Tölvumál - 01.02.1995, Side 5

Tölvumál - 01.02.1995, Side 5
Febrúar 1995 Skýrsla formanns fyrir árið 1994 Flutt á aðalfundi Skýrslutœknifélags Islands, sem haldinn var 31. janúar 1995. Eftir Halldór Kristjánsson Inngangur Enn horfum við á bak góðu ári í félaginu okkar en það er hið 26. í röðinni. Jafnframt eru ákveðin kaflaskil í mínu lífi því ég læt nú af störfum eftir 8 ára setu í stjórn, þar af sex ár sem formaður. Margt hefur drifið á dagana þau sex ár sem ég hefi verið formaður og væri það efni í sér grein. A þessum árum hefur orðið geysileg bylting í allri upplýsingatækni og greinin er nú almennt viðurkennd sem sjálfstæð atvinnugrein. Skýrslutæknifélagið hefur ávallt haft það að leiðarljósi að vera í forystu í umfjöllum um tölvu- og upplýsingamál og tel ég að vel hafi tekist til á liðnum árum og að við eigum okkar þátt í fram- þróun greinarinnar. Það er því með nokkru stolti sem ég skila félaginu af mér til viðtakandi formanns, Hauks Oddssonai' og félaga hans í stjórninni. Faghópar, ráðstefnur og fundir Eins og fram kemur í viðauka skýrslu minnar, var innlenda starfið öflugt á þessu ári og margt á dagskrá. Sérstaklega vil ég fagna því að faghópar hafa starfað af nokkrum ki-afti eftir lægð á síðasta starfsári. Á þeirra vegum hefur verið haldin ráðstefna og nokkrir fundir. Hefur þetta starf mælst vel fyrir hjá félagsmönnum okkar eins og vonir okkar stóðu til. Mikilvægt er að efla þetta starf enn frekar og fjölgafaghópum. Ráðstefnur hafa almennt tekist mjög vel og verið vel sóttar. Þátt- taka fór ekki undir 100 á neinni ráðstefnu og ET-dagurinn leiddi 161 á vit ævintýranna á Inter- netinu. Félagsfundir voru í'ærri en til stóð en upp úr stendur að allir þessir atburðir voru félaginu til sóma og til þess fallnir að styrkja ímynd okkar sem fagmanna á þessu sviði. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt án óeigingjarnrar þátt- töku þeirra sem unnu að undir- búningi og héldu fyrirlestra. Þeim verður seint fullþakkað fórnfúst starf fyrir félagið. Tölvumál og Orðasafn Ritnefnd og Orðanefnd hafa unnið merkilegt starf nú, sem endranær, og verður seint lögð of mikil áhersla á mikilvægi hins ritaða máls fyrir framþróun tölvu- og upplýsingatækni hér á landi. Einn mikilvægasti atburður þessa starfsárs að þessu leiti var að stjórn samþykkti verkáætlun fyrir endur- skoðun og útgáfu Tölvuorðasafns sem nú verður hafin vinna við á fullu. Því fólki sem lagt hefur gjörva hönd að verki við útgáfu Tölvumála og orðasafnið er þakkað fyrir gott starf. Fagráð og Tölvunefnd Ég var kosinn í stjórn Fagráðs í upplýsingatækni á aðalfundi þess árið 1994. Þar hefur verið starfað af krafti og er nú m. a. að líta dags- ins ljós endurskoðaður ÍST-32 staðall og verið er að endurskoða staðal um hnappaborð. Þá hefur starfað af krafti nefnd um þjóð- legar kröfur í upplýsingatækni og fleira er á döfinni. Það er mikilvægt að félagið okkar styðji við starfsemi Fagráðs- ins eftir mætti því að því er kreppt með fjármuni og mikilvægt að það geti haldið uppi öflugu starfi að stöðlun á upplýsingasviði. Við tilnefndum tvo félaga í Tölvunefnd á árinu, þau Hauk Oddsson og Guðbjörgu Sigurðar- dóttur. Hefi ég heyrt vel af þeirra störfum látið enda ólíklegt annað hjá þessum valinkunnu félögum okkar. Enn eru uppi raddir um að endurskoða lögin og verður félagið að tryggja að við fáum áfram að tilnefna menn í nefndina, komi til endurskoðunar. Tölvumál - 5

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.