Tölvumál - 01.06.1994, Page 25
Júní 1994
Stöðlun vinnubragða
Aðferðafræði er m.a. eins-
konar málfræði, skilgreind af höf-
undi, til þess að tjá mikilvæga
hluti við kerfisgerðina. Vinna við
að tileinka sér kunnáttu á þessu
sviði hjálpaði mönnum eflaust að
tala saman og skilja hver annan.
Skilgreining
framleiðsluferils
Aðferðafræðin hjálpaði okkur
að negla niður mismunandi stig
framleiðsluferils og skilgreina
verkþætti. Þessi vinna stuðlaði að
bættri heildaryfirsýn yfir kerfis-
gerðina.
Það sem Case hins vegar gerði
ekki, var að gera okkur atvinnu-
laus. Einhvers staðar klikkaði
hugmyndin um computer aid.
Sveigjanleiki
Kannski var það eins og yfir-
maður minn hjá Skýrr sagði: Hvað
með fagmannlegu vinnubrögðin
í öllu þessu? Erum við svo háðir
þessari aðferðafræði að við
hættum að treysta á það sem ætti
að vera mikilvægasti þátturinn í
framleiðslu okkar, nefnilega
fagkunnáttu okkar?
Smátt og smátt urðum við leið
á að heyra um nýjustu landvinn-
ingana í Case tækninni. I staðinn
fóru að vakna spurningar: Af
hverju má ekki gera svona? Er
þetta nauðsynlegt? Er þetta besta
leiðin? Af hverju er þetta ekki
hægt? Svarið var mjög oft: Þetta
verður bætt í næstu útgáfu.
Kannski fengum við okkur
fullsödd á því að bíða eftir næstu
útgáfu. Og raunin varð oftar en
ekki sú að þegar næsta útgáfa
kom voru aðrar breytingar gerðar
sem við kærðum okkur alls ekki
um. Tækið sem átti að taka tillit
til þarfa okkar og gera athuga-
semdum okkar skil var alls ekki
til. Við vorum á siglingu með
framleiðslu okkar þar sem Case
framleiðandinn var skipstjórinn
og við höfðum mjög takmarkaða
möguleika á að hafa áhrif á stefnu
skipsins.
Eflaust er þetta orsökin fyrir
neikvæðri reynslu okkar af Case.
Við keyptum okkur verkfæri og
við lögðum okkur fram við að
tileinka okkur tæknina og vinnu-
brögðin. En við vorum ekki tilbúin
til að selja sál okkar. Við sættum
okkur ekki við að framleiðandinn
ákvað allt í einu, að tækni sem var
meginuppistaðan af frumgerð
verkfærisins, hvarf allt í einu og
hlutir sem við höfum aldrei notað
og munum aldrei nota fengu meira
og meira vægi. Tilfinningin að
uppfærslugjöldin sem við borgum
séu aðallega notuð til að fjármagna
tilraunastarfsemi í staðinn fyrir
að skila því sem ætti að vera
1 ágmarkskrafa fyrir slík værkfæri:
- tengingunni við umheiminn.
Tenging við gagna-
grunn og forritunar-
umhverfi/sjálfvirkni
Hvernig gagnast gagnaskýr-
ingasafn á PC vél þegar gagna-
grunnurinn er á IBM3090 og engin
tenging þar á rnilli? Hvernig
gagnast skjámyndaflæðirit sem
hægt er að keyra sem einhvers-
konar frumgerð þegar enginn
möguleiki er fyrir hendi að búa til
kóða?
Þessar tengingar eru að vísu
að líta dagsins ljós. En það fyndna
er að þetta eru allt viðbótar-
verkfæri sem kosta aukalega, og
ég er ekki að tala um smápeninga
hér. Þetta skil ég bara ekki. í
mínum huga er það fullkomlega
ógjörlegt fyrir verkfæri að halda
utanum kerfisframleiðslu og vera
sambandslaust við verkfærin sem
munu búa til kerfið. Þörfin fyrir
þessarar tengingar er mikil en
aðalatriðið er kannski þörfin fyrir
því að tryggja að skjölunin, sem
geymd er í Case verkefninu, sé
samstíga því sem er í framleiðslu-
umhverfinu. Otaldir eru þeir
klukkutímar sem liggja í vinnu
við gagnagrunnana okkar í Case
verkfærinu en ekki myndi ég
treysta á þessi gögn í dag til að
lýsa kerfum sem við höfum í
framleiðslu. Einhvers staðar í
ferlinu var gefist upp við að halda
gögnunum samstíga og allt í einu
voru þessi gögn einskis virði.
Hópvinna
Kerfisgerð er í eðli sínu hóp-
vinna. Ætla mætti þess vegna að
kerfisgerð með Case verkfæri
stangist að verulegu leyti á við
þörfina fyrir virku hópsamstarfi.
Okkar vinna hefur meir og meir
þróast í þá átt að Case er eingöngu
notað til að skrá niðurstöður úr
hópvinnu þar sem tússtafla og
hringborð eru helstu verkfærin.
Kostnaður
Case tæknin er dýr. Ekki er
hugbúnaðurinn einungis dýr
peningalega séð. Hugbúnaðurinn
er of viðamikill og þröskuldurinn,
sem verður að klifra til þess að
geta unnið markvisst með verk-
færinu, er býsna hár. Hjá okkur
hafa allir fengið grunnþjálfun í
notkun Case, en örfáirhafa fengið
tækifæri til þess að ná upp á það
stig sem krefjast verður af fag-
manni. Spurningin er hér greini-
lega hvort viðamikið Case verk-
færi á borð við það sem er notað
hjá okkur þurfi ekki hugbúnaðar-
framleiðslu í stærri sniðum en
víða þekkist hjá okkur.
25 - Tölvumál