Vísir


Vísir - 21.09.1962, Qupperneq 13

Vísir - 21.09.1962, Qupperneq 13
Föstudagur 21. septeraber 1962. 13 'HSIR U Thant — og heimsókn hans til Moskvu U. Thant, aðalritari SÞ var á miklu ferðalagi áður en allsherjarþingið hófst og kom m. a. til Moskvu. — Þaðan hélt hann áfram til hinna A-Evrópulandanna og hafði tal af ráðamönn- um þar. En í Moskvu tal- aði hann við Krúsév og þar voru rædd mörg og mikil vandamál, m. a. Berlín, - og það sem skiptir U Tant mest, hans eigin framtíð hjá Sameinuðu þjóðunum. Eru möguleikar fyrir því á næsta þingi að eining skapist um kosningu aðalritarans fyrir komandi kjörtímabil? Þeir fara fyrst og fremst eftir afstöðu Rússa og þess vegna er U Thant að leita hófanna í Moskvu. Þannig geta móttök- urnar sem hann fær þar leyst ofangreinda spurningu. Auga fyrir auga. Það er vitað að Rússarnir gera áldrei neitt nema fá eitt- hvað í staðinn, og því er það, að ef UThant fer fram á eitt- hvað í Moskvu, verður hann að greiða eitthvað í sömu mynt. En meira máli skiptir, hvaða dóm Rússarnir leggja á U Thant eftir viðræður hans við þá. Hann sjálfur mun hins vegar fá nokkuð ljósa grein hvaða af- stöðu Rússarnir munu taka og hvað þeir munu hengja hatt sinn á. Síðustu árin hafa Sovétríkin fylgt reglu Lenins, „tvö skref áfram, eitt til baka“. Fyrir dauða Hammerskjölds og út- nefningu U Thant kröfðust Rússarnir þriggja aðalritara, einn frá hverjum aðila, sem hefði náttúrulega þýtt dauða Sameinuðu þjóðanna. Þegar þessar tillögur þeirra fengu engan hljómgrunn hjá hinum nýju meðlimaríkjum féllu Sov- étríkin frá kröfum sínum og samþykktu það fyrirkomulag að U Thant hefði. átta ráðgjafa, sem hefðu með hin ýmsu mál að gera. Á þetta er litið sem spor til baka af hálfu Rúss- anna. I Þriðji aðalritarinn. U Thant hefur ekki tekið mikið tillit til ráðgjafa sinna, en hefur náið samband við þrjá þeirra: rússneska geimsérfræð- inginn Kisselev, afvopnunarsér- fræðinginn frá hinu hlutlausa arabíska sambandi, Loutfri og hinn hlutlausa Indverja Nara- simhan. Útnefning UThant er, út frá rússneskum sjónarhóli, að mörgu leyti spor í rétta átt. Fyrsti aðalritarinn var Tryggve Lie, s á næsti Dag Hammer- skjöld, báðir frá vestrænum löndum. U Thant er hins vegar viðurkenndur sem hlutlaus full- trúi. Spurningin er hvort þetta sé nóg fyrir Moskvumenn, eða hvort þeir krefjist austræns að- alritara, jafnvel á kostnað þess að SÞ splundrist. Tryggve Lie var hundsaður af kommúnistum og sagði að lokum af sér, Hammerskjöld var sömuleiðis hundsaður, en barðist áfram og Iézt í starfi sínu. UThant er Buddhatrúar, hlutlaus og er raunsæismaður. Hann hefur enn þá tækifæri til að sfna dug sinn — hefur enn þá tækifæri til að lifa þetta af. En það verður einnig spursmál um hvort Sameinuðu þjóðirnar lifi það af. Ýmisleg áhrif — og stuðningur. Undir hans stjórn hafa SÞ skipt um andlit. Undir áhrifum frá ráðgjafa sínum Kisselev lét U Thant í ljós í skýrslu sinni til afvopnunarráðstefnunnar. austurþýzkt sjónarmið, sem vakti mikla gremju. Afstaða hans varð veigameiri við um- ræðurnar um Vestur Nýju Guineu. Hann mótraælti skoð- unum Hollendinga og lagði blessun sína yfir þann samning sem segir að landið tilheyri Indónesíu og gefur íbúum þess frelsi. Á þetta var litið sem sig- ur fyrir U-Thant — en það get- ur orðið Pyrrhusar sigur fyrir SÞ. Og það er hann, sem hefur sett fram skilyrði SÞ gagnvart Katanga — til að viðhalda orð- stír SÞ án tillits til stjórnmála- legra eða almennra afleiðinga. Styrkur U Thant er að hann, bæði varðandi vandamál í Vestur Nýju Guineu og Kat- anga — er studdur af alefli af Bandaríkjunum og auðvitað einnig Sovétríkjunum. Margir halda einnig að U Thant starfi samkvæmt þeim hugsjónum, sem upprunalega mynduðu SÞ, og því hafa þeir velþóknun á honum. Þrjú mál eru veigamest fyrir UThant í Moskvu. Hans eigin aðstaða — undansláttur Sovét- BERU bifreiðakerti 50 ARA Mi w 1912 — 196: "XFFrrr fyrirliggjandi i flestar gerðii bif- reiða og benzinvéla. BERU kertin eru „Original“ hluti: i vinsælustu bifreiðum Vestur-Þýzkalands — 50 ára reynsla tryggir gæðin — SMYRILL Laugavegi 170 — Sími 1 22 60 ríkjanna við að greiða gjald sitt til SÞ og ás'tandið í Berlln og Gaza. Það fyrst talda verður ráðið af útkomu hinna tveggja. U-Thant kemur til Moskvu vopnaður úrskurði alþjóðadóm- stólsins 1 Haag, þess efnis að aðildarríkin séu skyldug til að greiða, einnig til þeirra að- gerða, sem þau séu mótfallin. Vandamálið í Berlín fellur ekki f verkahring SÞ.en samkvæmt grein 107 f lögum þeirra, þá geta þær látið málið til sfn taka ef „það ógnar heimsfriðnum" Hvað getur hann? Hvað getur UThant boðið Krúsév og hvers mun Krúsév krefjast? Óskar hann sterkari komm- úniskra áhrifa í stjórn Sam- einuðu þjóðanna? Krefst hann þess að SÞ láti Berlínarmálið til sfn taka? Og hversu Iangt gengur UThant sjálfur f kröf- um sfnum? Hann hefur, þetta ár, sem hann hefur setið sem aðalritari gert mikið til þess að auka og styrkja stöðu þriðja aflsins, hlutlausu rfkjanna innan SÞ, — og þar með sína eigin aðstöðu. Getur hann þannig gert hinar nýju þjóðir svo sterkar að hann geti staðið á eigin fótum eða verður hann að vera upp á Rússana kominn? Nýkomnir amerískir vatteraðir Nylon- sloppar Verð kr. 495,00 Einnig úrval af hollenzkum greiðslu- sloppum, sérstaklega vönduðum. Marteinn Fata- & gardínudeild Einarsson & Co. Laugavegi 31 - Sími 12816 SLÁTURSALA Við viljum vekja athygli viðskiptamanna okkar á, að slátursala vor hefur, af óviðráðanlegum ástæðutn, verið flutt úr sláturhúsi okkar við Skúlagötu 20. Öll slátrursala til einstaklinga, fer nú fram í Kjötbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarstíg 43 alla virka daga frá 8-6, nema föstudaga og laugardaga. Ennfremur viljum við vekja athhygli á, að sala dilkakjöts á haust tnarkaðsverði, til einstaklinga, fer fram í öllum verzlunum félagsins, sem eru: Matardeildin, Hafnarstr. 5 Kjötbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarst. 43 Matarbúðin, Laugavegi 42 Kjötbúðin, Skólavörðust. 22 Kjötbúðin, Grettisgöu 64 Kjötbúðin, Brekkulæk 1 Kjötbúðin, Réttarholtsveg 1 Kjörbúðin, Álfheimum 4 Matarbúðin, Akranesi. i Sláturfélag Suðurlands SKÚLAGÖTU 20.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.