Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 4
/
'"SIR
Föstudagur 21. september 1962.
KSMB
LOM
í ár eru liðin 75 ár síðan
hið alm. danska garð-
yrkjufélag var síofnað,
og í sumar hefjr þessa
verði minnzt með ýmsu
móti víðs vegar í Dan-
mörku. Hámark hátíða-
haldanna er garðyrkju-
sýning ein mikil í Fórum
í Kaupmannahöfn, sem
opnuð verður hinn 28.
september n. k.
Öllum Norðurlöndunum hef-
ir verið boðin þátttaka í sýn-
ingunni og er þegar unnið að
miklum sýningardeildum frá
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Af íslands hálfu taka tveir garð
yrkjubændur þátt í sýningu
þessari, af hálfu Garðyrkju-
bændafélags Árnessýslu, þeir
Paul V. Michelsen og Lauritz
Christiansen í Hveragerði.
Fréttamaður blaðsins átti tal
við Paul Michelsen í-^pessu til-
efni, spurði hann um sýninguna
og væntanlega þátttöku þeirra
félaga í henni.
Paul var að vísu önnum kaf-
inn ásamt frú sinni, Sigríði, gð
afgreiða viðskiptavini, er komn-
ir voru til að sækja sumarauka
f gróðurhús hans, er frétta-
mann bar þar að, svo viðtalið
varð ærið slitrótt. Konumar
völdu sér blómin, en úr mörg
hundruð tegundum og afbrigð-
um pottablóma er að veljg í
stöð Pauls, og börnin þurftu
einkum að skvaldra við apann
Jobba og páfagaukinn Láru
auk fjölda japahskra hrisgrjóna
fugla og dvergpáfagauka, sem
dveljast þarna í gróðurhúsinu
meðal blóma. Eiginmennirnir
standa svo álengdar, albúnir að
borga brúsann, þ. e. a .s. sum
araukann í líki nokkurra
blómsturpotta frá Paul og gera
sér. þá kannski til dundurs að
virða fyrir'sér bananatréð, sem
bráðlega ber fullþroska ávöxt.
— Verður þetta mikil þátt-
taka hjá ykkur, Paul?,
— Ég víl taka það strax
fram, segir Paul, að þess var
sérstaklega vænzt af Dana
hálfu, að héðan yrði almenn
þátttaka í sýningunni og mér
finnst persónulega mjög leitt,
aÖ við skulum aðeins vera tveir,
sem sjáum okkúr fært að taka
þátt í sýningunni héðan frá
Islandi. íslenzkir garðyrkju-
menn hafa áður tekið þátt í sýn
ingum bæði f Danmörku og
Finnlandi en ég þori að fullyrða
að það er meira magn af blóm-
um sem við förum með að þessu
sinni en áður hefir farið héðan
á Nórðurlandasýningar.
— Hvernig flytjið þið blóm-
in?
— Við hjónin förum með
Gullfossi á laugardaginn og
tökum þá með okkur einar 20
— 30 tegundir af pottablómum
meðal annars. Lauritz Christ-
iansen flýgur út rétt fyrir opn-
un sýningarinnar og þá koma
afskornu blómin, sem einkum
verða nellikur úr garðyrkjustöð
hans, en Christiansen er einn
fremsti nellikuræktarmaður hér
á landi.
Vidfal við
Michelsen,
gnrðyrkju-
snann í
Hveragerði
— Og þetta verður mikil
sýning?
— Ég held, að það sé óhætt
að vænta þess, að hér verði um
eina stærstu og merkustu garð-
yrkjusýningu að ræða, sem
haldin hefir verið fram á þenn-
an dag í Danmörku og á Norð-
urlöndunum. Drottning Dana
mun verða verndari sýningar-
innar, og hún mun opna hana
hinn 28. og gert er ráð fyrir,
að sýningin standi í átta daga.
— Um hlutdeild okkar í sýn-
ingunni, segir Paul, er það að
segja, að þrátt fyrir mikinn
kostnað og erfiðleika munum
við reyna að gera okkar bezta.
Ég vil geta þess í þessu sam-
bandi, að aðalritari sýningar-
innar er islandávinurinn J. N.
Sennels, ritstjóri danska garð-
yrkjuritsins. ^Hefur hann heitið
því að greiða fyrir okkur á all-
an hátt á sýningunni og vænt-
Paul V.
Michelsen
í gróður-
húsi sfnu.
Paul V. Michelsen.
um við hins bezta af samstarf-
inu við hann.
— Hvernig verður svo ykkar
deild komið fyrir?
— Nú, það er nú kannski
varla hæfet að vænta þess, að
okkar deild — éins og þú
nefnir þetta svo hátíðlega —
setji mikinn svip á þessa miklu
sýningu. Við fáum 20 fermetra
gólfflöt til yfirráða á sýningar-
svæðinu. Við höfum fengið til
aðstoðar danskan sérfræðing,
sem við væntum mikils af við-
víkjandi fyrirkomulagi og upp-
setningu. Við höfum hugsað
i ókkur þarna öðrum þræði ís-
lenzka landslagsstælingu,
hraun, gjósandi hver og þess
háttar, en annars er ekki rétt
að fara nánar út í þetta að svo
komnu máli. Við höfum þegar
sent út heilmikið af hraungrýti
og ég mun m. a. taka með mér
mosa í þessu skyni.
Þar með er Paul "horfinn til
viðskiptavinanna.farinn aðselja
kvenfólkinu sumarauka f stærri
og minni blómapökkum og
frúrnar þurfa að fræðast af
honum, hvernig á að með-
höndla hverja tegund. Paul er
hið mesta lipurmenni og svarar
jafnvel hinum furðulegustu
spurningum af næmum skiln-
ingi. En þegar krakkarnir kalla
til hans og spyrja, hvort þau
megi gefa apanum Jobba meiri
brjóstsykur, þá er það þvert
nei, bæði hjá Paul og frú Sig-
rfði.
Paul Michelsen nýtur mikilla
vinsælda, stéttarbræðra sinna
og viðskiptavina, sem dugandi
garðyrkjumaður. Hann hefur
átt þátt í þeim garðyrkjusýning-
um, sem hér hefir verið stofnað
til á undanförnum árum og
kynnt sér það bezta sem fram-
leitt er í gróðrarstöðvum ná-
grannalandanna, einkum í Dan-
mörku og Hollandi. Sér þess
glögg merki f- garðyrkjustöð
hans, og í gróðurhúsum hans
kennir margra grasa. Við rek-
um augun í þroskamiklar og lit-
fagrar Krotonplöntur, sem lík-
lega mundu sóma sér vel á
hvaða garðyrkjusýningu sem
• er og ef til vill eiga þær líka
eftir að gera garðinn þeirra
Christiansen frægan í Forum á
næstunni. Maður hlýtur að
staldra við og virða fyrir sér
breiðu af ævintýralegum
Monsterum, með hvanngrænum
og drifhvftum blöðum, en hér
er um að ræða eina af nýjung-
unum hjá Páli. 'Þá eru þarna
alblómstrandi Bucaenvillaplönt-
ur, en þær blómstra víst
'lengst og mest allra potta-
'blóma. Þessar sér bókstaflega
ekki f fyrir blómskrúði, og svo
sannarlega gæti manni dottið í
hug að eitthvað af þeim ætti
samleið með Paul til Hafnar
með Gullfossi á morgun.
Að þessu sinni eru ekki tök
á því að frétta nánar um þetta
hjá Paul, gróðurhúsið og bók-
staflega orðið fullt af viðskipta
vinum og það má segja að
„sumaraukinn", það er að segja
pottablómin hans fljúgi út og
það kemur sér vel að af nógu
er að taka. Enda mætti segja
mér, að Paul yrði ekki síður
blaðamatur heimkominn af
hinni miklu garðyrkjusýningu
dönsku garðyrkjumannanna í
Forum sem hennar hágöfgi
Ingiríður drottning mun opna
og vernda.
St. Þ.
I
á stærstu garðyrkjusýningu Dana
•CT.ee*