Tölvumál - 01.12.1995, Síða 11

Tölvumál - 01.12.1995, Síða 11
Desember 1995 (tæki sem veitir forgang eftir þörfum). Báðar þessar aðferð- ir gefa 100 Mb flutning til tölvunnar. Væntanlegar gerðir af Ethemet leiðargreinum munu geta unnið samtímis inn á 10 Mb og 100 Mb tengla. • 155 Mb ATM. Með hraðvirk- un miðlurum og sérhæfðum viðföngum má nú nýta sér 155 MbATM. Ðandbreidd netstofns vinnuhópsins Netstofn vinnuhóps eða há- skólasvæðis sér fyrir tengingu margra staðameta á einum stað. Nú nota margir vinnuhópar gagnaviðmót með ljósleiðara- dreifingu (Fiber Distributed Data Interface - FDDI) sem er hring- tengt til að fá nægan hraða í net- stofninn. Önnur aðferð til að fá meiri bandbreidd í netstofn vinnuhópa er að bæta inn ATM leiðargreini. Þar sem ATM leiðar- greinar eru næmir fyrir þrengsl- um og hólfatapi verður netstofn- inn að vera af viðeigandi stærð og nota þarf umferðarstýringar- tækni. Bandbreidd á víðnetinu Víðnetin hafa þá bandbreidd sem þarf fyrir margmiðlun, en hún er dýr og því er stýring á notkun hennar mikilvæg. Séu þrengsli í tengingum víðnetsins er völ á nokkrum aðferðum til að stilla notkun netsins þegar bætt er á það margmiðlun. Meðal þess- ara aðferða er umferðarstjórn til að minnka titring í netinu með forgangsröðun og sértækri endur- röðun upplýsinga, bandbreidd eftir þörfum með handvirkt val- inni beiningu (dial-on-demand routing - DDR), og möguleikar á að neita þjónustu og fyrirbyggja að margmiðlunarverk gangi í til- teknum tengingum. Stöðug gæði þjónustu Nú eru oft notaðar þrjár að- ferðir sem gera stjórnendum neta kleift að veita þeim viðföngum, sem þess þurfa, þjónustu í háum gæðaflokki. • Forgangsröðun flokkar sam- skiptareglur fyrir sendingu um víðnetstengingu sem mik- ið reynir á. Þessi tækni er ætl- uð fyrirtækjum sem veita mikilvægum gögnum, sem tengjast tilteknum markmið- um, mestan forgang og sætta sig við að umferð, sem ekki er eins mikilvæg, seinki þegar mikil þrengsli eru. • Sértæk röðun tryggir að hver tegund gagna fái ávallt tiltek- inn hluta af bandbreidd teng- ingar þannig að verk með mismunandi forgang séu öll stöðugt í gangi. • Neitun þjónustu gerir netstjór- um kleift að hindra að valin viðföng (svo sem margmiðl- un) gangi í tilteknum viðmót- um þegar slíkt aukaálag gæti truflað önnur mikilvæg við- föng. Þessi tækni gerir um- sjónarmanni netsins kleift að taka margmiðlun í notkun í áföngum, án þess að það hafi neikvæð áhrif á önnur mikil- væg verkefni. Leiöstýring útsendingar Þegar um margmiðlun er að ræða, svo sem tölvufundi, FAN sjónvarp og rafrænar risstöflur eru gerðar kröfur til þess að netið skili gagnastreymi til fleiri en einnar tölvu. Þá er einkum mikil- vægt að netið sé skilvirkt við að velja leiðir og senda áfram pakka. Til dæmis ætti aðeins eitt eintak af hverjum pakka að vera til í hverri nettengingu sem er samnýtt. Tvö samskiptaforrit annast nú umferð af þessu tagi: IP fjölvarp (IP Multicast) og Samskiptaregl- ur um einfalda fjölvarpsleiðstýr- ingu (Simple Multicast Routing Protocol - SMRP) frá Apple. Juergen Obermann er markaðsstjóri Cisco systems í Evrópu, Austurlöndum nœr og Afríku. Hann hélt er- indi á haustráðstefnu Skýrslutæknifélagsins 1995. Punktar... Tannlæknar og sýndarveruleikinn Á nýafstaðinni ráðstefnu tannlækna sem haldin var í Hong Kong seldust 200 sýndarveruleika-gleraugu. Tannlæknarnir ætla sér að nota gleraugun til að leiða huga sjúklinganna að öðru á meðan verið er að bora í tennur þeirra. Með gleraugun á nefinu er hægt að horfa á bíómynd eða spila tölvuspil og þá er þetta ekki svo vont. Það þarf þó væntanlega að huga að því að velja efni sem ekki veldur óheppilegum truflunum. Tölvumál -11

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.