Tölvumál - 01.06.1994, Síða 22
Júní1994
rafskautsins í ofninum, sem er
mjög mikilvæg mæling. I byrjun
var forritað í Pascal og forritið
þróað hægt og bítandi. Nú er í
notkun útgáfa 2, sem hefur verið
umskrifuð fyrir Windows. Þessi
útgáfa hefur verið boðin öðrum
verksmiðjum í sambærilegri
framleiðslu til kaups, en ekki
hefur orðið af sölu enn.
Upp/niður-keyrsla
Eftir lengri stopp og skauta-
lengingar tekur ákveðinn tíma
að keyra ofninn upp í fullt álag.
I stýritölvunni er forrit sem sér
um að keyra ofninn upp
samkvæmt töflu um straum og
spennu. Sett er inn upphafs og
lokagildi á straum, auk tímans
sem uppkeyrslan tekur. Sama
má nota ef lækka á álag yfir
ákveðinn tíma, en það er minna
notað. I lok uppkeyrslu kemur
aðvörun um að uppkeyrslu sé
lokið og er þá skipt yfir á
hefðbundna stýringu.
Eftirlitskerfi
Við ofntölvuna eru tengdir
nemar víðs vegar um verk-
smiðjuna, sem segja til um hvort
mótorar, dælur, og annarbúnaður
virki eðlilega. Fari eitthvað úr-
skeiðis kemur hljóðmerki og að-
vörun kemur á skjáinn um það
sem aflaga hefur farið. Aðvaranir
eru einnig gefnar ef einhver stýri-
stærð er utan við mörk, ekki mæl-
anleg eða stýring verður óvirk af
einhverjum orsökum. Aðvaranir
eru geymdar í aðvörunarlista og
hægt er að skoða listann, þar sem
hver aðvörun er tímasett. Aðvörun
fer af listanum um leið og kvittað
er fyrir hana og ástand er orðið
eðlilegt. Annar listi atburðalisti
er einnig geymdur. A hann fara
allir atburðir sem gerast í búnaði
sem tengdur er stýritölvunni, svo
sem þegar mótor fer í gang eða
slökknar á honum. Allar aðvaranir
fara einnig á þennan lista. Alltaf
eru síðustu 500 atburðir á þessum
lista.
Öll kælikerfi verksmiðjunnar
eru vöktuð með eftirlitskerfi sem
hannað er af starfsmönnum Ij og
S amax hf. Hitanemar í hverri kæli -
rás eru tengdir ofntölvunni og eru
þær paraðar saman eftir staðsetn-
ingu á myndir. Súla er fyrir hverja
rás sem hækkar og lækkar eftir
hitastigi. Fari hiti upp fyrir þau
mörk sem viðkomandi búnaður
er talinn þola, verður súlan rauð
blikkandi, en er annars græn. Sam-
tímis gefur tölvan hljóðmerki og
aðvörun kemur á skjá. Kvittað er
fyrir aðvörunina með því að fara
með bendil á súluna. Hægt er að
velja viðkomandi kælirás og fá
línurit yfir þróun hitastigsins.
Viðbrögð eru ákveðin út frá því
hvort hitinn fari áfram hækkandi,
eða lækkar fljótt aftur. Einnig er
fylgst með vatnsstreymi í kæl-
irásum og kemur aðvörun ef
streymi minnkar. Myndir eru af
kæliflötum á rafskautum og hægt
að skoða hvernig hitadreifingin
er í kælirásum þar.
Viðbrögð við aðvörunum eru
mjög mismunandi eftir eðli þeirra.
Lýsing á viðbrögðum eru í hand-
bókum. Bæði er sérstök mappa
þar sem viðbrögðum er lýst, auk
22 - Tölvumál