Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 2
VISIR -Mánudagur 24. september 1962. '#* B«6ö*8 S3 **™^™^^^T™^*^k^*V. Fátt um íþróttir í ellefu vindstigum Það gerðist fátt á íþróttasviðinu um helgina, einkum þó í gær, þegar veðurhæðin komst mest í 57 hnúta eða 11 vindstig. Samt fór fram leikur Keflvikinga og Breiðabliks eins og sjá má annars staðar hér á síðunni, en varla er forsvaranlegt að etja mönnum út í keppni í slíku veðri. Þrítugasti leikur 1. deildar fór ekki fram, enda hamlaði veðrið gegn því að Akurnes- ingar kæmust til Reykjavíkur, eins og sagt er frá sömuleiðis á þessari síðu. Er vart hægt annað en fordæma KRR og mótanefnd fyrir að fresta ekki leikj- um í veðri sem þessu. Flest vetrarveður eru skárri veðrinu í gær. Talið er sennilegt að Akranes og KR leiki á laugardaginn kemur en endanlega verð- ur það ákveðið á KRR-fundi í dag. Knattspyrnuráðið er nú í nokkrum vanda, mörgum leikjum ólokið, en sumarið búið. ; i*:. AkranesliBiB ienti út af veginum í óveBrínu Akurnesingar lentu f - ævintýra- legustu ferð sinni til Reykjavikur í gærdag, en ferðir knattspyrnu- manna ÍA eru orðnar nokkuð margar f gegnum árin. Geysihvasst var og er hin stóra og glæsilega langferðabifreið AFTURISTARFIÐ Robbie Brightwell, sem vann | 400 metrana á EM er kominn , aftur heim og tekinn til starfa á ný sem leikfimlskennari við' drengjaskólann í Kingston við | Thames-ána. Hann hleypur | þarna með drengjahóp og auð- vitað i áttina að íþróttavelli' skólans. Drengirnir virðast ekki ( eiga gott með að fylgja meist-1 aranum á hlaupunum, en það er allt í Iagi, einmitt þannig var' 1 það á EM, andstæðihgarnir sáu I aðallega hælana á kennara 1 drengjanna, rétt eins og þeir. Þórðar Þ. Þórðarsonar var komin að Kjalardal kom einkabifreið ak- andi á móti, sem hvorki hægði á sér né yék til hliðar eins og regl- ur gera ráð fyrir á þjóðvegunum. Bíll Akurnesinga varð hins vegar að fara eins langt út á kantinn og auðið var en þá lét kanturinn, meters hár, undan og litlu sem engu munaði að þarna yrði slys á mönnum, því bifreiðin lenti á all- stórum steini og stöðváðist þar en hefði þetta átt sér stað hálfri bfl- lengd lengra hefði ekkert verið til að taka fallið af bifreiðinni og hún oltið og ekki víst nema slys hefði orðið. Einkabifreiðin hélt ferð sinni áfram eins og ekkert hefði I skorizt. Akurnesingarnir urðu að bíða eftir kranabil frá Akranesi, en kall- að var eftir honum í talstöð I bíln- um og kom hann eftri rúman klukkutlma og höfðu liðsmenn orðið að standa undir bllnum til að hann færi ekki á hliðina, enda hékk hann þarna á bláþræði. Áfram vár haldið á bilnum enda var hann furðulítið skemmdur, en í. Hvalstöðinni var hringt til Reykjavfkur og spurt *V»rt leik yrði frestað þar eð útséð' væri að liðið kæmist. Áfrám var haldið á- Ieiðis til Reykjavíkur, en fyrst í Hvalfjarðarbotni var tilkynnt gegnum talstöðina að leiknum hefði verið frestað. Myndin sýnir keflvíska knattspyrnumenn þar sem þeir eru að skoða sig um á helzta sögustað Færeyinga, Kirkjubæ. Myndin átti að birtast með grein um ferð Keflvfkinga til Færeyja fyrir skemmstu, en féll úr þá. Lengst til vinstri er Ólafur Marteinsson í miðjunni er færeyski markvörðurinn Ólafur Olsen og lengst til hægri Geirmundur Kristjánsson. Myndina tók Magnús Haraidsson í Mariukirkju Bikarkeppnin: Leikið með sokka á höndum og glasaþurrku í stað veifu Breiðablik og KefIavík 1 anum á Framvellinum og léku í gærdag í veðurofs- var það furðuleg sjón að sjá Ieikmennina kapp- klædda með slæður bundn jar yfir höfuðið og sokka já hóndunum til að halda jhita á sér, línuverði með ' glasaþurrkur o. s. f rv. Kef la vík vann leikinn örugglega með 6:1. | Upphaflega átti leikur þessi að fara fram á Melavellinum, en hann reyndist ekki fær til að leika á vegna polla. Framvöllurinn var skárri enda nokkru meira skjól þar e., á Melavelli. Það liðu 35 mínútur áður en fyrsta markið kom. Það var Högni Gunnlaugsson sem skoraði markið sem yar það eina sem var virkilega hreint mark. Högni skoraði annað mark fyrir leikhlé og í hálfleik var staðan 2:0. í seinni h'álfleik kom 3:0 frá Breiðabliksmönnum sjálfum, 4:0 frá Hólmbert og 5:0 frá Einari en 6. skoraði Högni. Síðasta markið skoruðu Breiðabliksmenn er um 15 mfnútur voru til leiksloka. Ekki er hægt að hæla mörgum fyrir leik sinn, en Hólmbert og Högni voru þó allgóðir, miðað við aðstæður, jafnvel mjðg góðir. Hlns vegar er það vftavert að ekki skuli vera aflýst leikjum þegar veður er eins og í gær. 11 vlnd- stig eru alls ekki til þess aO leika knattspyrnu né nokkurn lelk ann- an. Dregið í 3. umferð Dregið hefur verið 1 3. umferð bikarkeppninnar og verða eftirtaldir leikir leiknir. Akranes-Akureyri á Akranesi Fram — Valur í Reykjavik KR — Isafjörður á Isafirði Týr — Keflavík óákveðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.