Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 20
Desember 1995 Netheimar Eftir Láru Stefánsdóttur Fyrir nokkrum árum kynntist ég Odd de Presno í tengslum við Kidlink samskiptaverkefnið fyrir 10 til 15 ára gömul börn. Á fimm árum hafa um 42.000 börn frá 72 löndum tekið þátt í fjölbreyttu starfi Kidlink á netinu sem Odd stofnaði í tengslum við menning- arhátíð í Arendal í Suður - Nor- egi. Það var ekki fyrr en síðar að ég uppgötvaði hvert starf Odd var í raun og veru. Hann á fallegt hús við ströndina þar sem hann býr ásamt Anne-Tove Vestfossen listamanni og þar vinnur hann á netinu alla daga. Áður bjó hann í Osló en tæknin gerði honum kleift að flytja til baka til bernskustöðvanna í Arendal. Hann skrifar bækur, greinar í tímarit og flytur fyrirlestra um málefni tengd tölvusamskiptum og tölvunotkun. Fyrir nokkru skrifaði hann bókina ”The Online World“ sem m.a. er að finna á netinu og óskaði eftir samstarfs- mönnum í að þýða bókina á önn- ur tungumál sem og að í hverju landi fyrir sig væri bókinni breytt og við hana bætt í samræmi við það sem þar væri að gerast. Bók- in hefur þegar komið út í Þýska- landi og Kanada og nú kemur hún út á Islandi undir nafninu Netheimar. Höfundar íslensku út- gáfunnar eru Odd de Presno, Lára Stefánsdóttir og Lars H. Andersen. Þegar farið var að tala um að gefa út Netheima hér á landi voru fyrst vangaveltur um hvort ekki væri nægilegt að benda á að bók- in er til á netinu á ensku. Byrjað var á að benda á bókina frá goph- er fyrir nokkrum árum og síðar vef en fljótlega kom í ljós að þrátt fyrir að gott sé að hafa hana þar þá kemur það ekki í staðinn fyrir að hafa bók við hlið sér á eigin tungu þegar verið er að vinna með tölvusamskipti. Við veltum einnig fyrir okkur hvort og hversu mikið ætti að setja ís- lensk dæmi og atriði inn í bókina. Ákveðið var strax í upphafi að hafa ekki heildarúttekt á íslensk- um tölvusamskiptum í bókinni heldur vísa í einstök dæmi sem annað hvort tengdust efni bókar- innar í upphafi eða okkur þóttu athyglisverð. Því er ekki hægt að segja að bókin hafi að geyma tæmandi upplýsingar um hvað sé að gerast á íslandi í tölvusam- skiptum, heldur eru hér mörg dæmi um hvernig Islendingar nýta sér tölvusamskipti. Við sendum út fjölda fyrirspurna í því skyni að fá efni sem vert væri að segja frá. Sumir svöruðu en aðrir ekki eins og gengur. Efni bókarinnar Bókin skiptist í þrjá hluta, þann fyrsta sem fjallar um netheima, annan um hagnýt atriði og þriðja hlutann sem fjallar um betri aðferðir í tölvusamskiptum. Einnig eru viðaukar en þeir verða ekki gefnir út á íslensku að sinni heldur er látið nægja að benda á hvar hægt sé að ná í viðaukana sem fylgja ”The Online World“ og þeir nýtast því nokkuð. Póstlistinn: Netheimar í bókinni eru um 350 vefföng og 500 staðsetningar á netum sem augljóst er að breytast og ný koma inn. Og þótt höfundar hafi stöðugt verið að uppfæra og end- urbæta handritið er öllum ljóst að breytingar í netheimum eru örar. Því var ákveðið að setja upp póstlista fyrir kaupendur bókar- innar á netinu þar sem breyting- um og viðbótum verður komið á framfæri auk þess sem lesendum gefst kostur á að fjalla um efni bókarinnar. Áskrift að póstlistan- um er hægt að panta með því að senda tölvupóst á netfangið list- proc@ismennt.is og hafa ekkert í texta póstsins nema: subscribe netheimar skírnarnafn föður- nafn. Ekki má hafa séríslenska stafi í nafninu. Allur póstur sem er sendur á netfangið netheim- ar@ismennt.is berst síðan til áskrifandans. 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.