiptavinum eða
fólk út í bæ ráðið til að slá inn
textann eftir handritum. Þróunin
stoppaði ekki þama heldur bættust
við nýjar og öflugri tölvur eftir
því sem þær komu á markað, XT
og AT tölvur og voru þær smátt
og smátt einnig teknar til almennra
skrifstofu notkunnar með töflu-
reiknum og ritvinnslum.
CCI setningarkerfi og
RIP
í rnars 1987 var kominn tími
til að skipta út Linotype setningar-
kerfinu. Keypt var setningarkerfi
frá CCI Europe ásamt Linotronic
300 laser setningartölvu sem við
mátti tengja svokallaðan
PostScript RIP (Raster Image
Processor). Þessi svokallaði RIP
er í raun tölva sem tekur við
PostScript forriti og teiknar upp
mynd af síðunni í minni og stýrir
svo filmuskrifaranum við að lýsa
hana á síðuna. Með þessu var í
raun búið að slíta í sundur setn-
ingarvél, RlPinn, og filmuskrif-
arann. Með tilkomu þessa RIPs
varð það í fyrsta skipti mögulegt
að keyra út á setningarvélina verk
frá öðrum kerfum og forritum,
svo framalega sem þeim var skilað
sem tilbúnum síðum í síðulýsinga
málinu PostScript frá Adobe, eða
sem skjali sem opna mátti í forriti
hjá Odda og útbúa þar Post-
ScriptinafyrirRlPinn. Linotronic
300 setningartölvan var með
27Mb disk fyrir letur og var henni
stjórnað með lyklaborði með
kerfisaðgerðum og einnarlínu skjá
ofan á henni. A vélinni var hægt
að velja um á annað hundrað letur
með skipunum frá setningar-
kerfinu. CCI kerfið sjálft keyrði
á NCR Front Power 32 undir Unix
og var vélin með 12 Mb innra
minni og tæplega 600 Mb af diska-
plássi. Við vélina voru tengd 25
jaðartæki eins og skjáir, prentarar,
setningartölvur og diskettulesari.
Diskettulesarinn er í raun tölva
sem keyrir á CP/M stýrikerfinu
og getur lesið diskettur frá yfir
500 mismunandi tölvum og
15 - Tölvumál