Vísir - 04.10.1962, Síða 3

Vísir - 04.10.1962, Síða 3
VISIK . Fimmtuaagur 4. október 1962, \ 3 í 15 ár hefur Flugfélag Islands haldið uppi haustflutningum fyrir öræfinga og valdið þar með gerbyltingu í samgöngu- málum þessarar sveitar sem ein angruðust er á íslandi. Flutning- ar hófust f fyrradag og verður þeim nú haldið áfram f hálfan mánuð og gert ráö fyrir að fljúga tvisvar á dag þangað aust ur. Þá eiga allar sláturfjárafurð- imar úr öræfunum r.ð vera komnar til Sláturfélags Suður- Iands og er allt flutt með Ioft- brúnni, kjöt, slátur og gærur. 11 ■ illlli Myndsjáin í dag er frá Fagur- hólsmýri, flugstöð og miðstöð Öræfanna. Á stóm myndinni sést flugvél Flugfélagsins, sem notuð er til flutninganna rétt hjá sláturhúsinu og sjást þar sauðar gærur sem verið er að þurrka. Á annarri mynd sést að flug- vélin flutti farangur einnig aust ur og eru Páll Björnsson og Guðjón Bergsson að vinna við að afferma tilbúinn áburð úr flugvélinni. Loks kemur mynd af Þorsteini Jóhannssyni frá Svínafelli, verk- stjóra við sláturhúsið. Hann skýrði fréttamanni Vísis svo frá að þeir i C.æfunum myndu slátra um 3 þúsund fjár í haust, en ætlunin er að slátra 350—370 á dag. Verður kjötið svo flutt jafnóöum suður, þvf að það er ekki fryst fyrr en það kemur til Reykjavíkur. Fyrr á árum urðu Öræfingar alltaf að reka sláturfé sitt til Hornafjarðar, en fóru að slátra þvf sjálfir 1928. Var ailt kjötið lengi vel saltað og dregið í tunn um gegnum brimgarðinn út í flutningaskip. Á árunum 1946-47 var saltkjötstunnunum ekið á stórum trukkum yfir Skeiðará til Kirkjubæjarklausturs, en haustið 1948 var sú aðferð sem nú tiðkast tekin upp að flytja vöruna flugleiðis. Enn verður þó að flytja sumar vörur með bifreiðum yfir Skelð- ará eins og benzín og olíu, sem ekki má flytja með flugvélum. öræfingar eru Flugfélaginu mjög þakklátir fyrir þessa góðu þjónustu, sem hefur gerbreytt aðstæðum þeirra. Ljósm. Mats Wibe Lund. v 1 ' * * l 4 •* a. aÍM ' ‘ ‘ 4 J A A -l * ^ ....' {J . i. »

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.