Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 16
Desember 1995 Evrópusókn á sviði rannsókna og þróunar Eftir Elísabet M. Andrésdóttur Með aðildinni að samningn- um um Evrópskt efnahagssvæði öðluðust íslenskir aðilar þátt- tökurétt í rammaáætlun Evrópu- sambandsins um rannsóknir og þróun. Fjórða rammaáætlunin fór í gang í september 1994 og var þá auglýst eftir umsóknum í einstakar undiráætlanir rammaá- ætlunarinnar. Fyrsti umsóknar- frestur rann út 15. mars en um- sóknarfrestir voru einnig í apríl og júní. Kynningin á rammaáætlun- inni virðist hafa tekist vel til hér á landi og íslendingar tekið fljótt við sér þar sem 99 umsóknir fóru inn með íslenskri þátttöku í fyrsta útboði Fjórðu rammaáætlunar- innar, frá mars til júlí, sem verður að teljast góð þátttaka í fyrstu umferð. Af þessum 99 umsókn- um voru 20 með aðild fyrirtækja. Niðurstöður mats á flestum ofangreindum umsóknum liggja nú fyrir og gefa þær vísbendingu um velheppnaða þátttöku ís- lenskra aðila. Ljóst er nú þegar að u.þ.b. 380 milljónir koma í hlut íslenskra stofnana og fyrir- tækja á næstu 2-3 árum. Evrópu- sambandið mun styrkja 32 um- sóknir með íslenskri aðild og þar af eru 8 íslensk fyrirtæki þátttak- endur. Ekki má heldur gleyma að þarna opnast ný leið til evrópskr- ar samvinnu á sviði rannsókna og þróunar, sem opnar aðgang að þekkingu annarra Evrópuþjóða og leið til að miðla þekkingu sem Islendingar hafa yfir að búa og efla þannig nýsköpun í landinu. Af árangri einstakra aðila má nefna að fyrirtækin Nýherji hf., Hugvit hf., Flaga hf., Flugleiðir hf., Ferðaþjónusta bænda, Gagnalind hf., Máki hf. og Fang hf. hafa alls aflað styrkja sem nema um 120 m.kr. Þetta fé kemur til innlendu þátttakendanna á næstu 2-3 árum og virðist ætla að skila hærri upp- hæð til baka inn í rannsóknakerf- ið en Islendingar borga til rammaáætlunarinnar á sama tíma. Þess ber að geta að Fjórða rammaáætlunin gildir til ársins 1998 og ekki hefur verið ráðstaf- að nema hluta af ráðstöfunarfé áætlunarinnar og því eru enn góðir möguleikar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga að skoða þá möguleika sem áætlun- in býður upp á. Rannsóknarráð íslands (Rannís) ásamt Rannsóknaþjón- ustu Háskóla Islands og Iðn- tæknistofnun undir hatti Kynn- ingarmiðstöðvar Evrópurann- sókna (KER) veita upplýsingar um þá möguleika sem standa til boða innan rammaáætlunarinnar. Auk þess veitir Rannís styrki til ferða og til undirbúnings um- sókna, til þessa hefur Rannís veitt alls um 84 styrki að heildarupp- hæð 12,8 m.kr. Elísabet M. Andrés- dóttir er alþjóðafull- trúi Rannsóknarráðs Islands. 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.