Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR
Föstudagur 21. september 1962.
Flugstjóra
vikið úr
starfi
Deila er nú komin upp milli Fé-
lags atvinnuflugmanna og Flug-
félags íslands um brottvikningu
eins af flugstjórum Flugfélagsjns,
Sverris Jónssonar.
Var Sverri, sem starfað hefur
sem flugmaður hjá Flugfélaginu í
15 ár vikið úr starfi og hefur gœtt
óánægju með brottvikninguna i
flugmannafélaginu. l
Blaðið spurðist fyrir um þetta
mál hjá Flugfélaginu í morgun, en '
það vildi engar skýringar gefa.!
Flugmaðurinn sjálfur, Sverrir
Jónsson, sggði að engar skýringar
hefðu verið gefnar á brottvikningu
hans. Að öðru leyti vildi hann
heldur ekki ræða málið.
16 ÞÚSUND FJÁR í SKEIÐARÉTTUM
í dag eru Skeiða-réttir, en það
eru einar stærstu réttir á Iand-
inu. Myndin hér fyrir neðan var
tekin f gær skammt fyrir neðan
Haga í Gnúpverjahreppi og sýn-
ir f járreksturinn, þegar hann er
rekinn niður vestan Þjórsár.
Einn smalamanna gizkaði á
að reksturinn myndi vera um
10—12 þúsund, en alls væri
réttað yfir 16 þúsund fjár í
Skeiðaréttum.
Sumir gangnamennimir fóru
á fjall s.I. sunnudag og sögðu
þeir að veðrið hefði ekki verið
hagstætt, rigning og kalsi.
♦>« *>..........
ijjUiMHumttT
!
V
Gamlahrauni, sem er milli Stokks-
eyrar og Eyrarbakka. Þá em og
myndir frá Þingvöllum, Snæfells-
nesi og Rangárvallasýslu. Eru mál-
verk þessi flest máluð eftir að Þor-
lákur hélt sýningu sína í Ásmund-
arsal í fyrra, en í bogasal Þjóð-
minjasafnsins sýndi hann vorið
1960. Annars fara nú að verða
senn 15 ár, síðan Þorlákur sýndi
myndir eftir sig fyrst opinberlega.
Þessi sýning Þorláks stendur að
eins til 30. þessa mánaðar, og er
opin daglega þangað til frá kl.
2 — 10 síðdegis.
Þorlákur R. Haldorsen efnir til
málverkasýningar, sem opnuð
verður á morgun klukkan 2 eftir
hádegi í Ásmundarsal.
Þorlákur sýnir að þessu sinni
rúmlega 30 málverk, og eru þau
frá ýmsum stöðum, enda er hann
vanur að fara nokkuð víða eftir því
sem tækifæri hefir gefizt. Þeir,
sem sótt hafa fyrri sýningar hans,
muna eftir málverkum úr fjörunni
við Stokkseyri, og að þessu sinni
má sjá hjá honum myndir frá
Knarrarósi, sem er skammt fyrir
I austan þorpið, en auk þess úr
Mikil
bílasala
Mikið líf er nú í bílasölum
hér f bænum. Stafar það af þvi,
að margir sildarsjómannanna
eru komnir í bæinn og vilja
gjaraan kaupa sér bíl, enda með
fullar hendur fjár.
Blaðið hafði í morgun tal af
nokkrum bílasölum. Bar þeim
saman um að óvenju , mikið
hefði selzt af bílum í sumar og
salan verið jöfn, að öðru leyti
en því, að talsverður afturkipp-
ur kom í söluna, á meðan sá
orðrómur gekk að lækka ætti
verð á nýjum bílum.
Virðist sú tilhneiging ráðandi
núna að kaupa nýja bíla og ný-
lega. Er lítill áhugi á bílum, sem
eru meira en þriggja ára gamlir.
Þá er það áberandi að menn
vilja frekar bíla frá Evrópu en
frá Ameríku. Þykja þeir amer-
fsku of dýrir í rekstri. Þetta
þýðir einnig það, að hægt er að
fá ýmsa ameríska bíla á mjög
góðu verði.
SUNNA undirbýr mánaðar ferð til
TOKYO fyrir 70 þúsund krónur
Ferðaskrifstofan Sunna hefur í
hyggju að efna til skipulagðrar
ferðar íslendingar til Japan og
fleiri Austurlanda. Hér er um að
ræða þátttöku í ferðahóp 60
manns og eru í honum Danir og
Svisslendingar auk íslendinganna.
Hver þjóðarhópurinn hefur sinn
fararstjóra auk þess, sem farar-
stjóri verður frá svissnesku ferða-
skrifstofunni, sem stendur fyrir
ferðinni.
Japansferð þessi mun kosta um
70 þúsund krónur og er innifalið í
því flugferðir, dvöl í gistihúsum
og máltíðir.
Hún á að taka einn mánuð og er
fyrirhugað að fljúga héðan til
Ziirich og leggja þaðan upp í
ferðina þann 20. marz, en komið
verður aftur til EvrÖpu 18. apríl og
tekur ferðin þannig um einn mán-
uð.
Ferðatilhögun er þannig, að frá
Sviss verður flogið til Teheran í
Persíu, síðan Karachi í Pakistan,
Nýju Delhi, Rangoon, Hong Kong
og Tokyo. Lengsta viðdvöl ferðar-
innar er í Japan, 9 dagMt Ö| tHéðkl
þeirra staða sem verða heimsóttir
er Hiroshima. I lengsta hópferð Íslendinga, sem
Frá Japan verður snúið við til nokkru sinni hefur verið undirbúin.
Filippseyja, þá Bangkok í Síam, til Svissneska ferðaskrifstofan sem
Ceylon, Bombay á Indlandi og loks Sunna hefur samstarf við um þetta
til Beirut 1 Libanon. Þetta er ein I er A. Kuoni í ZUrich.
Helmingi fíeirí ökumenn
teknir ölvaðir en / fyrra
Um 300 bifreiðarstjórar hafa það I
sem af er þessu ári verið kærðir
fyrir ölvun við akstur, en það er |
nálega helmingi fleiri, en kærðir
voru fyrir sömu sakir á sama tíma
í fyrra.
Nánar tiltekið er tala þeirra
sem kærðir voru fyrir ölvun við
akstur frá s.l. áramótum til 20.
sept. s.l. 293 talsins, en voru á
sama tíma í fyrra ekki nema 169,
en þótti samt alltof há tala þá.
Að því er ÓÍafur Jónsson full-
trúi lögreglustjóra tjáði Vísi er hér
um að ræða þá ökumenn, sem
Reykjavíkurlögreglan hefur tekið
ölvaða við akstur, ýmist 1 Reykja-
vík sjálfri eða við vegaeftirlit úti
á þjóðvegunum.
Ólafur Jónsson telur að þessi
stórfellda aukning á kærufjöldan-
um frá því f fyrra stafi ekki af
því fyrst og fremst að bifreiða-
stjórar drekki nú meir en áður,
heldur af hinu að lögreglan hefur
strangara eftirlit orðið með bif-
reiðarstjórunum, og Ólafur sagði,
að það. eftirlit myndi enn hert.
Hann sagði jafnframt að í fyrra
hafi tala drukkinna ökumanna
þótt óhæfilega há, en þá höfðu —
eins og áður getur — 169 bíl-
stjórar verið kærðir til 20. sept.
en nú hefði þessi tala hækkað um
nálega helming. Hér er um 6-
fremdarástand að ræða serp verður
að uppræta í öryggisskyni fyrir
borgarana í heild.
Þorlákur sýnir í
Asmundarsal
i