Tölvumál - 01.02.1995, Qupperneq 14

Tölvumál - 01.02.1995, Qupperneq 14
Febrúar 1995 Á árinu 1994 byrja einstök sveitarfélög í Bandaríkjunum að bjóða upp á beina tengingu við Internet. Fyrsta blómabúðin tekur við pöntunum yfir netið. Vöruhús með póstverslun koma inn á Internet. Markaðssetning með tölvupósti hefst, árangur fer mjög eftir þekkingu á netmóral og samskiptareglum (Acceptable Use Policy). Staðlastofnun Banda- ríkjanna leggur til að fyrri ákvörð- un (frá 1988) um að veðja á OSI í stað TCP/IP verði dregin til baka, og að TCP/IP samskiptareglur verði innifaldar í OSI líkaninu. Árið 1994 eru 70 aðilar á ISnet og tæplega 4000 tölvur tengdar á íslandi. Föst lína til NORDUnet í Stokkhólmi er uppfærð í 128 kbps bandvídd. Borgarstofnanir tengjast við ISnet. I byrjun árs 1995 er fasta línan til útlanda enn einu sinni sprungin, og búið að panta aðra tvöföldun í 256 kbps. Og hægt er að gerast áskrifandi að pappírs- lausu Morgunblaði, myndalausu að vísu, og lesa það gegnum Vefinn á netinu. Ymis önnur þjónusta við almenning er í startholunum. Framtíð netsins Netið hefur öðlast “eigið líf og uppfyllir raunar víðustu skil- greiningar á lífverum. Það er því nánast ómögulegt að setja fram nákvæma spá um framtíð þess. Allar slíkar hugleiðingar verða að byggja á mjög almennum atriðum hvað varðar þróunarmöguleika, auk vitneskju um helstu hindranir. Lögmál náttúrunnar um varðveislu orkunnar (auðveldustu leiðina) mun gilda um þessa þróun. Net sem upphaflega er hugsað til að standast kjarnorkuárás í heims- styrjöld mun einnig standa af sér allar tilraunir til að koma á það böndum og stjórna því. Þær tilraunir koma úr ýmsum áttum. Viðskiptalífið vill koma því á “betri fjárhagslegan grundvöll”, þ.e. græða á því, sem vissulega mun takast að vissu marki. En það verður á grundvelli markaðar, sem er mjög frjáls í eðli sínu. Einokun er nánast útilokuð. Stjórnvöld vilja setja um það reglur og reglugerðir. Oft og tíðum hefur netið í hverju landi um sig byrjað að þróast utan við allar reglugerðir, boð og bönn stjórn- valda eru ekki miðuð við að nýsköpun eigi sér stað! Þannig má nefna, að SURÍS (félagið sem rekur ISnet) fékk ekki starfsleyfi fyrr en í vetur, mörgum árum eftir að netrekstur hófst. Ekki er hægt að búast við að stjórnvöld hér eða annars staðar hafi við þróun netsins í framtíðinni fremur en hingað til, nema í almennustu atriðum lagarammans. Vísindamenn vilja takmarka það við rannsóknir og þróun. I mörg ár hefur verið haldið uppi viðleitni víða um lönd til að bægja verzlun og viðskiptum frá háskóla- og rannsóknarnetum, sem tengjast Internet. Þeirri baráttu virðist vera að ljúka mjög víða með full- komnum ósigri. Hér á landi er þjóðfélagið það lítið og fjarlægðin til annarra landa það mikil, að menn hafa ekki efni á að aðskilja útlandatengingu fyrir vísindasam- félagið annars vegar og viðskipta- lífið eða almenning hins vegar. Bærileg samstaða hefur verið um samnýtingu línunnar og rekstur víðnetsins hingað til hér á landi, og verður svo vonandi í framtíð- inni. Hemaðaryfirvöld vilja hafa það öruggt og lokað fyrir njósnum. Gífurlegt magn upplýsinga ílæðir um netið. Og alltaf eru að koma upp nýjar aðferðir til þess að brjót- ast inn á “örugg kerfi”, sem tengj- ast netinu. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið, nema menn séu tilbúnir til að kosta tvö fullkomlega aðskilin tölvukerfi á hverjum vinnustað, annað til samskipta á netinu og dreifingar á upplýsing- um, hitt til vinnslu á einkamálum og trúnaðarupplýsingum. Þessi lausn verður sífellt algengari, eftir því sem tölvuaflið verður ódýrara. Almennt má fullyrða, að þjón- ustuaðilar og notendur munu sam- eiginlega móta þá stefnu sem Internetið tekur í framtíðinni. Framtíð netsins á íslandi ísland er ekki aðeins langt frá öðrum löndum, heldur er það einnig mjög strjálbýlt. Internetið er í grundvallaratriðum samgöngu- kerfi, og lýtur í því sambandi sömu lögmálum og t.d. vegakerfið. Undirstaðan er línukerfi Pósts og síma. Það er því afgerandi fyrir þróun Internets á íslandi, hversu hratt ljósleiðarakerfið innanlands og til útlanda þróast, - netið kemur með sífellt auknar kröfur um bandvídd. Hagsmunimir eru miklir fyrir þjóðarbúið, því eins og önnur samgöngukerfi minnkar Internetið áhrif fjarlægðar milli manna og eykur þar með samkeppnishæfni sjálfstæðs þjóðfélags álslandi. Um netið flæðir hugvit til nýsköpunar í ýmsum greinum, og um það fer útfiutningur ört vaxandi hugbún- aðariðnaðar. Nýi Jjósleiðarinn til útlanda gefur færi á betri samkeppnisstöðu fyrir hugbúnaðariðnaðinn, menntakerfið og almennt fyrir þjóðfélagið - verður það tækifæri nýtt? Afgerandi verður í því sam- bandi, hvernig yfirvöld mennta-, iðnaðar- og samgöngumála kjósa að beita kröftum sínum til sam- stillingar eða sundrungar. Skýrslu- tæknifélagið, og aðrir aðilar sem efla umræðu og skoðanaskipti um þessi mál, geta gegnt mikilvægu leiðbeinandi hlutverki í því efni. Þjónustuaðilar á netinu þurfa að fá aðstæður til að vaxa og dafna. Á döfinni er að stofna hluta- félag um rekstur ISnets, þ.e. víð- nets innanlands og útlandalínu, sem SURÍS hefur annazt hingað til. Umfang þess rekstrar var orðið slíkt, að fyrra félagsform var sprungið. Stjórnvöld þurfa fremur 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.