Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 2
VISIR
-Föstudagur 21. september 1962.
]=□ IPn |—ii | t=T
Færeyjaför ÍBK:
£
Thorstein beint úr róðri /
ieik Þórshafnarúrvalsins
Keflavík kom taplaus
frá Færeyjum
Ekki voru Keflvíkingar
fyrr orðnir sigurvegarar í
2. deild og þar með komn-
ir í tölu 1. deildarliða, en
þeir „brugðu sér út fyrir
pol!inn“, nánar til Færeyja,
en þar léku þeir fjóra leiki
og komu heim aftur tap-
lausir. — Keflvíkingarnir
fóru utan mánudaginn 3.
sept. s.l., en komu heim
fimmtudaginn 13. sept. s.l.
og láta mikið af góðum
móttökum Færeyinga og
einstakri gestrisni þeirra.
MEÐ „FAXA“ TIL
VOGARFLUGVALLAR.
Frá Reykjavík var fyrst hald-
ið flugleiðis með Flugfélaginu
sunnudaginn 2. september, en
A/WWWWWWWWW
Evrópubikarinn:
Æftaf
fullum
krafti
í fyrrakvöld var haldinn fundur
meðal liðsmanna Fram um utan-
förina til Árósa, en þar munu
Framarar leika við Skovbakken,
Danmerkurmeistarana í hand-
knattleik í Evrópubikarkeppninni.
Ekki tókst að fá upplýst í gær-
dag hvað ákveðið var í málinu og
vorum við ekki einir um það, því
skömmu áður en við töluðum við
Hannes Þ. Sigurðsson, hafði biaða-
maður Politiken reynt að fá sömu
upplýsingar, en fengið það svar,
að rétt væri að Skovbakken læsi
fréttimar fyrst í bréfinu sem væri
á leiðinni til Árósa.
Fulivíst má þó telja að Framar-
ar hafi samþykkt 4. nóvember sem
leikdag, cn Skovbakken hafði áður
stungið upp á þeim degi fyrir
keppnina.
Framarar æfa nú af fullum
krafti og hafa leikið nokhra æf-
ingaleiki og gengið vel, t. d. unnið
Víking með yfirburðum, en Vlk-
ingur hefur mjög sterku 1. deildar-
liði á að skipa, Unglingalandsliðið
hefur og tapað fyrir Fram, en það
Iíj er í nokkurri æfingu, enda æft
fyrir utanför í nokkum tíma.
snúa varð við sökum illviðris
á flugvellinum í Vogi í Færeyj-
um, en daginn eftir lagaðist
veðrið heldur og var nú lent eft-
ir 3 tfma flug. En ekki var kál-
ið sopið, þótt í ausuna
væri komið, eftir var að kom-
ast frá Vogi með bát og bíl til
Þórshafnar, og þangað var kom-
ið fyrst eftir 9 tíma ævintýra-
ríkt ferðalag í lofti, á sjó og í
landi.
FÆREY JAMEIST ARARNIR
SIGRAÐIR.
Færeyjameistararnir úr B-36
urðu fyrsta bráð hinna hörðu
Keflvíkinga og urðu að tapa,
3:1, en í hálfleik var staðan 1:1.
Daginn eftir var keppt við
hina herskáu Klakksvfkinga,
sem eru frægastir eftir „lækna-
stríðið", sem þar geisaði fyrir
nokkrum árum og var forsíðu-
efni blað^i vfða um langt skeið.
Til Klakksvfkur þurftu Keflvík-
ingar að fara með lítilli mótor-
skel en sjóveikin hafði þegar yf-
irbugað suma liðsmenn eftir
tveggja tíma ferðalag. 1 hálfleik
stóðu leikar 1:0 fyrir Klakks-
vík, en leik lauk með jafntefli,
1:1.
Aminntir fyrir að
SPARKA ÚT AF.
Þriðji leikur Keflvíkinga var
svo leikinn föstudaginn 7. sept.,
en þá mættu þeir HB (Havnar
Boldklub), sem reyndist vera
sterkasta liðið, sem lék við
Keflavfk f þessari ferð. I hálf-
leik var staðan 1:0 fyrir Kefla-
vík, en ekki gekk sem bezt að
yfirbuga Færeyingana og lék
Keflavíkurvörriin svokallaða
neyðarvörn, sparkaði út af og
reyndi að tefja. Fyrir að sparka
viljandi út af áminnti færeyski
dómarinn keppendur og er það
alls ekki fráleitt og geta fs-
lenzkir dómarar lært af því,
énda er slíkur leikur mjög leið-
inlegur og óíþróttamannslegur.
Keflvíkingar unnu þennan harða
leik með 3:2, en hætt voru þeir
komnir, því HB jafnaði og
komst yfir, 2:1, en sú sæla stóð
skammt, því Keflavík jafnaði á
sömu mínútu og skoraði sfðan
sigurmarkið, 3:2. Var þetta lang
bezti leikur ferðarinnar.
FÉLAGARÍGUR í
ÞÓRSHÖFN.
í Þórshöfn léku Keflvfkingar
svo síðasta leikinn við Þórs-
hafnarúrval, sem var skipað
leikmönnum HB og B-36. Geysi-
legur rfgur er milli leikmanna
úr félögunum og afklæddust
liðsmenn þeirra í sitt hvorum
búningsklefanum, — sitt hvor-
um megin við völlinn. Þetta lið
reyndist líka ekki nema hálft
lið, alla samvinnu skorti og sig-
ur Keflvíkinga var léttur, 4:0.
VWWWWW'/WWWWWWWVWW A/WWWV
i Wilma á Norðurlöndum
Hin fræga bandaríska íþróttakona Wilma Rudolph var nýlega á ferð á
Norðurlöndum. Hún er ein mesta Iþróttakona, sem uppi hefur verið,
Ólympíumeistari I 100 og 200 metra hlaupi'kvenna og á heimsmet í
báðum greinunum. Hún er mjög vinsæl og sást það bezt af því, að 6
þúsund áhorfendur komu til að sjá hana á íþróttamóti í Kaupmannæ
höfn, en yfirleitt er mjög lítil aðsókn að frjálsíþróttamótum þar
í Osló sóttu 7 þúsund manns íþróttamót, þar sem hún kom fram
Hér sést hún á mynd, sem tekin var af henni á Bislet-íþróttavell
inum í Osló. — Hún er nýlega gift og kallast nú Wilma Ward
Færeyingar eru mjög fákunn-
andi og. frumstæðir í knattspyrn
unni svo ekki sé meira sagt,
HM í handknattl.
annað hvert ár
Ráðstefna handknattleiksmanna í Madrid fór friðsamlega J
fram og er nú nýlokið. Ekki urðu miklar umræður en eftir-
farandi var samþykkt:
Heimsmeistarakeppnin í handknattleik innanhúss fer fram'
í Tékkóslóvakíu og munu Tékkar bjóða til keppninnar 15]
þjóðum, en keppnin fer fram 1964 sennilega í febrúar—marz. <
Sænsk tillaga um að leika HM annað hvert ár var samþykkt <
og 1966 munu Frakkar sjá um keppnina, þá Japan eða Dan-
mörk.
Samþykkt var að hætta við HM í 11 manna handknatt-
leik kvenna enda lítiil áhugi fyrir þeirri íþrótt.
Austur-Þjóðverjar voru á ráðstefnunni teknir í Alheims-
samtök Handknattleiksmanna og var það samþykkt með 15 J
atkvæðum gegn 7, en 3 voru auð. Tveir fulitrúar voru á ráð- <
stefnunni frá Islandi.
//
Lærið af Islendingum
//
— sögðu dönsku blöðin
Margir danskir í-
þróttahópar hafa heim-
sótt ísland undanfarin
ár og mest þó að undan-
förnu. Um heimsókn
Holbæk til Þróttar í sum
ar var mikið skrifað í
blöðin í Holbæk.
í einu þeirra var ráðizt að
DBU — danska knattspyrnu-
sambandinu og sambandið
gagnrýnt harðlega fyrir ein-
stæðan smásálarhátt varðandi
móttöku Vestmannaeyjafélag-
anna Þórs og Týs, sem komu
til Danmerkur á ferðalagi sínu.
Er bent á í greininni að sjálfir
taki Islendingarnir manna bezt
á móti gestum sínum, jafnvel
þótt um sé að ræða unglingalið
en ekki margföld meistaralið.
Það var einkum smásálarleg
framkoma DBU í sambándi við
aðgang að veliinum í Köge, en
þar fengu Vestmannaeyingarn-
ir ekki að sjá unglingalandsleik
Noregs og DanmeVkur. Til stóð
að bjóða Vestmannaeyingunum
að sjá leikinn, en þegar til
kom strandaði á því að málið
hafði ekki verið lagt fyrir fram-
kvæmdastjórnarfund hálfum
mánuðí áður og því var ekki
hægt að bjóða Vestmannaeying-
um, jafnvel þótt 8000 laus sæti
væru á Köge Stadion. DBU
hélt fast um bókstafinn.
„Kannski væri það góð hug-
mynd að senda nokkra DBU-
menn til Islands", segir blaðið,
„þá mundu þeir fá að sjá hvern-
ig á að taka á móti gestum."
enda er knattspyrna þeirra
einhver hreinasta áhuga-
mennska, sem um getur. At-
vinnan situr í fyrirrúmi, t. d.
var Torstein Magnússon, hinn
góðkunni h. útherji B-36, að
koma úr róðri rétt áður en leik-
ur Þórshafnarúrvalsins og iBK
hófst og hafði hann verið við
vinnu sína á fiskimiðunum alla
nótFina.
Otvarpsstjóri Færeyja lýsti
síðasta leiknum í útvarpið og
þótti lýsing hans hafa heppnazt
vel. Var Keflvíkingum gefin
spólan með lýsingunni.
Heim komu leikmenn Kefla-
víkur svo fimmtudaginn 13.
sept. s.l. með Dr. Alexanderine.
Erlvndar
Sréttir
► Pólska liðið Polonia vann
síðari leik sinn í Evrópubikar-
keppninni í Aþenu f gær, en
andstæðingurinn í þessari um-
ferð var gríski meistarinn Pan
athinaikos. Pólverjarnir unnu
4:1 og eru þar með komnir i 2.
umferð keppninnar.
► OFK, Belgrad vann sig upp í
2. umferð með jafntefli 2:2
gegn A.-þýzka liðinu Chemisi-
halle í Berlín í gær. Fyrri Ieik-
inn í Belgrad vann júgóslav-
neska liðið.
► Ungverska liðið Vasas vann
leik sinn í gærkvöldi gegn
norsku meisturunum Frederik-
stad með 7:0. í hálfleik var
staðan 5:0. Vasas heldur áfram
í 2. umferð Evrópubikarsins.
CDNA, Búlgaríu vann Part-
isan, Belgrad í Evrópubikar-
kcppninni í knattspyrnu með
2:1 í fyrri leik Iiðanna í 1. um-
ferð keppninnar. Síðari leikur-
inn fer fram 3. okt. í Belgrad.