Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 25
Desember 1995 Frá orðanefnd Eftir Stefán Briem Á undanförnum vikum og mánuðum hefur orðanefnd SÍ einkum fjallað um hugtök er varða gluggaumhverfi. Margrét Guðjónsdóttir frá EJS hefur verið orðanefndinni til trausts og halds varðandi skilning á þessum hug- tökum og val á íslenskum heitum fyrir þau. Auk þess hafa borist orðalistar og ábendingar frá öðr- um aðilum. Ljóst er að á sumum hugtakanna eru mörg heiti í um- ferð og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra. Hér eru nú birtar til- lögur orðanefndar um heiti á hugtökum sem komið hafa upp á borð hennar og hún hefur verið að fást við að undanförnu. Þessi hugtök eru ekki einskorðuð við gluggaumhverfi. Ekki er um end- anlegar niðurstöður orðanefndar að ræða en hún óskar eftir að fá viðbrögð og kynnast áliti þeirra sem nota þessi hugtök. í þeim gluggum sem birtast á skjánum koma fyrir ýmis atriði sem þarf að hafa heiti á. Þctta á við t.d. um glugga fyrir WORD- ritvinnslukerfi og EXCEL-töflu- reikni. í þessum gluggum eru lín- ur og reitir af ýmsu tagi og fara hér á eftir tillögur um íslenskar þýðingar á enskum heitum þeirra. Ensk heiti á línunum enda flest á bar. Um þýðingu þeirra voru uppi tvö sjónarmið, annars vegar að nota samsett heiti með síðari liðnum rein, og hins vegar að nota mismunandi síðari lið eftir hlutverki línanna. Þegar fleiri en ein tillaga eru settar fram um þýð- ingu, eru þær að jafnaði ritaðar í virðingarröð orðanefndar. Línur í glugga bar rein, braut, lína, rönd, stika command line skipanalína, skip- anarein drive bar drifarein, drifaborð formula bar skriflína, skrifrein menu bar, action bar valmynda- lína, valrönd, valrein ruler stika scroll bar skrunbraut, skrun- stika, skrunrein split bar rúðuskil status bar, status line stöðulína, stöðurein task bar verksjá, verkrein title bar titillína, titilrein tool bar tólaborð, tólarein docking tool bar færanlegt tóla- borð Takið eftir að tool er þýtt með tól til aðgreiningar frá device sem er þýtt með tœki. Reitir í glugga control-menu box stýrival- myndarreitur; grunnvalmynd- arreitur maximize button stækkunar- hnappur minimize button smækkunar- hnappur restore button endurhorfs- hnappur scroll arrow skrunör scroll box skrunhnappur split box skiptir, skiptimerki X-button lokahnappur Ýmis heiti background baksvið, bakgrunn- ur background color grunnlitur, baksviðslitur beep flaut cache skyndiminni, llýtiminni cached skyndivistaður, flýtivi- staður check mark gátmerki (Sem gát- merki er oft notað hak en stundum kross.) clipboard klemmuspjald, minniskompa, kornpa compatibility 1 jafngildi compatibility 2 samhæfi, kv. compatible samhæfur, t.d. PC- samhæf tölva (en ekki sam- hæfð) cross reference millivísun dialog box svargluggi directory 1, folder mappa directory 2, efnisskrá drag and drop draga og sleppa EOL línulok fill color þekjulitur, fyllingarlitur fill style þekjugerð, fyllingargerð fixed disk fastadiskur foreground color forsviðslitur graph myndrit [yfirheiti yfir: línurit, súlurit, skífurit o.fl.] graphical myndrænn gray shading grámun hard disk harðdiskur hidden code falinn sniðstafur keyboard layout hnappaskipan Num Lock talnalás option valkostur, kostur pop-up menu skyndivalmynd pop-up window skyndigluggi refresh nýglæða, so. refresh nýglæðing, no. Tölvumál - 25

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.