Tölvumál - 01.12.1995, Side 14

Tölvumál - 01.12.1995, Side 14
Desember 1995 annaðist skönnun þeirra á tiff- form. Fylltu þær myndir að nokkru í skörðin. Myndaval í margmiðlunarút- gáfu eins og Islandshandbókinni lýtur að ýmsu leyti öðrum lög- málum en í prentaðri bók. Hyggja verður vel að litum, lýs- ingu og skerpu en flestallar myndimar þurfti að lagfæra að einhverju marki í PhotoShop for- ritinu. Enn fremur þarf að velja myndir með það í huga að hægt sé að fletta á milli staða í sem flestum myndum. Lætur nærri að sá möguleiki sé notaður í fimmt- ungi ljósmyndanna. Einungis lít- ill hluti þeirra mynda sem eru í margmiðlunarútgáfunni var í hinni prentuðu útgáfu. Hreyfimyndir og kort Um val og notkun mynd- banda reisir tæknin mönnum nokkrar skorður enn sem komið er. Hreyfimyndir eru einfald- lega óskaplega plássfrekar og til að nýtast í venjulegu Windows umhverfi má upplausnin ekki vera of mikil og einungis er unnt að spila 15 ramma á sek- úndu af 26 í venjulegri upptöku. Það segir sig því sjálft að því fer fjarri að um sé að ræða sam- bærileg gæði í myndböndum og ljósmyndum. Veigamikil breyting frá bók- unum er fólgin í kortunum sem fengin voru frá Landmælingum Islands. Hægt er að velja um þrennskonar yfirlitskort: gróður- mynd, sem sett er saman úr 12 myndum frá Landsat gervihnetti, jarðfræðikort og einfalt vegakort. Hægt er að velja níunda hluta landsins út úr öllum kortunum og af vegakortinu er síðan hægt að velja hluta úr ferðakorti Land- mælinga í mælikvarðanum 1:500.000, sem búið er að skipta upp í nær 225 hluta. Unnt er að smella á þau nöfn á kortunum sem eru uppflettiorð í bókinni og fá þannig upplýsingar um við- komandi stað. Tæknibúnaður Margmiðlunarútgáfa Islands- handbókarinnar er forrituð á geisladisk (CD-ROM disk) með um það bil 550 megabætum af texta, Ijósmyndum, kortum, myndbandaglefsum og tónlist. Texti Islandshandbókarinnar og forritið sjálft taka einungis um 5 MB af plássinu en ljósmyndir, kort, hljóð og myndbönd fylla af- ganginn. Forritið er skrifað í C++ fyrir Windows og keyrir bæði undir Windows 3.1, 3.11 og Windows 95. Með þessu móti verður for- ritið eins hraðvirkt og kostur er á. Auðvitað tekur ávallt nokkum tíma að sækja myndir út á geisladisk, en við forritun var ýmsum brögðum beitt til að flýta fyrir í þessu efni. f íslandshandbók- inni er fjallað um því sem næst 2500 staði. Þeimi umfjöllun er fylgt eftir með 976 ljósmyndum, 7 mynd- bandaglefsum og fjölda korta, eins og áður segir. Þar að auki er leikið tónlistarstef þegar forritið er keyrt upp og þegar því er lokað. Samdi Jón Hlöðver Áskelsson stefið sérstaklega fyrir íslandshandbók- ina. Þegar bókin er opnuð birtast fimm mismunandi „skvettur“, sem við köllum svo, en það eru seríur mynda með viðeigandi náttúruhljóðum. Notendaskil Notendaskil eru að allra viti það sem í raun skilur milli feigs og ófeigs í margmiðlunarútgáfu. Það er okkar mat, ritstjóra ís- landshandbókarinnar, að not- Hellnar Hengífoss Hengill Herdísatvík Herðubreið Herðubreið á Skaftártunguafrétti Herðubreiðarlindir Hergilsey Herjólfsdalur Herjólfsvík Hesteyrarfjörður Hesteyri Hestfjall í Grírnsnesi Hestur í Borgarfirði Hestur í Önundarfirði Hestfjsrðarheiðí Hestfjörður Hestvatn Heydalír Heydalsá Kirkjufell HelSnar Kirkjutell Koliabúðir Lárós Kífkjufell ^fcájbalL Skipta um kort: vegakort, gróðurmynd eða jarðíræðikort. Skagi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, um 30 km á breidd og 40 km á lengd, flatarmál um 1000 kmz. Á Melrakkasléttu er nyrsta byggð á meginlandi íslands og nyrstu oddar þess, Rifstarigi og Hraunhafriartangi. Ströndin er nær öll lág og vogskorin að norðan og austan, með víkum og Auk nokkurra loftmynda eru á diskinum jarðfrœðikort og gróðurmynd af Islandi ásamt vegakorti sem opnar leið inn í ferðakort Landmœlinga Islands í mæli- kvarðanum 1 :500.000. 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.