Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 9
VlSIR . Mánudagur 1. október 1962, KURT ZIER segir frá tilurð fflsæs f |í g$gj ■- -■ -y*^'vffimmpí $$1 abstraktlistarinnar — Af hverju hverfur þetta svo allt? - - A f því eitthvað vantaði. Að vísu hafði natúral isminn skapað góð listaverk, en hann gat ekki sagt allan sannleikann. Ásmundur Sveins- son lýsir til dæmis ekki afstöðu mannsins til náttúrunnar í verkum sínum, heldur því, sem býr hið innra með honum, hvernig hann skilur sjálfan sig. Við getum tekið hið nýja verk hans Sonatorrek. Mér finnst það eitthvað það ægilegasta í öllum bókmenntum, lýsingin á þess- um sterka manni, sem misst héfur síðasta son sinn og glat- ar löngun sinni til lífsins. Var sjórinn fallegur fyrir Egil? Rán og Ægir? Er hægt að mála „fall- ega“ mynd af sjónum, meðan hann heitir Rán og Ægir? Til þess að lýsa harmi Egils hjálpar lítið að gera fallegan mannslík- ama. Aðalmarkmið hans er að lýsa þessum ofurmannlega harmi Egils. Þess vegna.kastar hann frá sér öllu því, sem hann hefur lært um að búa til falleg- an líkama þó það hefði nægt honum til frægðar. Hann verðuf að finna form, sem tjáir ör- væntingu, harm og hugarkvöl. Hann verður að sýna Egil í þann mund, sem hann er að gefast upp. En þá gerist þetta kraftaverk, að sambandið við skáldskapinn fær hann til þess að ná aftur kjarki og hug- hreystingu. Ef Ásmundur væri málari, þá skildist öllum, að hann gæti ómögulega málað þetta með sömu aðferðum og fegurð sumardagsins. — 17n í þessu eru þó . form, sem við berum kennsl á óg setjum í samband við áþreifanlega hluti. — Já, það er rétt, svo fram- ariega sem harmur og hugar- kvöl eru „áþreifanlegir hlutir". Næsta skrefið er svo það, að myndlistin verður óbundin öllu „innihaldi“ í venjulegri merk- ingu þess orðs. Enn þá gildir: „Eitthvað vantar“. Kannski er það hið algera sköpunarfrelsi sem tónlistin býr yfir. Enginn ámælir tónlistinni vegna þess, að tónarnir þýða ekkert ákveð- ið, sem áður er þekkt. Henni leyfist að vera „abstrakt". Nú hafa tónarnir og hljómarnir þann ómetanlega kost að vera hvergi til í ríki náttúrunnar. Þeir búa aðeins með mönnum. Ætli það sé þeés vegna sem tjáningarmáttur þeirra er svo hreinn og sterkur? Skyldi þetta VANTAR Picasso: Grátandi kona. Ásmundur Sveinsson: Sonatorrek. ekki einnig gilda um liti og form? Og sérstaklega ef þeir efu færðir úr öllum hefð- bundnum búningum, þurfa ekki lengur að þýða eitthvað, sem við sjáum, því margt er til, sem augu okkar sjá ekki. Paul Klee sagði: „Listin á ekki að birta hið sýnilega, heldur gera sýni- legt (það, sem liggur ekki í augum uppi). Og það er ein- mitt það, sem abstraktmálar- arnir eru að rannsaka. Þegar í expressiónisma hefur komið fram, að liturinn í sjálfu sér hefur ákveðinn tjáningarmátt eða symbólskan kraft, sem er ekki háður neinu í hinni ytri tilveru okkar, heldur svara á leyndardómsfullan hátt lögmál- um andans og sálarinnar. Hvað „innihald" þessara mynda snert ir, þá er það sama eðlis og til dæmis 5. sinfónía Beethovens, sem engin orð fá lýst og talar aðeins sínu eigin máli, en er þó ekki síður veruleg eða sönn fyrir því. Allir, sem bera skyn á tónlist, eru sammála um það, að hér sé um dásamlegan at- burð andlegs lis að ræða, sem göfgar tilveru okkar. Þannig hafa orðið til abstrakt- myndir, sem eru með því bezta, sem skapað hefur verið. — En nú kemur fólkið og segir: Hvernig á ég að vita hvort þetta er list eða ekki? Hvernig á ég að vita, hvort þetta er listamaður eða Iodd- ~LÍ? ~ Má. ekki spyrja svona um alla list? — Til þess að fá einhvern mælikvarða til að dæma eft- ir, verður að líta á verk mannsins í heild. Ásmund- ur hefur búið til mannslíkama, eins og hann lítur „út“ í raun og veru. Og Þorvaldur hefur árum saman búið til landslags- og mannamyndir. Úr þessari viðleitni þeirra hefur sprottið sú tækni, sem nú er notuð. Þess vegna erum við sannfærð um að þeim sé treystandi. Þró- unin liggur frá einu til annars, það er leit listamannsins. LÍsta- maðurinn er eins og venjulegur íslenzkur borgari, sem á bíl og ætlar að kaupa íbúð. Hann verður að selja bílinn til að eignast íbúð. Láta af hendi það, sem hann á, til að fá það, sem hann Ieitar að. ■— Er þá ekki erfitt fyrir byrjendur að vita, hvar þeir eiga að leggja af stað? — TVTú kemur unga fólkið, og hvar á það að byrja? _.r leyfilegt að það til- einki sér fyrirhafnarlaust það, sem Þorvaldur og Ásmundur hafa skapað eftir margra ára starf? Þetta er mikið vandamál, því að i hinn bóginn virðist jafn vafasamt að byrja á því, sem allir eru nú að kasta frá sér? Á að láta nútímaarkitekt byrja á að byggja moldarkofa? Auðvitað ekki. Hann byrjar strax á steinsteypu og stáli. En í myndlist er vandamálið ennþá erfiðara viðureignar. Reynt hefur verið að láta unga fólkið byrja á árangri, sem þegar er fenginn. Þetta var reynt í svo-- kölluðum abstraktakademfum, en mistókst. Þegar Þorvaldur málar sínar myndir, þá veit hann, af hverju hann gerir það. Én hjá unga fólkinu er engin reynsla að baki. Unga fólkið verður að vita, af hverju þetta form hefur orðið til. Það verð- ur að finna einhverja mála- miðlun. Unga fólkið verður að hafa reynt og skilið þá þróun, sem stendur að baki abstrakt- listinni. Menningin og þar með listin er eins og viti, sem hreyfir geisla sinn stöðugt gegnum nóttina. I dag sjáum við Esjuna, á morgun ef til vill Vífilfell. Og enn heldur geisl- inn áfram og næst sjáum við kannski Keili. En fólkið segir alltaf, að það sé hið eina rétta, sem það hefur vanizt að sjá, Það er Esjan og Vífilfell, sem er rétt mynd af heiminum. Keili er afneitað. Og við vit- um, hve þessi þrjú fjöll er lítill hluti veraldarinnar. Það getur enginn sagt, að það, sem hann sér og veit um, sé tilveran í heild sinni. N. P. N. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.