Vísir - 03.10.1962, Síða 4

Vísir - 03.10.1962, Síða 4
'fi VÍSIR . Miðvikudagur 3. október 1962. y AND EKKI ANNAÐ EN GÖT OG HOLUR Laxveiðinni er að ljúka á þessu sumri. í ýmsum ám hefur hún verið góð, sums staðar með ágæt- um. Ein í röð hinna betri laxveiðiáa landsins er Vatnsdalsá í Húnaþingi. Hann vó 17 pund þessi. Frá því hefur áður verið skýrt hér í Vísi og einnig frá því að um hana hafa spunnizt nokkrar deilur, sem væntanlega eru þó hjaðnaðar núna. Loks skýrði Vísir frá því að leigutaki Vatnsdalsár hafi í sumar farið inn á þá braut að leigja ána að meira eða minna Ieyti út- lendingum og afla þjóð- inni á þann hátt gjaldeyr- istekna. Nú þykir ýmsum vafalaust for- vitnilegt að frétta af því hvernig þessum erlendu veiðimönnum hefur líkað að koma til íslands og fást hér við laxveiðar. I til- efni af því hefur Vísir snúið sér til þess manns, sem gerst má um það vita, manns sem var túlkur útlendinganna og fylgdi þeim á veiðisvæðið dag hvern, en það var Peter Kidson, sem ýmsum lesendum Vísis er að góðu kunn- ur. — Hvernig heldurðu að þess- um framandi gestum hafi líkað veiðiskapurinn í Vatnsdalsá í sumar? — Undantekningarlaust allir, þeir sem ég hafði eitthváð sam- an við að sælda voru ánægðir yfir veiðinni, veiddu meir og bet- ur en þeir höfðu búizt við. Undir þvílíkum kringumstæðum verða menn alltaf ánægðir. Auk þess létu þeir flestir í Ijós hrifningu yfir fegurð Vatnsdalsins þrátt fyrir kalsaveðráttu og stöðuga norðanátt allan ágústmánuð. Gleymdu kuldanum Hjá sumum var veiðihugurinn svo mikill að þeir gleymdu með öllu kuldanum. Þeirra á meðal voru frönsk hjón sem bjuggu í tjaldi á bakka Vatnsdalsár í sex vikur. Þau voru mjög ánægð yfir dvöl sinni hér, þótt oft væri kalt í veðri, og einkum voru þau á- nægð yfir veiðiskapnum. Aftur á móti voru börn þeirra tvö, sem voru hjá þeim í stuttri heimsókn, ekki að sama skapi ánægð. Þeim leiddist og þau langaði í heita sjóinn við Biarritz í Suður- Frakklandi. Ég sagði þeim að þau gætu synt I eins volgu vatni í Varmahlíð f Skagafirði, en ég veit ekki hvort þau hafa trúað því. — Bjuggu veiðimennirnir í tjöldum? — Að undanteknum þessum frönsku hjónum bjuggu allir er- lendu veiðimennirnir í Kvenna- skólanum í Blönduósi. Frú Stein- unn Hafstað rak þar veitinga- og gistihús, svo sem hún hefur gert áður. Þar líkaði þeim mjög vel, enda öll þjónusta og matargerð eins og bezt varð á kosið og þjónustufólkið háttvfst og vin- gjamlegt. Það eina sem margir voru óánægðir með var hvað langt var að fara úr næturstað á veiðisvæðið. Það var um klukku- stundar akstur þangað sem lengst var að fara. — Voru útlendingarnir líka á- nægðir með mataræðið? — Hvað matargerðina sjálfa snerti voru þeir hæstánægðir, enda var hún f bezta lagi. Sem dæmi um það skal ég geta um það sem einn Frakki sagði mér, en hann hafÓi látið fólkið í hótel- inu matreiða silung að frönskum hætti — baka í mjólk í ofni. Hann kvaðst hvergi f heimalandi sínu hafa fengið þenna rétt jafn vel matreiddan og ljúffengan, eins og á Blönduósi. Fjölbreyttara mataræði. Mér persónulega er það hin , vegar ljóst, að það er ýmsu á- bótavant í mataræði íslendinga svo að útlendingum falli það í geð. Þar á ég fyrst og fremst segir enskur laxveiði- maður við skortinn á grænmeti og á- vöxtum. Það sem er þó undar- legast af öllu er hvað veitinga- staðir á Islandi J4jþafa sjaldan nýjan fisk á boðstólum. Hann er þó f augum útlendinga einhver meðal einhverjar beztu og eftir- sóttustu tegundir sveppa, sem um ræðir. Sveppir eru. herra- mannsmatur í augum útlendinga, en ísjendingar sjálfir vilja ekki líta við þeim. Keypti harðfisk í stórum stíl. Ég varð aftui\ á móti næsta undrandi yfir því hvað útlend- ingunum þótti harðfiskurinn Enski strákurinn, sent sagði að island væri búið til úr eintöm- um götuni og holum. Hann var hin mesta aflakló. gómsætasti og eftirsóttasti réttur sem hér er unnt að fá. Annað sem íslendingar kunna ekki eða vilja ekki matreiða eru sveppir. Ég fann í sumar gnægð villtra sveppa víðs vegar í nám- unda við Vatnsdalsá, og þar á gómsætur. Einn veiðimannanna keypti mörg hundruð pakka af harðfiski og sendi heim til sín. Yfirleitt keyptu veiðimennirnir mikið af hvers kooar lúxusvöru, sv.o sem súkkulaði, niðursoðna ávexti, drykkjarföng o. s. frv. og Peter Kidson. einnig á þann hátt hefur nokkur gjaldeyrir komið inn í landið. Einstæð áfengislöggjöf. — Af því að þú minnist á drykkjarföng er ekki úr vegi að spyrja hvort veiðimennimir hafi líka keypt áfengi. — Auðvitað keyptu þeir áfengi í ríkinu. En margir undruðust stórlega áfengislöggjöf Islendinga og töldu hana einstæða í verald- arsögunni. Undarlegast fannst þeim það sjónarmið að seldir skyldu vera sterkir drykkir — baneitraður andskoti — en sam- tímis neitað að framleiða eða flytja inn bjór, hollan drykk og góðan. Þeir kváðust skilja betur eftir en áður drykkjuómenningu þá sem hér ríkti. öðru vfsi gæti þetta ekki farið þegar fólk væri neytt til að kaupa áfengi í heilum flöskum í stað bjórs. — Hvers konar fólk voru þessir útlendu veiðimenn við Vatnsdalsá? — í sumar voru það eingöngu Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn. Allt voru það efnamenn og yfirleitt vel menntaðir. Þeir voru ekkert sinkir á það að borga vel fyrir sig, hvort heldur það var fyrir veiðirétt, mat eða þjón- ustu. Hins vegar gerðu þeir kröfu til að það væri í góðu lagi. Þeir keyptu jafnvel einka-flug- vélar undir sig frá Reykjavík og norður og til baka aftur. Mikla hrifningu létu þeir í ljós yfir Birni • Pálssyni flugmanni fyrir hæfni hans og um Ieið prúða framkomu. Gagarin í Vatnsdalsá. Ég skal geta þess til gamans að einn veiðimannanna, sem var við Vatnsdalsá í sumar hét Gag- arin. Það var samt ekki sá eini sanni, sem sendur hafði verið frá Rússlandi upp f himinhvolfið, heldur nafni hans vestan frá Ameríku. Ef til vill hafa þeir _verið frændur, því þessi var Rússi, að ætt og uppruna, teddur í Rússlandi og talaði rússnesku. Á meðan Gagarin var í Vatnsdal kom Kristinn Guðmundsson am- bassador þangað norður og var þá nýbúinn að hitta hinn eina sanna Gagarin oftar en einu sinni f Moskvu. Kristinn varð ekki lít- Frh. á 10. bls.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.