Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 15
Desember 1995 endaskil þeirra Indro Indriða Candi og Marinu Candi hafi heppnast afar vel. Skjámyndin er auðskiljanleg, kyrrlát og greini- leg, notandinn sér alltaf til lands á siglingu sinni um bókina. Sér- staka athygli vekur ferilgluggi þar sem skráðir eru allt upp í 50 síðustu uppflettistaðir og þannig alltaf hægt að rekja sig til baka, sem og sá mikli kostur að velja má um fjórar mismunandi letur- stærðir á skjánum og beina at- hygli eftir því sem vill að texta eða mynd í stórum eða litlum glugga. Forritinu fylgja ít- arlegar leiðbeiningar í hjálparforriti þar sem allar aðgerðir eru skýrðar á einföldu og ljósu máli, en reyndar er það skoðun þeirra sem gerst þekkja til að hjálpar muni naumast nokkur þurfa að leita nema einu sinni. Eftir það verði allt ljóst. Hvort heldur hugs- að er til notkunar ís- landshandbókarinnar heima eða í skólum skiptir miklu að kostur gefst á að prenta út texta bókarinnar. Að sjálfsögðu er þá líka hægt að klippa hann yfir á klemmuspjaldið í Windows og þar með að taka hann yfir í eig- in ritvinnslu. Má ætla að þama þyki skólafólki mikill fengur að tilvitnunum í ritgerðir sínar og auðveldlega má sjá í huga sér ís- lenskar fjölskyldur búa til sínar eigin vegahandbækur með því að prenta út lýsingar valinna staða í Islandshandbókinni og undirbúa þannig sumarleyfið. Frá bók á skjá Eins og áður er að vikið urðu margir til að slá á grín um okkur ritstjórana sem værum að breyta bókum í tölvutexta. Að sjálf- sögðu datt okkur aldrei í hug að við værum með margmiðlunar- útgáfu að búa til lestrarútgáfu efnis sem komið gæti í stað venjulegrar útgáfu á bók. Slíkar hugmyndir höfðu að vísu kvikn- að hjá vélbúnaðarframleiðend- um vestan hafs, og þaðan rak þá drauma á okkar fjörur fyrir fá- einum árum. En þá var líka verið að tala um tölvur sem litu allt öðru vísi út en okkar tölvur, væru miklu meðfærilegri en kjöltumakkinn, hvað þá stærri tölvur. Þessi framtíðarsýn virðist ekki munu verða að veruleika. Fyrirtækin sem sýndust ætla að veðja á hana hafa vaknað af draumi sínum og ætla nú að gera eitthvað annað. Ljóst má vera að ef gnægð væri af tíma og peningum kæmi vart til álita að taka bók sem löngu væri komin út og breyta henni í margmiðlunardisk. Sjálf- sagt væri að skrifa nýtt verk sem miðaðist við það að útgáfan ætti að vera stafræn. Reynslan af glímunni við íslandshandbókina sýnir það glöggt. Miklum tíma varð að eyða í lagfæringar á texta, val og vinnsla á ljósmynd- um hefði mátt takast betur og yf- irleitt varð ritstjómarþáttur verksins umfangsmeiri en nokkum grunaði. Hitt er svo annað mál að á þessu sviði eigum við ónotuð ýmis tækifæri. Margmiðlunarefni á geisladiskum virðist eiga fram- tíð fyrir sér. Það er blátt áfram lífs- nauðsyn lítilli þjóð eins og okkar að eignast fjölbreytilegt efni af því tagi. Annars stöndum við fyrr en varir frammi fyrir þeirri staðreynd að hentugt uppflettiefni í sögu, bókmenntum, alfræði og fjöl- mörgum greinum verði einungis aðgengilegt á erlendum málum og hvað er þá orðið okkar starf? Heimir Pálsson og Tryggvi Jakobsson eru deildarstjórar hjá Námsgagnastofnun. Leitast var við að hafa notendaskil Islandshandbókarinnar auðskiljanleg og að- gengileg. Verkið er sérlega auðugt af " hyperlinks" þar sem tengt er saman texti, myndir og kort. Tölvumál -15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.