Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 2
VÍSIR . Mánudagur 1. október 1962. .. r rr 1 ■ v/4'Æ ^—i =T1 T//////A Z////////Æ l_J W//////Æ _J m/Æ FRAM, Islandsmeistarar í knattspyrnu 1962. — Fremri röð talið frá vinstri: Geir Krisíjánsson, Guðmundur Óskarsson, Guðmundur Matthíasson. — Miðröð: Þorgeir Lúðvíksson, Halldór Lúðvíks- son, Hrannar Haraldsson, Dagbjartur Grímsson, Guðmundur Jónsson þjálfari. Aftasta röð: Ragn- ar Jóhannsson, Guðjón Jónsson, Baldur Scheving, Grétar Sigurðsson, Hallgrímur Scheving, Baldvin Baldvinsson, Ásgeir Sigurðsson, Arnór Sveinsson, Birgir Lúðvíksson. 1. deaðd: Fram Islandsmektárí f Ísficmdsmótið: ® £ 3k® r r*jt jafnaði a sm Baldur Scheving, hægri út- herji Fram, tryggði félagi sínu Islandsmeistaratignina á jafn- asta íslandsmóti allra tíma með nákvæmu skoti af stuttu færi í rokleiknum á Laugardalsvelli í gær. Baidur skoraði á 32. mín. fyrri hálfleiks, en síðari hálf- leikurinn var stöðug sókn Vals á Frammarkið eftir 9 vindstig-1 um og vörðust Framarar hetju- lega og héldu markinu hreinu þótt oft munaði ekki miklu. Vindurinn hafði ekki mikil áhrif fyrstu mínúturnar, því blankalogn gerði skömmu eftir leikbyrjun en síðar herti vindurinn á sér og varð brátt algjörlega ofraun allri knatt- spyrnu. Framarar fengu fyrsta tækifærið, en Guðmundur Ög- mundsson bjargaði þá góðu skoti frá fyrirliða Fram, Guðmundi Ósk- arssyni. Steingrímur Dagbjartsson átti allgott færi á 7. mín. en ,,kiksaði“. Á 14. mín. átti Baldur Scheving góðan bolta utan af kanti yfir til Baldvins hins unga og ásækna miðherja,—sem var ekki seinn að skjóta en skotið fór rétt yfir þverslá. Baldur Scheving átti góðan skalla á mark Vals á 16. mín, og Ásgeir skaut hörkuskoti yfir þverslá nokkru síðar. Mjóu munaði að Valsmenn skoruðu á 21. mínútu þegar Guðjón varði skot Þorsteins Sívertsen á mark- línunni. Björgvin markvörður Vals var drjúgur kraftur fyrir liðið, því hvað eftir annað greip hann snilld- arvel inn í leikinn, t. d. er hann bjargaði marki eftir að Baldur Scheving gaf góðan bolta á Bald- vin, cn úthlaup Björgvins kom á réttum tíma. Á 32. mínútu kom sigurmark leiksins. Sókn upp vinstri kantinn og fastur bolti að marki, Björg- vin missir boltann út til hægri þar sem Baidur Scheving ætíð talinn tákn þeirra sem ekki geta skorað mark, tók við boltanum og spyrnti fast og örugglega innan- fótar hátt í hægra horn marksins. Árangurslaust reyndist fyrir varnannenn að ná til boltans, en j Björgvin var ekki i aðstöðu til að ' ná til boltans. Síðari hálfleikurinn var í stuttu máli þannig, að Valsmenn sóttu allan leikinn að einum, tveim eða þrem sóknum undanskildum, en þær færðu ekki mikla hættu upp að Valsmarkinu, enda næsta ó- gerlegt að sækja gegn vindinum. Bergsteinn átti fast skot á 1. mín. síðari hálfleiks rétt fram hjá. Skúli átti annað af löngu færi á 15. mín. en á mitt mark og Berg- steinn skaut á 17. mín. yfir. Á 26. mín. bjargar Hrannar á línu og setur boltann í horn, en það var annað skiptið í leiknum, sem bjargað var á marklínu Fram. Á 33. mínútu kom svo eitt bezta t'ækifærið í leiknum, en Skúli Þor- Spenningur, stemmning, harjka, vonzka leikmanna og áhorfenda, mörg mörk og skemmtileg —allt í einum og sama leiknum, leik KR og Akraness sem fór fram á laug- ardaginn á Laugardalsveliinum. Alcranes þurfti að vinna til að komast með Val og Fram í úrslita- hríðina, en fyrir KR hafði leikur- inn Iitla þýðingu. Án Helga Dan- íelssonar gátu Akurnesingar ekki sigrað hina velleikaftdi KR-inga sem komust í 4:1, yfirburðastöðu, sem Akurnesingar jöfnuðu og skoruðu síðasta mark sitt er aðeins voru um 20 seúkundur til leiks- loka. Geysifjölmennt var á Laugar- dalsvellinum á laugardaginn eða um 3500 manns, enda gott veður til keppni. KR skoraði fyrsta markið er um 10 rhín. voru af leik. Ellert Schram skaut að marki en boltinn fór í varnarmann Akra- ness og hrökk til Jóns Sigurðsson- ar í góðu færi en hann hafði auk þess nægan tíma til að hemja bolt- ÍJ&JL áfram í bikarnuni 1 roki og kulda suður í Hafnar- firði, sigruðu Keflvíkingar Tý frá Vestmannaeyjum með 2 — 0 í 3. umferð bikarkeppninnar, og er þar með komið 1 keppnina með fyrstu deildar liðunum. En næsta helgi sker úr um , hvaða 3 lið halda áfram keppni. Leikurinn í Hafnarfirði var leikur, sem ekki skilur eftir minningar um góða knattspyrnu. Má þar fyrst kenna um rokinu, og þar næst, getuleysi leikmanna, Keflvíkingar léku und- an vindi fyrri hálfleik og héldu uppi mikilli pressu en það varð ekki fyrr en á 35. mín. að Högna Gunnlaugsyni tókst að koma bolt- anum í netið hjá hinum skemmti- lega markmanni Týs. í síðari hálf- leik héldu Týsmenn uppi pressu með hjálp vindsins, en tókst 'ekki að skora, þó oft skylli hurð nærri hælum. Keflvíkingar gátu bætt marki á 2. mín. síðari hálfleiks, þótt á móti vindi væri, og tryggðu sér þar me ðsanngjarnan sigur í þessum leik. ann og Iaga til fyrir sér en skot hans var öruggt og gott. Akranes jafnaði síðan eftir nokkrar mínútur eða á 18. mln- útu. Markið kom úr hornspyrnn sem fór yfir Heimi inn að marka- línu þar sem Þórður Þórðarson og Ingvar í sameiningu ,,pressuðu“ boltann inn í markið, en Ingvar mun hafa komið síðastur við bolt- ann. Ellert var tvívegis á 3 mínútum á ferðinni með góða skallabolta, en algjörlega ódekkaður I bæði skiptin. Á 20. mín. skoraði hann eftir nákvæma fyrirgjöf Halldórs Kjartanssonar v. útherja. örn Steinsen sendi síðan annan álíka bolta frá hægri kanti og Ellert af- greiddi, hann á sama hátt á 23. mínútu, en bæði voru mörkin af stuttu færi. Mínútu síðar skoraði KR svo 4:1 og var það skot Halldórs Kjartanssonar fast og öruggt frá vítateigslínunni, og var það 3. markið á fjórum mínútum. Akurnesingar skoruðu 4:2 á 31. mínútu, furðuiegt mark eftir marga skemmtilega atburði við KR-markið. Það var Ingvar sem skoraði. Fallegt mark á 19. mín. síðari hálfleiks minnti menn á tilþrif Þórðar Þórðarsonar er hann og Akranesliðið var upp á sitt bezta. Hörkuskot frá vítateig, heldur ó- vænt í stöngina og inn, fallega gert, 4:3 og leikurinn orðinn mjög spennandi. Akurnesingar lögðu nú allt upp úr sókninni og oft lá við að ÍA skoraði, en Heimir varði mjög vel og það var ekki fyrr en á síðustu mínútu að Akurnesingar hreinlega neyddu hann til að slá boltann í éigið net, er þeir pressuðu hann úr horni, sem lenti ofan í markinu. Akurnesingar höfðu nú ekki Helga Daníelsson í liði sínu og munaði því að ekki varð sigur í þetta sinn. Kjartan Sigurðsson fyllti ekki sæti landsliðsmarkvarð- arins, enda reynslulaus maður með öllu. Vörnin sem fyrr „vandamál númer eitt“ og eink- um var miðjan mjög opin. Fram- verðirnir skiluðu sínu sæmilega vel, en framlínan var skemmtilega frísk og ákveðin, einkum þó Ríkharður og Ingvar, en 'Ríkharði Framh. á bls 7. Framhald á bls. 7. Baldur Scheving skorar sigurmarkið fyrir Fram. Örin sýnir boltann á leið í netið. — Ljósm. Vísis, I. M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.