Vísir - 25.09.1962, Page 4

Vísir - 25.09.1962, Page 4
VISIR 'Þriðjudagur 25. september 19(52. ★ Víðo erlendis ★ gern menn ★ sér rnngnr hug- ★ myndir um ★ íslnnd - en nú ★ verður reynt ★ uð bætu úr því Vísir hafði hlerað að það væri von á danskri lesbók um ísland, sem ætluð er börnum á skóla skyldualdri, og sem á að vera hvort tveggja í senn skemmtileg aflestr- ar — þ. e. a. s. hún á að vera í skáidsögu- formi — en þó til nokk- urs fróðleiks um land- ið og þjóðina og þá ekki sízt um lífs- og starfsháttu íslenzkra bama. Til tryggingar fyrir þvi að rétt verði frá hermt í öllum að- alatriðum hefur Islendingur verið ráðinn til að semja þessa bók og mun handritið í þann veginn vera fullbúið til prent- unar. Höfundur þessa bókarkvers er Ármann Kr. Einarsson barna- kennari, sem jafnframt er einn vinsælasti barnabókahöfundur, sem nú skrifar fyrir æskuna og hefur samtals gefið út 20 bæk- ur, og hafa sumar þeirra þegar verið þýddar á erlend tungumál. — Þú ert nýkominn heim úr siglingu, Ármann. Hvert fórstu? — Ég var í svokölluðu árs- leyfi barnaskólakennara, svar- aði Ármann. Ég fór með fjöl- skyldu mína til Danmerkur og þar leigðum við okkur íbúð' þennan tíma. — Var þessi ferð farin í ein- hverjum sérstökum námstil- gangi? — í og nteð var hún það. Bæði heimsótti ég fjölmarga skóla, einkum í Khöfn til að kynna mér námsefni og kennslu aðferðir og eins sótti ég nám- skeið, sem haldið var í Kenn- araháskólanum og helgað var starfsemi skólabókasafna, bóka- safnsfræði og bókmenntum. — 1 hverju finnst þér helzt að danskir bamaskólar séu frá- brugðnir þeim íslenzku? — Algengast er að bæði bama- og gagnfræðaskólar séu starfræktir í sömu byggingu og séu undir sameiginlegri stjóm. Þótt nokkur skortur sé á skóla- húsnæði hjá Dönurrt eru þrengslin f skólunum samt ekki eins og hjá okkur. Óþekkt er með öllu að þrísetja í kennslu- stofur. Víða er aðeins einsett, enda talið æskilegast. Ég fann engan reginmun á kennsluháttum. En danskir skólar eru betur búnir margs konar kennslutækjum, og standa okkur tvímælalaust framar hvað bókakost snertir. Það er líka meira um starfræna kennslu hjá Dönum, þannig að þeir leggja meira upp úr því en við að láta krakkana fást við verkefni á eigin spýtur. Og eitt vil ég enn taka fram, sem mér fannst reyndar mest um vert af þessu öllu saman, en það er hve mikil áherzla er lögð á skólabókasöfn í Dan- mörku. Á þvf sviði getum við mikið lært af Dönum. — Hvernig er þessum skóla- bókasöfnum háttað og hvað hafa þau að geyma. — Þeim er einkum skipt i tvennt, annars vegar fag- og fræðibækur, hins vegar skemmtilestrarefni. Það hefur einkum fallið í hlutskipti móð- urmálskennara skólanna að leiðbeina börnunum að notfæra sér bókasöfnin og njóta þá til þess tilsagnar bókavarðanna eftir þörfum. Það er yfirleitt mikið gert að því í dönskum skólum að fá krökkunum á- kveðin verkefni í hendur, sem þau eiga síðan að vinna sjálf- stætt að með öflun gagna og upplýsinga. Og einmitt þá koma skólabókasöfnin að miklu gagni fyrir krakkana, end virtust þau vera mikið notuð. Ég held að þetta fyrirkomulag ætti að innleiða sem fyrst f íslenzka skóla. — Eru þetta eingöngu les- söfn? Nei, það eru líka útlána- söfn, þannig að bömin geta fengið bækurnar heim með sér, ef þau æskja þess. Kynntirðu þér einnig al- menningsbókasöfn í Khöfn? — Það gerði ég raunar ekki, en þó kynnti ég mér ákveðið fyrirkomulag danskra bóka- safna sem ég tel vera til fyrir- myndar, enda gildir það, að ég held á öllum Norðurlöndum nema Islandi. — 1 hverju er það fólgið? — Þau hafa tekið upp þann hátt að greiða höfundum síns heimalands fyrir allar bækur, þ. e. fyrir hverja bók sem keypt er inn í bókasafn. Þetta gildir jafnt fyrir skólabóka- söfnin sem almenningsbóka- söfn. Greiddir eru 36 aurar á ári fyrir hverja bók, þannig að krónur hvort fyrir bækur sínar í bókasöfnum. íslenzkir höfund- ar væru betur settir fjárhags- Iega ef þetta fyrirkomulag væri tekið upp hér, enda ekki nema sanngjamt að höfundar fái af- notarétt af hugverkum sínum þótt þau séu geymd í söfnum. — Hvaðan koma söfnunum þessar tekjur? — Bókasöfnin fá ákveðna ár- lega fjárveitingu bæði til bóka- kaupa og starfrækslu og 5% þeirrar fjárveitingar rennur til höfundanna. Bókasöfnin greiða fjárhæðina til stjórnar rithöf- undasambandsins, jafnhliða því sem þau gefa upplýsingar um bindafjölda hvers höfundar í safninu, en rithöfundasam- bandið annast síðan dreifingu hér hefur tíðkazt, en á síðustu fjárveitingu voru aðeins tveir höfundar sem fengu þau, Karen Blixen og Tom Kristiansen og námu þau 12 þús. kr. til hvors. Svo er aðeins um einn fastan flokk að ræða með 5.400 króna fjárframlagi, en að því búnu eru greiddir lausir styrkir til ungra höfunda sem þykja efni- legir og nema þeir 3 þús. kr. til hvers. — Segðu mér, Ármann, hvernig fannst þér vitneskjan vera um ísland í dönskum barnaskólum og finnst þér að Danir leggi áherzlu á það að fræða ungu kynslóðina um þessa gömlu nýlendu þeirra hér í norðri? Ármann Kr. Einarsson Islandslýsing fyrir dönsk höfundur sem á 10 bækur í einu safni fær krónur 3.60, en 36 krónur fyrir 100 bindi. — Er þetta nokkuð sem dregur? — Ég held nú það. Tveir tekjuhæstu höfundarnir í Dan- mörku, sem báðir eru barnabókahöfundar, < þau A. Chr. Westergaard og Estrid Ott fá tæpar 20 þús. danskar launanna til viðkomandi höf- unda. — Fá dönsk skáld og höfund- ar styrki frá ríkinu, eða eru þau eingöngu háð bókasölu og les- endafjölda? — Það er að vissu marki á- þekkt fyrirkomulag í Dan- mörku um skáldastyrki og hjá okkur. Þar er einstökum mönn- um greidd heiðurslaun svo sem — Ég gerði mér nokkurt far um að kynna mér þetta og átti þess líka ágætan kost þar sem ég var oft beðinn að svara fyrir- spurnum nemendanna um ís- land og Islendinga. Það voru ákaflega mikið sömu spurningarnar sem þau lögðu fyrir mig. Það var um heita vatnið, um bjartar nætur og miðnætursól, hvalveiðar, síldveiðar, veðurfar og þar fram eftir götunum. Það kom mjög í ljós í þessum fyrirspurnum að bömin vissu næsta lítið um ísland. Þau héldu að hér væri ís og snjór árið um kring, ísbimir, að fólk- ið byggi í hreysum og annað eftir því. Enda þótt bókakostur sé yfir- ' leitt góður í dönskum skólum, þá er því þó þannig háttað að í þeim stendur fátt eitt um land okkar og þjóð, og t. d. aðeins stuttur kafli f landafræðibókun- um, sem þó er aðal vitneskju- lindin um ísland. — Em nokkrar lfkur til að á þessu verði breyting á næst- unni? — Ég ræddi þetta mál við fulltrúa hjá dönsku fræðslumála stjórninni og benti honum á hve íslandi væri helgað lítið lesefni í dönskum skólabókum. Hann viðurkenndi að svo væri og vildi ráða á því nokkra bót. Er hon- um það líka innanhandar þvf þessi fulltrúi hefur á hendi rit- stjóm bókaflokks, sem ber heit- ið „Börn í öðmm löndum", og hafa þegar komið út af honum 9 bækur um ýmis lönd nær og fjær. Það varð síðan að sam- komulagi okkar á milli að ég tæki að mér að skrifa 10. bók- ina í þessum flokki sem á að fjalla um Island. Allar þessar landkynningar- bækur eru skrifaðar í skáld- söguformi, ætlaðar ungum Ies- endum, en höfuðtilgangurinn með þeim er þó sá, að lýsa þjóð- lífi atvinnuháttum og sérkenn- um hvers lands. Hver bók er 40 — 50 síður að stærð, prentuð á myndapappfr og lögð áherzla á að myndskreyta þær sem bezt, bæði með ljósmyndum og teikn- ingum. — Er von á þessari íslands- bók þinni bráðlega? — Það er hugmyndin að hún komi út fyrir jól í vetur ef allt fer eins og áætlað var í fyrstu. — Hafa áður komið út eftir þig bækur á erlendum málum? — Á síðastliðnu ári komu tvær unglingabækur eftir mig í danskri þýðingu skáldkonurm- ar Else Faber. Það voru sögum- ar „Falinn fjársjóður" og „Týnda flugvélin“, sení gefnar voru út f einu bindi. Sama ár koifl sagan „Undra- flugvélin" út f Noregi, bæði á nýnorsku og bókmáli. Það var Fonnaforlagið í Osló, sem gaf þær út og forstöðumenn þess hafa látið í það skína, að þeir vildu gefa fleiri bækur út eftir mig f Noregi. — Hvað hefurðu skrifað margar bækur samtals og hve- nær byrjaðirðu að fást við rit- störf? — Fyrsta bókin mín kom út 1934. Þá var ég aðeins 19 ára gamall. Nú eru bækumar mín- ar orðnar 20 talsins, þar af eitt smásagnasafn, þrjár skáldsögur og 16 bama- og unglingabækur. - Nokkuð nýtt á döfinni? — Aðeins ein ný bók, heitir sennilega „Óli og Maggi“, og er eins konar framhald af „Óska- steininum hans Óla“, sem kom út hjá Prentverki Odds Bjöms- sonar á Akureyri í fyrra. Þrátt fyrir allt er þetta sjálfstæð saga, þótt aðalpersónan sé sú sama og í „Óskasteininum hans Óla“. Hún verður og talsvert lengri. Að lokum skal þess getið, að Blindraskólinn í Reykjavfk hef- ur farið þess á leit við mig að mega gefa út tvær bóka minna, „Ævitýri f sveitinni" og „Óska- steinninn hans Ólá“ með blindra letri, og býst ég við að þær komi þannig út á næstunni. I | \ !>'■ y,- *

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.