Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 6
Mikið kvarta V'SIR -Föstudagur 21. september 1962. ÍDulögð kennsla skemmdum Nýju íslenzku kartöfl- urnar sem komið hafa á markaðinn í haust eru í slíku ástandi að kaup- menn kvarta sáran og al- menningur telur þær yfir höfuð óætar. Hefir Vísir kynnt sér þetta mál með því að hringja í marga kaupmenn og er svarið æ- tíð á þá leið að kartöflurn- ar séu smáar, ljótar og meira og minna skemmd- ar. „Ástandið nú er miklu verra en verið hefur undanfarin haust,“ sagði einn kaupmaður, „en við erum löngu búnir að gefast upp á að kvarta, það hefur ekki borið árangur.“ Ein verzlun, Melabúðin, lét þó til skarar skríða í gperdag og kvaddi verzlunarstjórinn þar á sinn fund matsmann Grænmetisverzlun- arinnar. fulltrúa Neytendasamtak- anna og mann frá Atvinnudeild Háskólans. Fengu þeir sýnishorn af kartöflunum og hefur nú Rann- sóknarstofa Háskólans fengið mál- ið til meðferðar. Fulltrúi Neýtenda samtakanna, Sveinn Ásgeirsson, lét svo um m'ælt að varan væri „ekki einu sinni skepnufóður, hvað þá fyrsta flokks kartöflur." Kaupmenn kvarta einkum undan því að kartöflurnar séu smáar og blautar og meira og minna skemmd ar. Álíta þeir að þetta stafi fyrst og fremst af hirðuleysi. Of miklu magni sé pakkað í hvern poka, ekkert loft kemst að þeim og kart- öflur sérstaklega nýjar þoli ekki ( hálfsmánaðaí geymslu. „bað þarf ekki nema eina kartöflu og þá er 1 allt komið í máuk.“ \ Matsmaður grænmetisverzlunar- innar játaði að á betra yrði kosið í þessum efnum, en taldi þó að ástand kartaflanna væri að mörgu leyti eðlilegt. Nauðsynlegt er að safna nokkr- um birgðum í einkasölunni og við geymslu skemmist alltaf nokkuð af nýjum kartöflum. Þær þurfa mikla útöndun og ef hún er ekki fyrir hendi kemur skemmdin fljótt. Þegar verðbreytingin varð, féll sal- an niður og söfnuðust þá einnig i meiri birgðir. Eins er það svo, sagði mats- maðurinn að fólk gerir sífelit meiri kröfur, lítur kannski ekki við kart- öflum sem það áður þáði með þökkum. Ég verð þó að játa, að kartöflur þær, sem við skoðuðum f Mela- búðinni í gær eru vægast sagt rrann- saka hjurtasjúklinga hér Um þessar mundir dveljast hér á landi þrír danskir læknar frá Rikisspítalanum í Kaupmannahöfn. Erlndi þeirra hingað er að fram- kvæma eftirrannsókn á 7 íslending um, sem skornir hafa verið upp við meðfæddum þrengslum í stóru slagæð hjartans (Aorta). Verið er að rannsaka alla þá sjúklinga, sem gengizt hafa undir sams konar upp- skurð í Danmörku, frá því er slík- ar aðgerðir voru fyrst hafnar þar. Dönsku læknarnir þrír, dr. Ole Lindeneg aðstoðariæknir við röntgendeildina og dr. Thorkild Frederiksen, aðstoðarlæknir í skurðlækningum, hittu íslenzka fréttamenn að máli í gær ásamt yfirlæknunum próf. Sigurði Sam- úelssyni, Kristbirni Tryggvasyni og dr. Gísla Fr. Petersen. íslenzku læknarnir voru mjög ánægðir með komu Dananna og töldu heimsókn þeirra að nokkru leyti marka tíma- mót, þvi að þetta væri f fyrsta skipti, sem slíkar rannsóknir væru framkvæmdar hérlendis, og gæfist læknum Landspftalans þvf kostur á að starfa með sérfræðingum á ^Lagning ' í bjórstofu 1 æ vaxandi samkepþni hafa veitingastofur og knæpur f Bret- landl tekið upp nýjung til að laða að viðskiptavini. Vínveitingar eru ekki leyfða. nema vissan tíma á dag — eins og nér — og meðan konur sitja og bfða eftir því að veitingastofan sé opnuð, geta þær fengið hárlagn- ingu endurgjaldslaust hjá hár- greiðslumeistara, sem ýmsar veit- ingastofur hafa ráðið til sín. '^lýsið í Vísi þessu sviði og kynnast þessum mikilsverðu athugunum af eigin raun. Það kom fram, að yfirlæknar Landspítalans hafa um nokkurt skeið haft mikinn hug á að fá hingað öll nauðsynleg tæki til hjartarannsókna, en fram til þessa hefði ekkert orðið af þvf, mest vegna þess að hér væri skortur á sérmenntuðum mönnum til að ann- ast slíkar rannsóknir. Hér var starfandi læknir, sem slíka mennt- un hefur hlotið, en hann fluttist úr landi og starfar nú í Banda- ríkjunum, — Magnús Ágústsson læknir. íslenzku læknarnir töldu nú svo komið, að heppilegt væri að hafa hér fullkomna hjartarannsóknar- stöð, meðfæddir hjartasjúkdómar væru nokkuð algengir, um 10 — 20 tilfelli ár hvert. og auk þess þarf að fylgjast iengi og vandlega með hverjum sjúklingi, jafnvel í nokkur ár samfleytt. Starfsvið hjartarann- sóknarstöðva er þó vitanlega enn stærra, þar sem hér við bæt- ast einnig áunnir hjartasjúkdómar. Ekki er enn um það vitað, hvort tæki þau til erfirannsókna, sem dönsku læknarnir höfðu með sér hingað, verða hér áfram eða ekki, en þau eru þó aðeins lítill hluti þeirrar heildarsamstæðu tækja sem nauðsynleg eru, ef hér á að vera hægt að framkvæma flesta: þær rannsóknir á sviði hjartasjúk dóma, sem nauðsynlegar teljast ni til dags. Nokkrir tugir íslending, leita árlega til Kaupmannahafnai til slíkra rannsókna, og oft er hér um að ræða sjúklinga, sem ekki ganga undir sérstaka aðgerð, ann- 1 hvort vegna þess að jressgerðist ekki þörf eða að sjúklingunum ei ekki treyst til að þola skurðaðgerð Það er þvf vitanlega miklu auð- veldara að geta annazt slíkar tnn- sóknir hér heima. bæði fyrir sjúk- lingana og lækna þeirra. Þær rannsóknir, sem hinir dönsku sérfræðirjgar framkvæmdu, eru m.a. hjartaþræðingar, og um leið er mældur þrýstingur f hjarta- hólfum og í stóru dagjnð Sjö Islendingar hafa gengið und- ir skurðaðgerð vegna þrengsla f stóru slágæð hjartans. frá því slík- ar aðgerðir hófust f Danmörku 1948, en heildartala uppskurðanna þar er 120. Frá styrjaldarlokum hafa verið framkvæmdir um það bil 1200 uppskurðir við alls konar meðfæddum sjúkdómum í Dan- mörku, og þar af eru um 60—70 íslenzkir sjúklingar. I marz 19öi voru gefin út lög um verkstjóranámskeið. Með lög- unurn eru mörkuð merk spor til þess að bæta aðstöðu verkstjóra til sérfræðilegrar menntunar. Segja má að hér hafi lengi verið tilfinn- anlegur skortur fastrar frreðslu- starfsemi í verkstjórn í líkingu við það, sem gerist í nágrannalöndum okkar og hefur þessi þörf aukizt með ári hverju eftir því, sem at- vinnulífið héfur orðið fjölbreytt- ara og verkaskipting aukizt. Hef- ur það verið áhugamál jafnt vinnu- veitenda sem verkstjóra að úr þessu yrði bætt. Að undangengnum nauðsynleg- um undirbúningi hefur stjórn nám- skeiðanna nú ákveðið að fyrstu námskeiðin skuli hefjast á þessu hausti. Stjórnin er skipuð þremur mönnum, þeim Gústafi E. Pálssyni samkvæmt tilnefhingu Vinnuveit- endasambands Islands, en hann er jafnframt formaður, Adolf Peter- sen samkvæmt tilnefningu Verk- stjórasambands íslands og Axel Kristjánssyni samkvæmt tilnefn- ingu Iðnaðarmálastofnunar Islands, en ætlazt er til að sú stofnun ann- ist framkvæmdir námskeiðanna í umboði námskeiðsstjórnar. Stjórn námskeiðanna hefur ráð- ið Sigurð Ingimundarson verkfr. til þess að veita þeim forstöðu og hef- ur hann dvalizt erlendis, aðallega við Statens Teknologiske Institutt í Oslo, í þvi skyni að kynna sér kennsluaðferðir og fyrirkomulag slfkrar fræðslu. Námskeið þau, sem hefjast á þessu hausti, munu fjalla um al- menna verkstjórn og undirstöðu- atriði vinnuhagræðingar, en síðar er jafnframt gert ráð fyrir sér- námskeiðum og námskeiðum fyrir verkstjóraefni. Hvert námskeið verður samtals 4 vikur, þó þannig, að hvert námskeið verður í tveim- ur hlutum, tvær vikur í senn og munu þeir fara fram méð nokkru millibili, þannig að síðari hluti nám skeiðs, sem hefst 15. okt. mun t.d. hefjast viku af janúar. Á sama hátt mun síðari hluti námskeiðs- sem hefst 19. nóv. haldið áfram undir lok janúarmánaðar. Um námsefni er það að segja, að í fyrri hlutanum, sem gert er ASð fyrir að verði 54 kennslu- stundir, verður aðallega fjallað um verkstjórn, sálfræði og slysavarnir á vinnustöðum, en í sfðari hluta, sem verður jafnlangur, verður fjallað um vinnuhagræðingu, rekstr arfræði, launakerfi, atvinnuheilsu- fræði og löggjöf vegna atvinr-*- starfsemi. Námskeiðin munu fara fram síð- ari hluta dags, en engu að síður er ætlazt til, að þátttakendur helgi sig náminu þær vikur, sem það stendur. Gert er ráð fyrir að þeir hafi nokkra heimavinnu og að þeir vinni saman að sérstökum verk- efnum utan kennslustunda. Æskilegt er, að þátttakendur hafi starfað a.m.k. um þriggja ára skeið í starfsgrein sinni og hafi nú verk- stjórn með höndum. Þátttökukostnaður verður vænt- anlega um kr. 1000 fyrir hvorn hluta. Benda má á, að algengt er erlendis að fyrirtæki standi straum af þátttöku verkstjóra sinna í nám- skeiðum af því tagi, sem hér er stofnað til og er stjórn námskeið- anna fyrir sitt leyti hlynnt þvf, að slfkt fyrirkomulag komist einnig á hér. Frekari upplýsingar um nám- skeiðin og umsóknareyðublöð fást f Iðnaðarmálastofnun íslands. Umsóknarfrestur um bæði nám- skeiðin er til 1. okt. n.k. (Fréttatilkynning frá stjórn verkstjóranámskeiðanna). Upp á ,,krít#/ Charles da Silva fluttist til Lund úna frá Ceylon árið 1947 með al- eigu sfna, 700 sterlingspund, og á þessu tímabili hefur hann unnið óvenjulegt „afrek“. í gær var bú hans tekið til gjaldþrotaskipta. Skuldirnar eru 110 þúsund sterlingspund, en eign- ir á móti aðeins 58 pund. Da Silva gerði sér nefnilega far um að taka á leigu þjóðhöfðingjafbúðir gisti- húsa og hafði auk þess einkabíl með bílstjóra, og hvarvetna tókst honum að fá „krít“. gegn er nú upplýst Tilræðið gegn de Gaulle í síð- asta mánuði er nú fullkomlega upplýst eftir að forsprakki sam- særismanna hefur verið handtek- inn og hefur gefið fullkomna játn- ingu,- Hér er um að ræða 35 ára flug- iðsforingja, sem starfar f ráðu- neyti f r a n s k a fIughersins. Heit- hann Jean Mar :e Bastien Thiry, Forsprakkinn var handtek- Bastien Thiry nn á '^gardag- mn. Var hann yf- irheyrður nær því samfleytt fram á þriðjudag, þegar hann loksins gafst upp, og játaði allt. Það vakti nokkra undrun á sín- um tíma, að svo virtist sem sam- særismennirnir hefðu vitað ná- kvæmlega fyrirfram um leið þá, ■ sem de Gaulle ætlaði að aka um, ! en því er yfirleitt haldio mjög leyndu. Var þá talið Ijóst, að ein- i hver náttsettur embættismaður I væri með < samsærinu og bárust böndin þess vegna að þessum manni. I síðustu viku var annar sam- særismaður handtekinn, en hann framdi sjálfsmorð f fangelsinu. Lögreglan hefur nú fengið upplýs- ingar um það að minnsta kosti 12 menn hafi verið í samsærinu og hafa sex þeirra þegar verið hand- teknir. Lögreglan veit hverjir hinir sex eru, og leitar nú að þeim um allt Frakkland. nn vantar kennara Þótt ko.iiið sé fram f seinni hluta september gengur enn erfið- | Ijga að fá kennara að skólum j vfðs vegar um landið, lika hér f Reykjavík. Erfiðleikarnir cru ekki aðeins í barnaskólum, heldur einn- ig f skólum gagnfræðastigsins. T.d. vantar enn um 20 fasta kennara að gagnfræðaskólum utan Reykjavíkur og framboð á kenn- urum f Reykjavík er minna en áður. Nú hefur t.d. í fyrsta skipt.1 verið auglýst sérstaklega eftir stundakennurum við skóla gagn- fræðastigsins i Reykjavik. Þá hcfur gengið erfiðlega að fá kennara að sumun: húsmæðraskól- unum og hafa t.d. verið ráðnir tveir kennarar frá Noregi og Dan- mörku. í haust voru auglýstar lausar 19 skólastjórastöður við barna- skóla, 147 kennarastöður við fasta skóla og 13 við farskóla eða alls 179 stöður. í þessar stöður hafa verið skipaðir 5 skólastjórar, settir 8 og til'aga gerð um setningu á 7, svo að menn eru Tengnir f allar skólastjórastöðurnar. Skipaður hr-fur venð 41 kennari, settir 47 og Isgt tii utr: skipun 35 kemvr.m og 2 íorkenuara. E*w rr verið að vinna aS bejssum málum, en eftir því senn •;*'S ' eiður vsn?».r 18-20 Vennara a st*S!.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.