Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 26
Desember 1995 removable disk, mountable disk lausadiskur sheet feeder arkamatari, arka- skammtari stack stafli, hlaði subtotal millisamtala undo afturkalla, ógilda Internet Nokkur blaðaskrif hafa orðið að undanförnu varðandi nafnið Internet og hugsanlega íslensk- un þess. Orðið Internet hefur reyndar verið notað sem íslenskt orð, því að svo vill til að síðari hluti orðsins hefur sömu merk- ingu á ensku og íslensku, net, og hefur orðið Internet því tekið ís- lenskri nafnorðsbeygingu og ver- ið notað með viðskeyttum greini. Morgunblaðið hefur beitt sér fyr- ir því að notað yrði orðið alnet í staðinn fyrir orðið Internet en það hefur hlotið misjafnar undir- tektir. Orðanefnd tekur undir þær röksemdir sem birst hafa gegn notkun orðsins alnet (eða Alnet) í þessari merkingu og hallasl að því að skást sé, að svo stöddu, að nota orðið Internet með íslensk- um beygingarendingum. I dag- legu tali er reyndar algengt að menn stytti heitið og tali einfald- lega um netið þegar ekki er hætta á misskilningi. tölvupóstfang, netfang Nokkur umræða hefur verið um nákvæma merkingu orðsins netfang. Það hefur verið notað bæði um tölvupóstföng manna og til að staðgreina tölvur (og önnur tæki) á neti, t.d. Internetinu. Orðanefnd telur tölvupóstfang vera nákvæmari þýðingu á elect- ronic mailing address en að notk- un orðsins netfang í þessari merkingu sé orðin svo útbreidd að það hafi fest sig í sessi. Senni- lega er lítil hætta á misskilningi þó að netfang geti einnig merkt staðgreini véla á neti (á ensku network address). Tillaga orða- nefndar er því: electronic mailing address tölvupóstfang, netfang universal resource locator, URL I Tölvumálum, júní 1995, var kynnt orðið veffang sem þýðing á URL. Ekki eru allir ánægðir með veffang, þykir það Ifkjast of mikið vetfangi eða jafnvel vett- vangi. Stungið hefur verið upp á vefslóð eða einfaldlega slóð. Einnig hefur brugðið fyrir orðinu alheimsslóð. I orðanefnd kom einnig upp orðið staðgreinir sem hefur sést á blöðum um fast- eignagjöld þar sem átt er við númer er segir til um staðsetn- ingu fasteignar. Orðið slóð hefur þann ókost í þessu samhengi að það gefur til kynna leið sem farin er að tilteknum stað, en þegar ferðast er um vefinn (veraldar- vefinn) þá er hægt að rekja sig eftir mörgum mismunandi leið- um að sama staðnum. Tillaga orðanefndar er því: universal resource locator, URL veffang, staðgreinir (á vefnum) browser í Tölvumálum, júní 1995, kynnti orðanefnd þýðingar á ensku orðunum browse, brows- ing, browser sem skoða, skoðun, skoðari. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og aðrar tillögur um þýðingar skotið upp kollin- um. Þessi orð eru meðal annars notuð um það þegar menn ferðast með hjálp þar til gerðra forrita í tölvu sinni um vefinn, skoða hvað er á boðstólum og staldra við hér og þar. Browser er enska heitið fyrir slíkt skoðunarforrit. Agúst Ulfar Sigurðsson lagði fyrir orðanefnd tillögur um að nota orðið vefsjá fyrir web browser (og netsjá fyrir net browser) með tilvísun til hlið- stæðra orða: smásjá og sveiflu- sjá. Upp komu m.a. orðin nýsa, nýsing, nýsir, spranga um, sprang, og vefsprangari. Ágúst benti orðanefnd réttilega á að sprangari gæti ekki síður átt við þann mann sem sprangar en for- ritið sem til þess væri notað. Því má skjóta hér inn til gamans að orðinu spranga í þessari merk- ingu virðist hafa skotið upp nær samtímis á tveimur stöðum, ann- ars vegar í orðanefndinni og hins vegar á síðum Morgunblaðsins í dálkheitinu ‘Sprangað um vef- inn’. Að loknum miklum vanga- veltum og eftir að hafa rekist á orðið rápforrit í auglýsingu hafn- aði orðanefnd á eftirfarandi orða- syrpu, en ef til vill þykir mönnum vera of neikvæður blær á orðinu ráp. browse rápa (um) browsing vefráp, ráp browser rápstjóri, rápforrit, ráp- þór, rápsjá [ekki raðað í forgangsröð] Orðanefnd taldi hins vegar að vefsjá bæri í sér of almenna merkingu, vefsjá gæti átt við for- rit af hvaða gerð sem vera skal ætlað til skoðunar á vefnum. Orðanefnd óskar nú eftir áliti rnanna á þessum orðum. Stefán Briem er rit- stjóri Tölvuorðasafns og staifsmaður orða- nefndar Skýrslutœkni- félags Islands. Netfang: stefan@ismal.hi.is 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.