Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 16
 VISIR Mánudagur, I. október 1962. ikið vatnsmagn kom vi borun Hinir nývígðu prestar og eiginkonur þeirra á heimili biskups í gær. Til vinstri er séra Bernharður og Rannveig Sigurbjöms- dóttir kona hans, en til hægri séra Ingólfur og Áslaug Eiríks- dóttir kona hans. PrestvfgsEa í gær Tveir nýir liðsmenn bættust í hóp starfandi presta f gær. Prest- vígslan fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Biskupinn hr. Sigur- björn Einarsson vígði tengdason sinn, Bernharð Guðmundsson, prest til Ögurþinga j Isafjarðar- prófastsdæmi og Ingólf Guð- mundsson frá Laugarvatni prest til Húsavíkur. Séra Ingólfur Ástmars- son biskupsritari lýsti vígslu og vígsluvottar auk hans voru séra Rósturvið háskóla I gærkvöldi kom til snarpra á- taka við Háskóla í Mississippi í Ox ford þegar liðsmenn úr ríkislög- reglunni opnuðu svertingjanum Meredith Ieið að skólanum. Mikill mannf jöldi hafði safnazt saman við háskólann, sumir vopnaðir hagla- byssum. Hófu þeir skothrið til að ryðja sér leið inn í háskólalóðina og Iétu tveir menn lífið, lögreglu- maður og fréttamaður. Ríkislög- reglu og herliði hefur verið gefin skipun um að beita valdi ef á þarf að halda. Jósep Jónsson, Jóhann Hannesson p^ófessor og séra Sigurður Guð- mundsson á Grenjaðarstað. Annar hinna nývígðu presta, séra Ingólf- ur Guðmundsson, prédikaði. Auk biskupsins þjónaði séra Óskar J. Þorláksson, dómkirkjuprestur, fyr- ir altari. Mikið fjölmenni var við vígslu- athöfnina, sem var hin hátíðleg- asta. m Á föstudagskvöldið gerðist það norður í Ólafsfirði, að Norður- landsborinn, sem þar var að verki kom allt í einu i 277 metra dýpt 'niður á mikið heitt vatn. Þegar þetta gerðist hafði borinn farið niður úr harðri klöpp en kom allt í einu í sprungu, 10-12 m á dýpt. — Kom þetta þannig fram að borinn féll skyndilega niður um marga metra og næstum því samtímis brauzt vatnið upp. Vatnsmagnið úr holunni var um 40 sekúndulítrar og er það um helmingi meira vatnsmagn en úr öllum öðrum holum í Ólafsfirði, en hiti vatnsins er aðeins 48 stig. Það er búizt við að vatnsmagnið muni minnka en hitinn e. 't. v. hækka nokkuð næstu dagá. Vlsir átti samtol við Ásgrím Hartmannsson, bæjarstjóra 1 Ólafs- firði, sem staddur er hér í bænum. Hann sagði m. a.: — Hitaveita Ólafsfjarðar er elzta hitaveita landsins, var tengd árið 1943. Vatnsmagnið var allsæmilegt til að byrja með, en hitinn hefur Vorveður á Norðurlandi Frá fréttaritara Vísis í morgun. Á laugardag var vorveður um allt Norðurland, hiti, logn og hlýj- indi, hiti víða tólf stig. í gær vgr lítið eitt kaldara, en í morgun er aftur vorveður og 9 stiga hiti. Snjór, sem kóm fyrir viku síðan er horfinn að mestu eða öllu leyti úr fjöllunum. verið lágur. Síðari árin eftir að byggð í Ólafsfirði fór ao vaxa var svo komið fyrir þrem árum, að hita veitan var orðin ófullnægjandi. Nú bíða 40—50 húsbyggjendur, sem eru að byggja eða byggðu á s.l .ári eftir þvi hvort þeir fá hita- veitu, sagði Ásgrímur. Ég ætla að þeirra fögnuður sé mikill því að nú ætla ég að það sé nokkurn veginn tryggt að þeir fá hitaveitu. Hitaveituboranirnar í Ólafsfirði fara fram í svonefndum Skeggja- brekkudal, sem er um 4 km frá bænum frammi í dal. Bill Haley m næs~ Um næstu helgi er von á til landsins hljómsveit Bill Haley, frægustu „rock“-hljómsveit heims, sem fræg varð á sínum tíma fyrir að vera ein fyrsta „rock“-hljómsveitin. Mun hljómsveitin standa hér við í tæpa viku og halda nokkra hljómleika hér og á Keflavíkur- flúgvelli. Hljómsveitin hefur að undan- íþrnu verið á hljómleikaferð um Evrópu og hefur hlotið mjög góðar undirtektir. Eins og fyrr segir varð hljóm sveitin fræg fyrir að leika „rock ’n roll“ og fór mikla sig- urför um heim allan. Meðal annars var hljómsveitin í kvik- mynd, sem sýnd hefur verið hvað eftir annað í Stjörnubíó og nefnist Rock around the clock. Að undanförnu hefur hljóm- sveitin leikið mikið twist. Hef- ur lagið „Spanish twist“, sem þeir leika, hlotið miklar vin- sældir bæði hér og erlendis. Hefur blaðið haft spurnir af því að plata rrjeð þessu lagi hafi selst upp hvað eftir annað hjá hljórnplötuverzlunum hér í bænum. Héðan mun hljómsveit Hal- eys halda vestur um haf. t/ogangur a Það var allt útlit fyrir í gærdag, að sams konar óveður ætlaði að skella á í Reykjavík og geysaði hér um síðustu helgi. Eftir því sem líða tók á dagirin, jókst alltaf vind- hraðinn og var um 8 vindstig þeg- ar mest var. Um kvöldið gerði rigningarbyl með norðanáttinni og Miði nr. 1025 Eigandi áskriftarmiða Vísis nr. 1025 hefur énn eigi gefið sig fram, en hann hefur unnið í áskrifenda- happdrætti Vísis gólfteppi frá Ax- minster fyrir 10 þús. kr. Á laugardaginn eftir afmælishátíð Norræna félagsins í Þjóðleikhúsinu hafði stjórn Norræna félagsins sam- kornu í Krystalssalnum. Þar tilkynnti formaður félagsins, Gunnar Thoroddsen, að þrír menn hefðu verið kjörnir heiðursfélagar og afhenti hann tveimur þeirra sem viöstaddir voru heiðursskjal um það. Sjást þeir hér á myndunum, þeir próf. Sigurður Nordal og Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri. var hið versta veður. Engin teljandi slys urðu, en margvísleg vandræði hlutust og var lögreglan á þönum um allan bæ að hjálpa og aðstoða menn. Verst var ástandið niður á Skúla- götu, þar sem sjórinn gekk yfir götuna og buldi á vegfarendum. Bifreiðir, sem áttu þarna leið um, stöðvuðust margar hverjar vegna bleytunnar. Mátti þar sjá fjölda bíla í lamasessi, aðra 1 togi og enn öðrum var ýtt af handafli af eigendunum í næsta skjól. Upp úr miðnætti slotaði þó mik- ið veðrinu og þegar Reykvíking- ar komu á fætur í morgun var hið ágætasta veðurlag. Veðurstofan spáir stinningskalda næsta / sólar- hringinn. Skyndi- happdrætti SpEfsfæðis- flokksins SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS er í full- um gangi. í Reykjavík eru mið- arnir seldir í happdrættisbifreið unum við Útvegsbankann, en einnig í skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins vlð Austurvöll. Dreg- ið 26. október n.k. — Kaupið miða strax. li

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.