Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 28
Febrúar 1995 sem kveða á um að fyrirtæki sem hafa skrifstofufólk í vinnu, verði að láta það vinna heima einn dag í viku styrkir þessa trú. Enn annar þátturinn sem kemur til með að styrkja fjölskylduna verður sú staðreynd að ekki verður í öllum tilfellum nauðsynlegt að flytjast búferlum þó atvinnurekandinn sé langt í burtu, sem ýtir örugglega undir það að menn haldi sig nálægt átthögunum. Þó alheimsnetið sé ekki aðlað- andi til félagsskapar við fyrstu sýn, er þar að finna ýmislegt bitastætt fyrir þá sem sækjast eftir félags- skap. Þannig eru á netinu “rabb- rásir” sem menn nota til að kynn- ast. Slíkur félagsskapur er í raun byggður á sama grunni og annar félagsskapur, hann myndast út frá sameiginlegu áhugamáli. Eini munurinn er að sá félagsskapur sem við þekkjum byggist oftast einnig á nálægð einstaklinganna, en félagsskapur alheimsnetsins byggir á huglægri nálægð sem alheims- netið skapar. Hingað til hef ég fyrst og fremst ýjað að þeim þjóð- félagslegu áhrifum sem þekkingar- þjóðfélagið mun leiða af sér. Áður en farið verður nánar út í þann þátt sem ég álít hafa mestan skriðþunga þ.e. “heimaverslun” langar mig að tengja þessar væntanlegu breyting- ar við stöðu tækninnar í dag. Það fer ekki á milli mála að Internetið gegnir hlutverki alheimsnetsins í dag, hvað sem síðar verður, og hlutverk og áhrif Vefsins eru óum- deilanleg. Lítið þarf að bæta við hefðbundin tölvubúnað fjölskyld- unnar til að hægt sé að tengja hann við alheimsnetið. Mótald og hug- búnað til tengingar er allt sem þarf en geisladrif sakar ekki. Lengra fram í tímann eygjum við nýtt heimilistæki. “Tækið”, sem hefur eiginleika sjónvarps, síma, tölvu, myndbands og jafnvel upptöku- vélar allt í einu tæki. Ekki sakar heldur að fá GSM farmótald til að losna við snúrurnar eða háhraða- samband til flutninga á myndbandi í rauntíma yfír netið. Draumur sem lengi hefur verið beðið eftir er að tölvur skilji bæði texta og tal og séu j afnvel færar um að þýða milli tungumála. Þó svo að þessi draum- ur sé enn fjarlægur færumst við stöðugt nær takmarkinu. Annar draumur sem er meira persónu- bundinn er sá að á markað komi “Rafbók” sem hægt verði að kasta sér upp í sófa með. Hægt væri að flytja upplýsingar af alheimsnetinu yfir í rafbókina að vild og sameina þannig kosti bókarinnar og raf- rænna bókasafna. Ekki væri verra að rafbókin gæti lesið fyrir þá sem það kysu líkt og talgervilinn sem les Morgunblaðið fyrir blinda á hverjum morgni. Þegar talað er um rafræn bóka- söfn er ýmist hægt að tala um geisladiska, sem hver um sig getur geymt sex hundruð miiljón stafi eða nálægt heilu alfræðiorðasafni á einum slíkum disk eða beinlínu- tengingu við alheimsnetið. Geisla- diskurinn hefur náð gríðarlegri útbreiðslu undanfarin ár og er nú svo komið að utan hefðbundinna hljómplatna eru stöðugt að bætast við alfræðiorðabækur, skemmti- kennsla, leikir og bíómyndir. Jafnvel er svo komið í dag að vörulistum og auglýsingum er dreift með þessum miðli sem “gjafavöru” og berst inn um bréfa- lúgur heimilanna í sama tilgangi og ruslpóstur. Það kostar nefnilega minna að framleiða geisladisk en samsvarandi hefðbundinn vörulista og er vissulega umhverfisvænna. Eg hef ákveðið að staldra svolítið við heimaverslun, sem ég skilgreini sem þá verslun sem felst í því að vara eða þjónusta sé pöntuð úr heimahúsi og síðan send kaupanda. Hefðbundin heima- verslun byggir á auglýsingum og síma eða pósti, og er þar sjónvarp + sími og vörulisti + sími,bréf eða símbréf skýrustu dæmin. Það er ekki langt síðan viðskiptablöð heimsins voru uppfull af greinum um risafyrirtæki sem voru að sameinast, til að hafa bolmagn til þess að ná yfirráðum yfir fimm hundruð kapalstöðvum sem áttu að veita neytendumþjónustu á borð við sýndarverslanir og myndbönd samkvæmt pöntun. En þróun heimaverslunar hefur verið á annan veg en í fyrstu var áætlað. Hugmyndin um tölvuverslun hefur tekið við af hugmyndinni um fimm hundruð sýndarverslanir um kapalstöðvar. Internetið í skjóli mikillar útbreiðslu hefur verið alls ráðandi í slíku umtali og má segja að nýjar verslanir á Internetinu skjóti upp kollinum nær daglega. Hitt er ljóst að heimaverslun er enn á frumstigi með tiltölulega litla markaðshlutdeild, þó sú markaðs- hlutdeild fari ört vaxandi. Möguleikarnir eru óþrjótandi, bæði í hefðbundinni verslun, en einnig koma bankar, ferðaskrif- stofur, fasteignasölur og önnur ráðgjöf og þjónusta til greina sem söluvara rafrænna verslana. Þó tækifærin séu mörg og mögu- leikarnir lofi góðu eru mörg ljón í veginum. Ríkjandi skipulag verslunar hefur verið að þróast í langan tíma og mun ekki breytast á einni nóttu. Sú breyting mun taka langan tíma, en fyrstu merki þeirra breytinga eru þegar komin í ljós. Þau lýsa sér í að verslun á borð við Bónus og heildsala á við Com- puter 2000 flytur inn vörur fram hjá ríkjandi umboðsmanni hér- lendis og selur á lægra verði en áður hefur tíðkast. Við munum örugglega sjá fleiri slík dæmi á næstunni. Greiðslumiðlun er annar þáttur sem bæði er flókinn og vandmeð- farinn í heimaverslun. Er hægt að treysta notkun kreditkorta og debetkorta? Hvernig er hægt að verjast svikum? Og þannig mætti spyrja áfram. Eitt er víst að hefð- bundnir bankar eru mjög hikandi og enn er langt í land að ástandið verði viðunandi, það að gefa upp kreditkortanúmer í síma eða með tölvupósti eins og oft tíðkast í dag býður hættunni heim nema í bakgrunni fari fram vinnsla sem tryggi réttmæti greiðslunnar. Þessi 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.