Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 8
VÍSIR . Mánudagur 1. október 1962. Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar Hersteinn Pálcson, Gunnai G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn O. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krói.ur á mánuði. I Iausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 Ifnur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f Hagsmunir neytenda Undanfarna daga hefir Vísir greint ítarlega frá hinu svonefnda kartöflumáli, eða kæru Neytendasam- takanna út af skemmdum kartöflum. Á föstudaginn var álit Atvinnudeildarinnar lagt fyrir dóminn. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú, að ekki helmingur kartaflna þeirra, sem athugun fór fram á, voru fyrsta flokks vara, þótt Grænmetisverzlunin léti merkja þær allar fyrsta flokks. Auk þessa náðu mörg sýnishomin ekki tilskilinni þyngd og öll voru þau hýðisskemmd. Rannsókn þessi sýnir, að fyllsta tilefni var til kæm Neytendasamtakanna. Hér hefir verið gerð til- raun til þess að pranga inn á neytendur skemmdri vöru, auk þess sem ranglega er tilgreint um þyngd. || Enn hefir dómur ekki fallið í málinu og skal því ekki fcSw' ■ að því vikið að þessu sinni, hverjir bera hér sökina. En hér er greinilega um gróft verzlunarbrot að ræða | og þess er að vænta að ekki verði tekið vægt á slíkri háttsemi. Lánin greidd upp Seðlabankinn skýrði nú um helgina frá þeim merku tíðindum að þau yfirdráttarlán, sem fengin voru erlendis 1960 og tekin voru til þess að koma efnahag ; þjóðarinnar á réttan kjöl, hafi nú verið að fullu greidd. Er hér um að ræða nær 14 millj. dollara, eða yfir 500 millj. króna. Það er hin stórbætta gjaldeyrisstaða íslands síð- ustu tvö árin eftir að viðreisnin hófst, sem gert hefir 2 þessa endurgreiðslu kleifa. Unnt hefir verið að greiða upp þessi lán án þess að þrjjhgt sé að greiðslugetu hankanna erlendis, vegna þeirrar aukningar, sem orð- ið hefir á gjaldeyriseign landsmanna á þessu tímabili. Þetta er gleðilegur vottur um bættan efnahag þjóðarinnar. Lengi voru íslendingar frægir fyrir það Á alþjóðavettvangi að greiða ekki lán sín. Var svo komið undir vinstri stjórninni, að allar venjulegar lánaleiðir höfðu lokazt. / Norræn Norræna félagið hélt hátíðlegt 40 ára afmæli sitt ; nú um helgina. Til hátíðarinnar komu góðir gestir að utan, og var þeim hjónunum frú Önnu og Poul < Reumert sérstaklega fagnað að verðleikum. í dag standa norrænu þjóðirnar andspænis mikl- um vandamálum, er spilin á svjði Evrópu eru stokkuð ' i- ■ upp. En í þeim leik felast einnig miklir vinningsmögu- leikar. Því ríður á að norrænu þjóðirnar standi saman og styðji að hagsmunum hver annarrar. Norræn samvinna hefir sjaldan verið raunhæfari né nauðsyn- legri en einmitt nú í dag. Því eigum við íslendingar að treysta böndin við granna okkar og frændur, svo sem við framast megum. samvinna Kurt Zier skólastjóri annars staðar, að koma inn á heimili, þar sem original myndir hanga á veggjum. Slíkt er sjald- gæfara erlendis. En svo hefst nýr áfangi í myndlistinni? — Tá, svo breytist mynd- " listin, og þá verður fólkið ruglað. Þá segir það, var þetta ekki ágætt eins og það var þarf nú að fara að byrja á nýju? En listamaðurinn er knúinn áfram, af því hann hef- ur ekki fundið fullnægju í því, sem hann var að gera. Það er eins og Bert Brecht sagði í Mahagonnyleikritinu: „Eitt- hvað vantar“. Ein við vorum víst að tala um fegurð lands- lagsins. Hvernig er það, er það satt, að fólk á Islandi sé nátt- úrudýrkendur? Er hægt að vera náttúrudýrkandi i landi eins og Islandi? Menn verða að muna, að til þess að geta leyft sér að dýrka náttúruna, verður maður að vera henni óháður. Það er ekkert Iandslag í Is- lendingasögunum af því þá voru menn miklu háðari náttúr- unni. Þér munið eftir því í Sjálfstæðu fólki, hvað Ásta Sóllilja varð hissa, þegar borg- arbúinn kom og sagði að dal- urinn væri „fallegur“, og hún velti því lengi fyrir s,ér, hvar þessi fegurð væri. Var það mýrin eða fjöllin? En borgar- búinn þóttist sjá fegurðina strax. Og þó var Ásta Sóllija gáfuð stúlka og gædd miklu hugmyndaflugi. Hér tala tveir aðilar, sem hafa ólík viðhorf til náttúrunn- ar. Svo virðist vera sem nátt- úrudýrkunin sé bundin vissum skilyrðum, og er það ekki til- viljun, að hún kemur hvað sterkast fram hjá frönku mál- urunum Monet, Manet, Cez- anne og Matisse; — Og svo líður hún undir Iok? EITTHVAÐ HVERS vegna varð abstraktlistin til? Af hverju mála lista- menn myndir, sem enginn sér haus né sporð á og enginn „skilur“? Á slík list sér eitt- hvert þróunarskeið, eða varð hún til af fyrirtekt og sérvizku þeirra manna, sem ekkert kunna að mála? Þetta eru al- gengar spumingar, og menn deila endalaust um það, hvort abstraktform myndlistarmanna eigi yfirleitt nokkum rétt á sér eða ekki. Kurt Zier, skólastjóri Handíða- og myndlistarskólans, ræðir þetta mál í viðtali við blaðamann Vísis í dag, um leið og hann lýsir viðhorfi sínu til islenzkrar myndlistar. i því að við íslendingar er- um alltaf forvitnir um skoðanir útlendinga á því, sem hér er að gerast, er ekki fjarri lagi að spyrja fyrst um það, hvernig yður lízt á íslenzka myndlist, eins og hún kemur okkur fyrir sjónir í dag? — Það er í sjálfu sér furðu- legt að athuga stöðu íslenzkrar myndlistar innan hefðar evr- ópskrar listar. Er íslenzk mynd- list yfirleitt til? Er ekki bara um að ræða þátt Islendinga í evrópskri list. Það er ekki auð- velt að segja til um það, hvað sé íslenzkt eða evrópskt. Er Þorvaldur Skúlason Islendingur eða Evrópubúi? En það, sem einkennir íslenzka myndlistar- menn sérstaklega er hvað þeir eru lausir við þá hefð, sem víða gætir erlendis. Þeir þurfa ekki að draga á eftir sér byrð- ar af hefðum og fordómum. Þeir hafa frelsi til að ráðast beint til verks og skapa það, sem þeim er efst í huga. Mér hefur alltaf fundizt, að í verk- um Schevings, Kjarvals og Engilberts, að öðrum ólöstuð- um, hafi islenzk myndlist á stuttum tíma náð sömu gæðum og evrópsk málaralist. Þetta er mjög eftirtektarvert og hefði ekki getað gerzt nema aðeins vegna þess, að íslenzka þjóð- félagið er ekki bundið í fjötra gamallar hefðar eða nýrra for- dóma. Þegar impressjónistarriir komu fram í Frakklandi, þurftu þeir að berjast langri og harðri baráttu fyrir tilverurétti sinum. En hér eru slíkar kreddur ekki fyrir hendi, og þess vegna verð- ur miklu nánara og almennara samband milli fólksins og lista- mannsins. Útlendingum, sem hingað koma, finnst furðulegt að sjá hinn almenna áhuga, sem hér ríkir á myndlist. Það er miklu algengara hér en — Tá, þá kemur til sög- " unnar heimsstyrjöld- in fyrri, og þá uppgötva menn sér til skelfingar allt í einu hina dökku hlið mannsins, og það setur að mönnum efa um, hvort það sé ekki óverjandi kæru- leysi að dýrka fegurðina eina, að minnsta kosti væri það ekki allur sannleikurinn. Þess vegna kom expressjónisminn til sög- unnar. Þá má nefna mann eins og t. d. Munch, hann gat aldrei fundið náttúruna eina og fagra. Hann málar fólk við dánarbeð, og gluggarnir í húsum eru eins og glóandi augu eins og reimt væri í þeim, eða þá að hann málar konu, sem stendur á bryggju og æpir, og allt and- rúmsloftið í kringum hana titr- ar af þessu skelfilega hljóði. Picasso málar grátandi konu þannig, að andlit hennar er glerrúða, sem brotnar sundur, það sýnir angist hennar og ör- væntingu. Þetta kom þó fram fyrir fyrra stríðið. Það var eins i _ listamennirnir fyndu á sér þann óskapnað, sem var að nálgast. Þeir voru skyggnir. Voru á undan ‘.'.nanum, og það var einmitt vegna þess sem samtíðarmenn þeirra kölluðu þá viilidýr („les fauves“), af því „þeir kynnu ekki að mála“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.