Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. september 1962. 7 VISIR ____ siálfum sér Það var engan mann að sjá, en útidyrnar stóðu opnar og ó- réjjlulegt ritvélarhljóð barst innan úr húsinu þegar ég þrýsti á dyrabjölluna, hætti hljóðið í ritvélinni strax, en enginn kom út. Svo birtist William Faulkner allt í einu fyrir framan mig svo skyndi- lega, að ég hrökk við, og svo spurði hann stillilega: Já? Hvern ætluðuð þér að hitta, herra? Hann var lágur vexti og næstum hvíthærður með köld, svört augu, sem þrengja sé.r gegnum mann. Ég vissi, að hann vildi engan hitta og svar- aði ekki einu sinni í símann, en ég hafði komið samt. Honum gazt ekki að komu minni, en hann bauð mér samt inn. í setustofunni settist hann and- varpandi í sófann, tók upp pípu sína og tróð í hana. „Ég þoli ekki ákveðna tegund viðtala, það er að segja þá teg- und þegar menn koma til mín og biðja mig að segja eitthvað, sem muni vekja áhuga lesanda hans. Það er bein ókurteisi, það hljótið þið að skilja. Ástæða þess að ég er á móti viðtölum er sú, að ég virðist bregðast illa við persónulegum spurning- um. Ef spurningarnar eru um starf mitt, þá reyni ég að svara þeim. Það er erfitt starf að vera rithöfundur, en það ætti að vera skemmtilegt starf, það hefur mér alltaf fundizt. Ég skrifa mér til hugarhægðar, ég er ekki bókmenntamaður. Þeg- ar ég er að semja, skrifa ég 60 — 65 orð á mínútu, pn þegar ég er að endurskrifa, þá vinn ég miklu hægar, skrifa kannski 40 — 45 orð á mínútu. Ef þér finnst þú þurfa að skrifa 10 síð- ur á dag, þá hverfur öll ánægja af starfinu, og það kemur niður á verkinu. Nú ^ tímum er alltof kostnaðarsamt að hafa fastan einkaritara, svo ég vélrita allt sjálfur. En þegar ég er kominn í á heljarþröm. eins og þegar út- gefandinn kemur og segir mér, að hann hefði orðið að fá hand- ritið í gær, þá ræð ég einkarit- ara til að vélrita fyrir mig. Ég hef ekki trú á því, að fjár hagsleg velgengni spilli rithöf- William Faulkner, einhver mesti rithöfundru Bandaríkjanna. undi, sem er ráunverulegur rit- höfundur, af því hann skapar aldrei þá fullkomnu sögu, sem hann dreymir um.; Rithöfundur getur fullnægt öðru fólki, en Síðasta viðtal Williams Paulkners aldrei sjálfum séri Og á hverj- um morgni hefur ha'nn eitthvað til að vakna til, sérhvern morg- jn ævi sinnar gefst honum nýtt ækifæri til að reyna að skapa rina fullkomnu sögu. Húsa - miður getur reist gallalaust lús og múrarinn getur hlaðið ó- ðfinnanlegan múr, en slík emur aldrei fyrir rithöfund, o 'ó verður hann stöðugt ; eyna. öllum rithöfundum • mistek i láta rætast draum okkar ur tllkomnun. Þess vegna flokk; okkur eftir mistökum okka t' ég gæti skrifað öll verk mj' tur, þá er ég sannfærður un 5 ég gæti bætt þau. Það er a essum ástæðum, sem lista maðurinn heldur áfram viðleitn, sinni: hann heldur í hvert skipti, að nú muni honum tak- ast það. Vitanlega tekst honum það ekki, og það er þess vegna, sem heilbrigt ástand ríkir. Ef honum tækist að skapa draum sinn, ætti hann ekkert annað úrræði en skera sig á háls, breyta fullkomnun sinni í sjálfsmorð. Ég er misheppnað ljóðskáld. Kannski er það svo, að allir skáldsagnahöfundar hafi i fyrstu löngun til að skapa ljóð- list, komast að því, að þeir geta það ekki, reyna svo smásöguna, sem er erfiðasta formið að Ijóð inu frágengnu. Það er ekki fyrr en þeim hefir mistekizt þar líka, að þeir snúa sér að skáld- söguforminu. Skáldsagnahöfundur þarf að hafa 99 prósent hæfileika, 99 prósent sjálfsögun, 99 prósent vinnu. Plann má aldrei vera á- nægðut_nt£ð það, sem hann hef- ur gert.'.Þaðier aldrei eins gott og það gæti verið. Þú átt alltaf að láta þig dreyma Iengra og setja markið hærra en þú getur komizt. Þú átt ekki bara að reyná að skara fram úr sam- tíðarmönnum þínum eða eftir- komendum. Þú átt að reyna að skara fram úr sjálfum þér. Listamaðurinn er vera, sem er knúin áfram af duldum öflum. Rithöfundalíf og einkalíf rit- höfundar eru jaðskildir hlutir og ættu ávallt að vera aðskildir, vegna þess að skáldskapurinn er sprottinn úr heimi hugar- flugsins og bundinn hugarflug- inu að mestu leyti. Vitanlega verður rithöfundurinn að skrifa, það er sjálfsagt mál, og hið eina sem hann getur gert til að frelsa sjálfan sig, þegar öflin knýja á, er að skrifa sig undan þeim. Ég hef enga trú á þeitri kenningu, að rit-höfundur eigi betra með að skrifa, ef hann fer eitthvað burt út í eyðilega skóga og útilokar sig frá um- Framhald á bls 10 , William Faulkner í fyrra stríðinu. innislausi mað- urinn í NOREGi Norska lögreglan er nú í standandi vandræð- um með ókunnugan mann, um 25 ára gaml- an, sem fannst á götu í bænum Drammen, skamint fyrir sunnan Osló. Maður þessi hefur misst minnið og veit eng inn hvaðan hann er, eða hvað hann hefur verið að gera í Drammen. Það þykir víst, að maðurinn sé útlendingur en ekki hægt að gera sér grein fyrir af hvaða þjóðerni hann er, því að hann tal- ar nokkur tungumál reip rennandi. — Hann talar bæði frönsku, ensku og pólsku reiprennandi og sænsku talar hann vel. — Einstaka orð reynir hann að bera fram með norskum framburði. Særður á höndum. Maðurinn fannst sitjandi á bekk í Drammen og var mjög illa á sig kominn. Virtist hann hvergi hafa fengið inni og var svefnlaus. Var lög- reglunni gert aðvart vegna undarlegs háttalags manns- ins, og tók hún hann undir vernd sína. Þegar það kom í ljós, að hann gat enga grein gert fyrir sér og engin auðkenn- ingarskjöl fundust á honum, lét lögreglan flytja hann á sjúkrahús í Drammen, en síð ar hefur hann verið fluttur á sálkönnunarstöð í Osló. Maðurinn hafði mörg sár eða meiðsli á höndum og lík- ama, eins og hann hefði lent í hörðum átökum. Hafa eng- ar upplýsingar fengizt um hann enn, þótt lögreglan hafi leitað ýmissa ráða. Interpol veit ekkert. Meðal annars hefur norska ríkislögreglan sent fingraför hans .til alþjóðalögreglunnar, Interpol, ef ske kynni að hún hefði áður haft með hann að gera, en það hefur enn sem komið er orðið árangurslaust. Einu sinni virtist hann kalla sig Henrik, en ekki hef ur hann fengizt til að stað- festa það síðar, að það sé hið rétta fornafn hans. í gráum fötum, Maðurinn var klæddur I gráar síðbuxur. gráan jakka úr öðru efni. skyrtu með manséttum og ódýrum man- séttuhnöppum, blágrátt ullar vesti. Þá var hann með blátt slifsi og í gráum, stuttum sokkum. Hann var aðeins með vinstri skó ú fæti. Það var skór með þykkum gúm- sóla af stærðinni 41. í vasa hans fannst tóbaks- veski, sem hann geymdi í nokkrar norskar krónur, naglaklippur og lyklahring með ferðatöskulyklum. — Við lyklahringinn var merki, sem á stóð: „Suomi Finnland". Annað fannst 'ekki í vösum hans. Hann virtist hafa á- huga á ljósmyndum og þekkti, að ljósmyndavélin, sem lögreglumaður einn var með, var af tegundinni Con- Minnislausi maðurinn er um 25 ára gamall. inn að hann sé Pólverji, en veit það þó ekki með vissu. Er þetta uppgerð? Fréttin um þennan ókunn- uga, minnislausa mann hefur vakið talsverða athygli í Nor- egi og menn spyrja hvort þetta geti raunverulega verið rétt, hvort þetta sé ekki bara tóm uppgerð, maðurinn sé að spila sig minnislausan. En sálfræðingar segja að það sé staðreynd, að menn geti misst minnið ef minn- isstöðvamar í heilanum skaddast, og getur það minn isleysi verið með ýmsum hætti. Það er t. d. algengt, að menn gleymi öllu um sjálfa sig, nafni og fyrra umhverfi, en kunni áfram að tala þau tungumál, sem þeir hafa lært. Sálfræðingar hafa tekið málið að sér og rannsaka þetta tilfelli ýtarlega. Þeir kunna ýmis ráð til að komast að því, hvort um uppgerð sé að ræða, en á meðan sendir norska lögreglan út tilkynn- ingu til ýmissa landa um það, hvort menn geti veitt nokkrar upplýingar um þenn- an dularfulla náunga. i ......■lllíf*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.