Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 21.09.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. september 1962. VÍSIR Brestur í Brezka samveldinu Xj’undi forsætisráðherra brezku ■“■ samveldislandanna lauk í London á miðvikudag, eftir að ráðhérrarnir höfðu eytt þremur síðustu dögunum í mjög erfið- ar samningaumleitanir og þjark um það, hvernig ætti að orða sameiginlega lokayfirlýs- ingu fundarins. Ráðstefna þessi fjallaði nær þvl eingöngu um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu og áhrif þess á hin samveldislönd- in. En aðstaða þeirra 'til við- skipta við Bretland myndi að sjálfsögðu breytast mjög ef Bretland stigi þetta spor, því að þau myndu þar með hætta að njóta þeirra viðskiptalegu forréttinda, sem þau hafa haft í Bretlandi. Ráðstefnan I London varð mjög söguleg þar sem aldrei fyrr hafa komið upp jafn harð- vítugar deilur innan brezka samveldisins, og hefur verið talað um að hið brezka sam- veldi muni aldrei ná sér eftir þær ofsafengnu ræður sem þarna voru fluttar. Það megi jafnvel gera ráð fyrir því að það muni liðast I sundur. Menn tala um það að andrúms- loftið á ráðstefnunni hafi minnt á hinn ömurlega anda, er ríkti I brezku stjórninni þegar Súez-málið kom upp fyrir sex árum. Macmillan varð að hlýða á nær alla samveldisráðherrana flytja hinar hörðustu ávítunar- ræður og virtist hann vera orð- inn mjög niðurdreginn og þreyttur undir þeim. Xjað var vitað fyrirfram að Macmillan myndi hafa all erfiða aðstöðu á fundinum þar sem hann gat ekki lagt fram hin endanlegu skilyrði fyrir inngöngu Breta I Efnahags- bandalagið. Það hafði í fyrstu verið ætlun hans, þegar hann boðaði til fundarins, en þegar samningaviðræðurnar við EBE fóru út um þúfur í ágúst, hlaut það að farast fyrir, enda svífur aðild Breta enn I lausu lofti. Macmilian var þó bjartsýnn, enda höfðu aðstoðarmenn hans og þá fremstir í flokki ráðherr- arnir Edward Heath og Duncan Sandys unnið baki brotnu að þvf að undirbúa ráðstefnuna og reyna að leiða hana Bret- um í vil. v \ ðalviðfangsefni þeirra var að reyna að hindra að hin samveldislöndin sameinuðust I mótspyrnu sinni gegn Evrópu- bandalaginu. Þeir vissu að Diefenbaker forsætisráðherra Kanada væri fjandsamlegastur aðild Breta að EBE og því yrði þýðingarmest að reyna að draga úr áhrifum hans á hina forsæt- isráðherrana. En Bretar væntu þess, að t. d. Menzies forsætis- ráðherra Ástralíu og Ayub Khan forscti Pakistan myndu verða hógværari. En þetta mistókst algerlega á ráðstefnunni. Hún fór svo að það varð einmitt Diefenbaker, mesti öfgamaðurinn meðal and- stæðinga Efnahagsbandalags- ins, sem gaf tóninn, sem hinir neyddust síðan til að fylgja. Að þessu leyti snerust spilin í höndum Breta og er lit- ið á þetta sem mikil og alvarleg mistök. Ráðstefnan hefði ekki þurft að verða svo neikvæð sem raun ber nú vitni, ekki eins mikil gremja og nagg á henni, ef hægt hefði verið að koma í veg fyrir að Diefen- baker tæki forustuna. "Dáðstefnan var haldin í hinni gömlu Marlboroughhöll við Pall Mall, skammt frá kon- ungshöllinni Buckingham Pal- ace. En höll þessi var síðast að- setur hinnar öldnu Maríu ekkjudrottningar Georgs V., en hún andaðist fyrir nokkrum árum. með því yrði Bretland svo veikt og lítið, að það gæti ekki orðið áfram sá hornsteinn sam- veldisins sem það hefur verið. Öðru máli gegndi ef Bretland yrði aðili að þessum nýju og öflugu efnahagssamtökum. Þá myndi Bretland eflast og geta gegnt áfram hlutverki sínu I samveldinu. Þó glíma þyrfti við tímabundna örðugleika fyrst í stað vegna breyttra viðskipta- hátta myndi aðild Breta verða hagstæð- þegar til lengdar léti ekki aðeins Bretum sjálfum, heldur öllum samveldisþjóðun- um. Tjessi ræða Macmillan þótti frábærlega vel samin og flutningur hennar með ágæt- um. Þótt hinir forsætisráðherr- arnir væru ekki sammála henni kvað lófatak við í salnum þeg- ar henni lauk. Undirtektir blaðanna voru hafi verið að John Diefenbaker forsætisráðherra Kanada var fyrstur á mælendaskrá. Það var skrifstofustjóri brezka forsætis- ráðuneytisins, Sir Norman Brooks, sem bar ábyrgð á því, hvernig ræðumönnum væri skipað niður. Hann hafði eins og, öft áður átt erfitt með að fá menn til að tala- fyíst. En Diefenbaker var einn ráðherr- anna fús til að taka fyrst til máls. Þessu hefði Brooks getað breytt, en tók ákvörðunina án þess að hugleiða málið nánar. Það að Diefenbaker talaði fyrstur breytti verulega gangi málsins. Diefenbaker hafði verið illa á sig kominn er hann kom til Lundúna, bæði líkamlega og andlega. Hann er maður skap- stirðúr og mislyndur. Og Kan- adamenn sem þekktu hann og mættu við komuna til borgar- innar sögðu að þeim hefði Þegar Macmillan kom til fundarins höfðu hinir forsætis- ráðherrarnir safnazt saman í fundarsalnum. Macmillan var sem fyrr segir bjartsýnn. Hann átti að flytja framsöguræðu um aðildina að Efnahagsbandalag- inu og auðvitað var mikið und- ir því komið hverjar undirtekt- ir sú ræða fengi. Hann taldi happasælast að vera mjög hreinskilinn. í ræðu hans var festa og kom þar fram I fyrsta skipti, að Bretar hafa mjög mikinn hug á, virðast jafnvel ákveðnir í að gerast aðiljar að Efnahagsbandalaginu. Taldi Macmillan nauðsynlegt að þetta kæmi fram til þess að sannfæra hina ráðherrana um það, hve aðildin væri Bretum nauðsynleg. Hann hamraði á því, að það yrði samveldisríkjunum til lítils gagns að Bretland stæði utan við Evrópubandalagið, því að \; Eftir Þorstein Thorarensen ■jinnig mjög jákvæðar. Þau lof- uðu öll nema Daily Express hreinskilni Macmillans og þann anda sem fram hefði komið í henni. Macmillan og aðstoðar- menn hans voru léttir í lund, þegar þeir komu til ráðstefn- unnar næsta dag, en þá skyldu hinir ráðherrarnir taka til máls. Auðvitað bjuggust þeir við mótþróa, en þóttust nú vissir um að hin hreinskilna ræða Macmillans myndi hafa dregið úr honum. Samveldislöndin yrðu að beygja sig fyrir þeirri staðreynd, að það væri beinlín- is hættulegt fyrir Breta að standa utan við Efnahagsbanda Iagið. N ú er litið svo á að mesta óhappið á ráðstefnunni brugðið I brún er þeir sáu hann. Ilann hefði bersýnilega verið veikur og þreyttur. Hann var m. a. bólginn I öklaliðum, en hann hefur þjáðst af liða- gigt. Svipur hans var fjarrænn og augun starandi. Þegar hinir ráðherrarnir hittu hann fannst þeim hann ruglaður, eins og hann vissi ekki hvað hann vildi. Þegar samkomulagsviðræð- urnar stóðu yfir í Briissel I ág- gúst hafði heyrzt orðrómur um að hann myndi verða harður í horn að taka, en síðar hafði dregið úr þeim orðrómi. "fjað var ekki fyrr en hann stóð upp og fór að lagfæra hljóðnemann, sem mönnúm varð ljóst að eitthvað mjög al- varlegt væri á seyði. Diefen- baker var I mjög æstu og spenntu skapi. Og þegar hann fór að tala kom I ljós að hann forkastaði ræðu Macmillan með hinni mestu fyrirlitningu. Hann vitnaði stöðugt í ræðu Maud- lings frá 1959, er hann hafði verið fjármálaráðherra, en Maudling hafði þá sagt að ekki kæmi til mála að Bretar gerð- ust aðiljar að Rómarsamningn- um. Auðvitað var út í hött að vitna nú í þessi ummæli, sem voru viðhöfð, þegar Bretar voru að beita sér fyrir stofnun Frl- verzlunarsvæðisins. En þannig var meginuppi- staðan í ræðu Diefenbakers. Hún var fyrst og fremst harka- Ieg árás á Macmillan og brezku stjórnina, ásakanir um svik hennar og brigðmælgi. Og enn verra kom á eftir, þegar hann réðst beinlínis á Efnahags- bandalagið. Dæða Diefenbakers snerti við- kvæma strengi hjá hinum ráðherrunum, sem allir eru uggandi vegna aðildar Breta að Efnahagsbandalaginu. Og hún eyðilagði með öllu hin jákvæðu áhrif ræðu Macmillans. Ráð- stefnan breytti gersamlega um anda og eftir þetta urðu hinir ráðherrarnir tilneyddir til að fara í sama farið og Diefenbak- er og brauzt gremja þeirra fram. Einna mest bar á þessu hjá Nehru forsætisráðherra Indlands, sem réðst harðast á sjálft Efnahagsbandalagið og sagði að það myndi auka spennuna og ófriðarhættuna í heiminum. Þannig hleyptu forsætisráð- herrarnir gremju sinni út, en þegar leið að lokum ráðstefn- unnar urðu þeir þrátt fyrir allt að viðurkenna, að það hlýti að vera Breta sjálfra að ákveða hvort þeir vildu ganga í Efna- hagsbandalagið. Og nú hefur það komið fram, að Bretar virðast staðráðnir í að gerast aðiljar að EBE. Hinu er ósvarað hvað verður þá ,um brezka samveldið. Þorsteinn Thorarensen. ■ 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.