Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 1
( VISIR 52. árg. — Föstudagu-1 21. september 1962. — 216. tbl. ÁTTA PRESTAR HAFA ÁHU6A Á AÐ SÆKJA Samkvæmt því, sem komið hef- ir fram í fréttum, á að kjósa 4 nýja presta í Reykjavík nálægt næstu áramótum. Blaðið hefir heyrt sex væntanlega umsækjend- ur tilnefnda. Sagt er að séra Ól- afur Skúlason, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, ætli að sækja um Bústaðasókn, séra Magnús Guð- mundsson á Setbergi og séra Þór- bergur Kristjánsson í Bolungarvík um Laugarnesprestakall, séra Jón- as Gíslason, séra Hjalti Guð- mundsson og séra Ragnar Fjalar Lárusson á Siglufirði um Nes- prestakall og þeir séra Magnús Runólfsson, framkvæmdastjóri K.F.U.M., og séra Sigurður Haukur Guðjónsson á Hálsi í Fnjóskadal um Langholtsprestakall. Nú stendur yfir í Reykjavík kirkjuráðsfundur til undirbúnings kirkjuþingi, sem á að koma saman í næsta mánuði. Kirkjuþing kom síðast saman fyrir tveimur árum og var þá m. a. rætt um veitingu prestakalla, það er að segja hvort leggja ætti niður að kjósa presta. Þessu máli var vísað til umsagnar héraðsfunda í prófastsdæmunum. Þær umsagnir munu nú liggja fyrir og málið verða tekið fyrir til end- anlegrar afgreiðslu á kirkjuþinginu i í haust. i Prestskosningum hefir verið fundið margt til foráttu á liðnum árum, að f þær blandaðist stjórn- málaþras, þær vektu úlfúð innan I safnaðanna og útkoma þeirra I stæði oft í öfugu hlutfalli við i hæfni umsækjenda til starfsins. | Aðrir vilja halda í þær í lengstu I lög og telja til sjálfsagðra lýðrétt- . inda. !; Adlon selt \ 'I Einn þekktasti næturklúbbur'I .;í Kaupmannahöfn, Adlon, er nú«J " að skipta um eigendur. Svendj ■ 1 ............ — -----------------«, ■.Muchart, sem hefur átt klúbb-J. Ijinn o" rekið hann í 39 ár vilUJ *.nú selia os telur næriri fióraí* Skipulagi Handíða- skólans breytt Kurt Zier skólastjóri Handíða- og myndlistarskólans, boðaði frétta menn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá því, að fyrirhugaðar væru allmiklar breytingar á námstilhög- un f Handiða- og myndlistarskólan- um, er hann tekur til starfa nú í haust. Helztu nýjungarnar eru 2 ára forskóli, nám f hagnýtri graf- list, tízkuteikning og umræðu- kvöld. NÝJUNGAR. Kurt Zier Iýsti þeirri skoðun sinni fyrir fréttamönnum, að alft myndlistarnám hér hefði verið fálmkennt og lítt skipulagt. Hver vildi Iæra það eitt, sem honum þætti gaman að, en léti allt annað lönd og leið. Menn kæmu kannski og ætluðu sér að verða heimsfræg- ir málarar og færu að mála þrí- hyrninga og hringi og teldu sig ekki h...-fa að læra neitt í teikn- ingu eða öðrum almennum undir- stöðuatriðum myndlistar. Þetta væri svipað og þegar nemendur f læknisfræði segðust ætla að verða til dæmis augnlæknar og hefðu þess vegna ekkert að gera með að kryfja dauðar manneskjur. Nú væri þess vegna þörf á þvl að reyna að skipuleggja allt nám í skólanum betur og fá meiri festu I starfið. Það er því grundvallar- brpyting á námstilhögun í skólan- um að setja á stofn tveggja ára Framhald á bls 5 300 metra löng jorðgöng Eins og skýrt var frá i Vísi í gær miðar vel áfram rannsókn- um á orkusvæði Þjórsár við Búrfeli. Einn liðurinn í rann- I sóknum þessum er að grafa um 800 m. löng göng og eru göngin þeg orðin 200 m. á lengd. Þau eru 2ja metra breið og 2,20 á hæð. Miklar líkur eru á að nýta megi göng þessi sem aðkeyrslugöng fyrir stöðvarhús- ið, sem staðsett verður í kvos- inni tr.illi Búrfells og Sámstað- armúla með því að breikka þau og hækka. — Ljósmyndina hér tók Ingimundur Magnússon f hinum miklu jarðgöngum, er fréttamenn Vísis heimsóttu staðinn í gær. Er verið að moka nýsprengdu grjótinu á vagn sem síðan er dreginn út með eimreið. .'ara, en er þekktastur sem næt- •urklúbbur, þar sem menn þurfal" Jekki að óttast að svindlað séN •á þeim. ■; I Adlon náði mestri frægð, semN Jsamkomustaður ffna fólksins í"I ■Kaupmannahöfn á árunum milli.; Istríðanna. Á seinni árum hefurj. Jhann hins vegar verið mikið*J ■ sóttur sem dansstaður, sér íl* Jlagi af ungu fólki. |. ■ Kaupandi klúbbsins er hluta-.J Ifélag sem nefnist Scan-Public.;» JVerður gengið frá kaupunum*! ■strax og félagið hefur fengið.; Inauðsynleg leyfi til veitinga-J. •hússreksturs. ■! Fannst íáklæddi ölvunardái Lögreglan í Reykjavík fann í fyrrakvöld fák! edda stúlku í ölv- unardái í bifreið varnarliðsmanna fyrir utan Vetrargarðinn. Var farið með stúlkuna í slysa- varðstofuna þar sem hún jafnaði sig að nokkurri stundu liðinni. Jafnframt fór fram á henni læknis- skoðun, en engin merki sáust þess að hún hafi verið ofbeldi beitt eða iagðar á hana hendur. Við yfirheyrslu hjá rannsóknar- Ný rafvél vii Irahssstöiina / vetur og í toppstöðino við Elliðnór 1963-64 í vetur mun verða bætt nýrri vélasamstæðu í íra- foss-stöðina við Sog og næsta vetur verður vænt- anlega bætt við nýrri gufu- aflsstöð við Elliðaár — sam tais 27,000 kílóvatta orku. Vísir hefir aflað sér upplýsinga um þessi mál hjá Jakob Guðjohn- sen rafmagnsstjóra, sem sagði m. a., að í desembermánuði næstkom- andi mundu koma til landsins fyrstu vélahlutarnir f nýju vélasam stæðu Irafossstöðvarinna., og er gert ráð fyrir, að verkinu verði lokið um eða upp úr áramótum. Þarna er um að ræða v(élasam- stæðu, sem gefur 15,500 kílóvatta orku, en fyrir eru í stöðinni vélar, sem framleiða 31,000 kílóvött. — Þarna er því um 50% aukningu að ræða. Með þessari viðbót verður vatn það, sem írafoss-stöðin hefir til umráða, nýtt til fullnustu, og fer þá að nálgast ,að Sogið verði full- nýtt til raforkuframleiðslu, en þó Framhald á bls. 5. lögreglunni bar stúlkan við algeru minnisleysi, mundi síðast eftir því að hún var stödd inni í Vetrar- garðinum, en eftir það kvaðst hún ekkert vita af sér fyrr en hún komst til meðvitundar í slysavarð- stofunni. Mál þetta var sent til framhalds- rannsóknar til lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, þar eð allir að- ilar, sem hlut áttu að máli, voru þaðan eða úr nágrenni. Rannsóknarlögreglunni barst í gær kæra um það, að maður hafi ráðizt inn í braggaíbúð til konu nokkurrar í fyrrakvöld og hafði hann farið inn um glugga. Maður- inn mun þó hafa farið fljótlega út aftur og rannsóknarlögreglan kvaðst, eftir kærunni að dæma, ekki geta séð að þar hafi verið um líkamsárás að ræða, en skýrsla hafði þá enn ekki verið tekin í málinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.