Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 33
Júní 1994
Þessum spurningum er aldrei
hægt að svara í eitt skipti fyrir öll
í sérstökum greiningarfasa í 1 íkani
eins og fossalíkaninu. Einungis
er hægt að nálgast svörin með
sífelldri aðlögun tölvukerfis að
þörfum notenda. Með frum-
gerðum er hægt að koma til móts
við þarfir þeirra í mörgurn litlum
skrefum, reynsla af notkun frum-
gerða segir til um hvort við erum
á réttri leið eða ekki.
Hér sést best munurinn á að-
ferðafræði fossalíkansins og
frumgerðum. I stað þess að reyna
að hitta í mark í fyrstu tilraun,
gefst þátttakendum kostur á að
þreifa sig áfram, prófa ólíkar til-
lögur og velja á milli á grundvelli
reynslu. Hvert skref ferlisins er
það lítið að hægt er að bakka ef
gerð eru mistök, notendur sitja
ekki uppi með gallað kerfi hvort
sem þeim líkar betur eða verr.
Nýtt líkan að
hugbúnaðargerð
í kennslubókum sem ég las í
skóla varhugbúnaðargerð líkt við
húsasmíði. Húsasmíði er mörg
þúsund ára gömul hefð þar sem
þarfir notenda (íbúar) eru vel
þekktar og til eru margreyndar
lausnir til að konta til móts við
þær. Að mínu mati hentar þessi
samlíking við hugbúnaðargerð
ekki vel. Hún leggur áherslu á
hugbúnaðargerð sem afmarkað
ferli sem uppfyllirþrjárforsendur:
þarfir notenda eru vel þekktar,
viðfangsefnið er vel skilgreint og
tæknilegs eðlis, og samskipti við
notendur á verktíma takmarkast
við eftirlit nteð framgangi verks.
I reynd stenst engin af þessurn
forsendum.
Miklu raunhæfara er að líkja
hugbúnaðargerð við gerð
borgarskipulags. Allarbreytingar
og viðbætur verður að aðlaga að
þeinr veruleika sem er til fyrir,
eldri hverfi eru ekki rifin niður í
heilu lagi og byggð upp á nýtt
bara vegna t.d. breyttra sam-
gönguhátta. Sú lausn sem er valin
eryfirleitt málamiðlunmilli ólíkra
hagsmuna.
Kröfurtil borgarskipulags geta
aldrei verið þekktar fyrirfram né
þarfir borgaranna ljósar. Gott
dæmi er tækninýjung eins og bíll-
inn. Tilkoma hans gerði dreifða
byggð með íbúðarhverfum og sér-
hæfðum atvinnuhverfum mögu-
lega, verslunarmiðstöð eins og
Kringlan byggir á tilvist bílsins.
Endurhönnun eldri hverfa vegna
tilkomu nýrrar tækni er aðeins
möguleg upp að vissu niarki og
ekki kemur til greina að rífa heilu
hverfin og byggja upp á nýtt.
Svipað má segja urn hugbún-
aðargerð. Tölvukerfi eru aðeins
tæknilegur kjami einhvers upp-
lýsingakerfis sem er órjúfanlegur
hluti af rekstri fyrirtækis. Það er
marklaust að tala um hugbún-
aðargerð sem eitthvað einangrað
tæknilegt ferli aðskilið frá veru-
leikanum, við verðum að skoða
samspil tölvukerfis við þann
rekstur sem það er, eða verður
notað sem hluti af. Kröfur til tölvu-
kerfis eru aldrei vel þekktar né
stöðugar yfir lengri tíma. Ný
tækni, nýjar þarfir eru sífellt að
korna frant og hugbúnaðargerð
snýst um að bregðast við þessum
þörfunr, aðlaga tölvukerfi að
síbreytilegum veruleika notanda
og gera þeirn kleift að leysa af
hendi sín störf.
Sem dæmi urn áhrif þessa nýja
viðhorfs er viðhald hugbúnaðar.
Það hverfur sem sérstakur fasi í
frantleiðsluferli hugbúnaðar. Við-
hald er í staðinn fólgið í áfrant-
haldandi gerð frumgerða, sífelldri
aðlögun kerfis að breyttum
þörfum notanda. Nýjar þarfir eru
greindar og tillögur að lausn
felldar á skipulegan hátt að nú-
verandi kerfi og þess gætt að
tæknilegum gæðum kerfisins sé
ekki fórnað. í dag er al 11 of algengt
aðþegarkemurað viðhaldiáhug-
búnaði, þá ertæknilegum gæðum
kerfis fómað með samfelldri röð
reddinga, vegna þess að engri sér-
stakri aðferðafræði er beitt til að
takast á við vandamálin.
I þessu ljósi er rétt að skoða
spurninguna urn aðferðafræði í
hugbúnaðargerð: hvaða verkfæri
og aðferðir hjálpa fyrirtækjum að
þróa rekstur sinn í þá átt sem er
hagkvæmast fyrir þá, en koma
ekki í veg fyrir að fyrirtæki ná
markmiðum sínurn. Markmið
með tölvuvæðingu hlýtur að vera
að aðstoða fyrirtæki til að ná mark-
miðum sínum með aðstoð tækn-
innar, ekki þrátt fyrir tækni-
væðingu.
Niðurstaða
Við notkun frumgerða er
áherslan á þróun upplýsingakerfa
sem styðja við vinnu notenda.
Ekki er eingöngu horft á hug-
búnaðinn sem tæknilegt vandamál
aðskilið frá þeirn veruleika sent
hann verður notaður í. Kerfi eru
sköpuð í minni áföngum og með
sífelldri aðlögun gefst kostur á að
aðlaga kerfi að síbreytilegum
veruleika notanda.
1. Hér reynir mikið á verkefna-
stjómunina. Sífellt er verið að
fá nýjar hugmyndir og breyta
og alltferliðgeturauðveldlega
orðið ein allsherjar óreiða. En
lykillinn að vel heppnaðri
stjórnun er einmitt að skynja
hvenær má gefa lausan
tauminn og hvenær ber að
skera á frekari tilraunastarf-
semi og þoka verkinu áfram.
Þar sent prófanir felast í
úttektum notanda eru allar
ák varðanir teknar á grundvel I i
notkunar, en ekki aðeins fylgt
því sent einhver aðferðafræði
segir.
33 - Tölvumál